Að vera sænskur jafnaðarmaður eða íslenskur Guðbrandur Einarsson skrifar 29. maí 2021 08:00 Ég horfi gjarnan til Svíþjóðar þegar ég leita mér fyrirmynda. Svíþjóð er ríki sem lengi hefur verið stjórnað af jafnaðarmönnum og þeirra stefna hefur verið mér leiðarljós á þeirri leið sem ég hef reynt að feta á mínum pólitíska slóða. Í Svíþjóð hef ég búið og þar leið mér vel. Þeirra velferðarkerfi er sterkt og heldur vel utan um alla landsmenn. Viltu einfalt kerfi eða flókið? Mér þótti það sérstakt þegar ég flutti þangað, að inn um bréfalúguna komu upplýsingar um hvernig við ættum að snúa okkur varðandi þær bætur sem við áttum rétt á s.s. barna- og húsnæðisbætur. Eitthvað af þessu gerðist reyndar bara sjálfkrafa og við þurftum ekkert að hafa fyrir því að sækja um. Annað var á teningnum þegar við svo fluttum heim aftur. Þá kostaði það talsverða fyrirhöfn að komast inn í kerfið aftur. Upplýsingar sem við fengum að fyrra bragði voru takmarkaðar og stuðningur við fjölskyldufólk mun minni en við höfðum kynnst í Svíþjóð vegna þess að íslenska velferðarkerfið er tekjutengt í bak og fyrir. Heilbrigðisþjónusta hinna sænsku jafnaðarmanna Einn þáttur sem vegur þungt, þegar rætt er um velferðarkerfi, er heilbrigðisþjónusta og þar hafa Svíar staðið sig afar vel. Svo vel að að þeir hafa verið tilbúnir til að taka við sjúklingum frá Íslandi sem gefist hafa upp á löngum biðlistum og að lifa mánuðum eða árum saman við sársauka og þjáningar hér heima. Fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu vefst ekkert fyrir jafnaðarmönnum fyrirheitna landsins og þar starfa m.a. einkareknar stofur sem taka gjarnan við sjúklingum frá Íslandi. Jafnaðarmenn á Íslandi, sem kenna sig við Samfylkinguna, virðast einhverra hluta vegna sjá einkarekinni heilbrigðisþjónustu allt til forráttu og telja að opinberir aðilar séu þeir einu sem veitt geta almennilega þjónustu á þessu sviði. Á Íslandi eru 72 heilsugæslur á vegum hins opinbera en einungis fjórar sjálfstæðar heilsugæslustöðvar, 5% af öllum heilsugæslum. Í Svíþjóð eru einkareknar heilsugæslustöðvar 496 sem er um 43% af heildarfjöldanum, sé miðað við tölur frá 2018. Einhverra hluta vegna virðast sænskir jafnaðarmenn treysta markaðnum betur en íslenskir Samfylkingarjafnaðarmenn. Ég kýs að leita í smiðju þeirra sænsku. Höfundur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í næstu alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ég horfi gjarnan til Svíþjóðar þegar ég leita mér fyrirmynda. Svíþjóð er ríki sem lengi hefur verið stjórnað af jafnaðarmönnum og þeirra stefna hefur verið mér leiðarljós á þeirri leið sem ég hef reynt að feta á mínum pólitíska slóða. Í Svíþjóð hef ég búið og þar leið mér vel. Þeirra velferðarkerfi er sterkt og heldur vel utan um alla landsmenn. Viltu einfalt kerfi eða flókið? Mér þótti það sérstakt þegar ég flutti þangað, að inn um bréfalúguna komu upplýsingar um hvernig við ættum að snúa okkur varðandi þær bætur sem við áttum rétt á s.s. barna- og húsnæðisbætur. Eitthvað af þessu gerðist reyndar bara sjálfkrafa og við þurftum ekkert að hafa fyrir því að sækja um. Annað var á teningnum þegar við svo fluttum heim aftur. Þá kostaði það talsverða fyrirhöfn að komast inn í kerfið aftur. Upplýsingar sem við fengum að fyrra bragði voru takmarkaðar og stuðningur við fjölskyldufólk mun minni en við höfðum kynnst í Svíþjóð vegna þess að íslenska velferðarkerfið er tekjutengt í bak og fyrir. Heilbrigðisþjónusta hinna sænsku jafnaðarmanna Einn þáttur sem vegur þungt, þegar rætt er um velferðarkerfi, er heilbrigðisþjónusta og þar hafa Svíar staðið sig afar vel. Svo vel að að þeir hafa verið tilbúnir til að taka við sjúklingum frá Íslandi sem gefist hafa upp á löngum biðlistum og að lifa mánuðum eða árum saman við sársauka og þjáningar hér heima. Fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu vefst ekkert fyrir jafnaðarmönnum fyrirheitna landsins og þar starfa m.a. einkareknar stofur sem taka gjarnan við sjúklingum frá Íslandi. Jafnaðarmenn á Íslandi, sem kenna sig við Samfylkinguna, virðast einhverra hluta vegna sjá einkarekinni heilbrigðisþjónustu allt til forráttu og telja að opinberir aðilar séu þeir einu sem veitt geta almennilega þjónustu á þessu sviði. Á Íslandi eru 72 heilsugæslur á vegum hins opinbera en einungis fjórar sjálfstæðar heilsugæslustöðvar, 5% af öllum heilsugæslum. Í Svíþjóð eru einkareknar heilsugæslustöðvar 496 sem er um 43% af heildarfjöldanum, sé miðað við tölur frá 2018. Einhverra hluta vegna virðast sænskir jafnaðarmenn treysta markaðnum betur en íslenskir Samfylkingarjafnaðarmenn. Ég kýs að leita í smiðju þeirra sænsku. Höfundur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í næstu alþingiskosningum.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar