Íslenski boltinn

Ragnar dregur sig líka úr landsliðshópnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ragnar Sigurðsson hefur dregið sig út úr íslenska landsliðshópnum.
Ragnar Sigurðsson hefur dregið sig út úr íslenska landsliðshópnum. Vísir/Vilhelm

Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson hefur dregið sig út úr landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi.

Ragnar er án liðs hefur verið að æfa með Pepsi Max-deildarliði Víkings líkt og Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins.

Í kvöld tilkynnti KSÍ að Ragnar gæfi ekki kost á sér í komandi verkefni. Persónulegar ástæður eru ástæðan fyrir brotthvarfi Ragnars úr hópnum og verður ekki kallað á nýjan leikmann í staðinn.

 Þeir Kári Árnason, Arnór Ingvi Traustason, Rúnar Már Sigurjónsson og Viðar Örn Kjartansson voru síðastir til að draga sig úr úr hópnum en fyrir vantaði fjölda leikmanna sem gaf ekki kost á sér af.

Hinn 34 ára gamli Ragnar hefur leikið 97 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skoraði í þeim fimm mörk. Landsliðshóp Íslands má sjá hér að neðan.

Íslenski hópurinn 

(Merktir með * koma til móts við hópinn eftir leikinn við Mexíkó)

Markmenn

  • Elías Rafn Ólafsson | Fredericia
  • Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 8 leikir
  • Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 17 leikir
  • Patrik Sigurður Gunnarsson | Silkeborg IF *

Varnarmenn

  • Birkir Már Sævarsson | Valur | 97 leikir, 3 mörk
  • Brynjar Ingi Bjarnason | KA
  • Hjörtur Hermannsson | Bröndby IF | 19 leikir, 1 mark
  • Hörður Ingi Gunnarsson | FH
  • Ísak Óli Ólafsson | Keflavík | 0 leikir
  • Kolbeinn Þórðarson | Lommel SK
  • Rúnar Þór Sigurgeirsson | Keflavík
  • Alfons Sampsted | Bodö Glimt | 3 leikir *
  • Guðmundur Þórarinsson | New York City FC | 5 leikir *
  • Jón Guðni Fjóluson | Hammarby | 17 leikir, 1 mark *
  • Valgeir Lunddal Friðriksson | Häcken *

Miðjumenn

  • Andri Fannar Baldursson | Bologna | 1 leikur
  • Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 94 leikir, 2 mörk
  • Aron Elís Þrándarson | OB | 5 leikir
  • Birkir Bjarnason | Brescia | 95 leikir, 14 mörk
  • Gísli Eyjólfsson | Breiðablik
  • Ísak Bergmann Jóhannesson | IFK Norrköping | 2 leikir
  • Stefán Teitur Þórðarson | Silkeborg IF | 2 leikir
  • Þórir Jóhann Helgason | FH
  • Jón Dagur Þorsteinsson | AGF | 7 leikir, 1 mark *
  • Mikael Neville Anderson | FC Midtjylland | 7 leikir *

Sóknarmenn

  • Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 57 leikir, 3 mörk
  • Kolbeinn Sigþórsson | IFK Göteborg | 62 leikir, 26 mörk
  • Sveinn Aron Guðjohnsen | OB | 1 leikur
  • Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 20 leikir, 3 mörk *




Fleiri fréttir

Sjá meira


×