Skynsamlegar ákvarðanir og jafnrétti Rafnar Lárusson skrifar 27. maí 2021 11:31 Samkeppnishæfni fyrirtækja og landa byggir á því að ná sérstöðu, hagkvæmni og taka betri ákvarðanir en aðrir. Reynir ekki síst á það í landi eins og okkar sem er smátt í alþjóðlegu samhengi. Ísland er þó í öfundsverðri stöðu þar sem landið er ríkt af auðlindum og mannauði, en við þurfum að nýta tækifærin og sækja áfram. Hvaða leiðir eru færar? Ef litið er á tölfræði þá kemur ein leið sterkt fram. Í skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company tók saman í maí á síðasta ári og kallast „Diversity wins“ eða „Fjölbreytileikinn sigrar“, var gerð greining á um eitt þúsund fyrirtækjum víða um heim þar sem rannsökuð voru, meðal annars, áhrif kynjajafnréttis á arðsemi. Ein af niðurstöðum skýrslunnar er að þau fyrirtæki sem voru með mesta fjölbreytni kynja í stjórnendalaginu væru að jafnaði 25% líklegri til að ná meiri arðsemi en þau sem byggðu á einsleitni. Þá gerði PwC sambærilega rannsókn á vegum eignastýringarfyrirtækisins Storebrand og mannúðarsamtakanna Care í Noregi árið 2019. Þar voru skoðuð 65 af stærstu skráðu fyrirtækjum Norðurlanda í kauphöllum, þar á meðal á Íslandi. Fyrirtæki sem voru hlutfallslega með fleiri konur í efsta stjórnendalagi og stjórn af þýðinu sýndu m.a. fram á meiri vöxt tekna, hærra hagnaðarhlutfall, meiri meðalarðsemi eiginfjár og færri ár þar sem tap var af rekstri. Af þessu má sjá að ein besta leið til sóknar er að jafna stöðu kynja. Ef litið er til vænts hagvaxtar og samkeppnisstöðu Íslands er viðkemur jafnrétti kynja þá eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Landið hefur t.a.m. vermt efsta sæti kynjajafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins í 12 ár, þó að fullkomnu jafnrétti sé síður en svo náð. Sóknarfærin eru víða, enn hallar til dæmis verulega á konur í efsta stjórnendalagi stærstu fyrirtækja landsins og engin kona leiðir fyrirtæki sem skráð er í Kauphöllinni. Landsvirkjun vinnur jafnt og þétt að því að bæta samkeppnisstöðu Íslands er kemur að raforkuvinnslu og umhverfismálum, en áhersla á jafnrétti kynja er eitt af lykilatriðunum til að ná þeim árangri. Ekki einungis jafnrétti þegar kemur að launum og kynjahlutfalli starfsfólks, heldur einnig að fjölbreytni njóti sín í fyrirtækjamenningunni. Árið 2019 fengum við hvatningarverðlaun jafnréttismála og nú er hlutfall kvenna og karla meðal framkvæmdastjóra orðið jafnt í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins. Sóknin heldur áfram. Jákvæður hvati við endurskoðun Það er eitt að leggja áherslu á jafnrétti í ákvörðunum og rekstri sem við sjálf sinnum, en ekki er síður mikilvægt að vera meðvituð og huga að sömu þáttum þegar kemur að þeirri þjónustu sem fyrirtæki sækja. Nýlegt dæmi er þegar Landsvirkjun ásamt dótturfélögum stóð að útboði á endurskoðun í samvinnu við Ríkisendurskoðun. Samkvæmt síðustu ársskýrslu Félags löggiltra endurskoðenda eru konur einungis 29% félagsmanna. Til þess að skapa jákvæðan hvata að jafna þetta hlutfall og stuðla að auknu jafnrétti og fjölbreytni í gæðum þjónustunnar settum við fram skilyrði í útboðinu um að tveir endurskoðendur árituðu ársuppgjör og könnuð hálfsársuppgjör Landsvirkjunar, en ekki einn eins og lágmarkið er. Einnig var sú krafa gerð, að þeir löggiltu endurskoðendur sem árituðu reikningsskil væru ekki af sama kyni. Þannig var skapaður hvati til að jafna kynjahlutföll þar sem á hallar. Svona hvata er hægt að nota víðar í þeirri þjónustu og ráðgjöf sem fyrirtæki þurfa á að halda. Við það ná fyrirtæki að skapa sér sérstöðu, sýna hagkvæmni í rekstri og bæta ákvarðanir. Styðjum við breytingar og fjölbreytni frá ýmsum hliðum, tökum höndum saman og tryggjum samkeppnishæfni Íslands og hagvöxt til framtíðar. Jöfnum stöðu kynjanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Landsvirkjun Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Samkeppnishæfni fyrirtækja og landa byggir á því að ná sérstöðu, hagkvæmni og taka betri ákvarðanir en aðrir. Reynir ekki síst á það í landi eins og okkar sem er smátt í alþjóðlegu samhengi. Ísland er þó í öfundsverðri stöðu þar sem landið er ríkt af auðlindum og mannauði, en við þurfum að nýta tækifærin og sækja áfram. Hvaða leiðir eru færar? Ef litið er á tölfræði þá kemur ein leið sterkt fram. Í skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company tók saman í maí á síðasta ári og kallast „Diversity wins“ eða „Fjölbreytileikinn sigrar“, var gerð greining á um eitt þúsund fyrirtækjum víða um heim þar sem rannsökuð voru, meðal annars, áhrif kynjajafnréttis á arðsemi. Ein af niðurstöðum skýrslunnar er að þau fyrirtæki sem voru með mesta fjölbreytni kynja í stjórnendalaginu væru að jafnaði 25% líklegri til að ná meiri arðsemi en þau sem byggðu á einsleitni. Þá gerði PwC sambærilega rannsókn á vegum eignastýringarfyrirtækisins Storebrand og mannúðarsamtakanna Care í Noregi árið 2019. Þar voru skoðuð 65 af stærstu skráðu fyrirtækjum Norðurlanda í kauphöllum, þar á meðal á Íslandi. Fyrirtæki sem voru hlutfallslega með fleiri konur í efsta stjórnendalagi og stjórn af þýðinu sýndu m.a. fram á meiri vöxt tekna, hærra hagnaðarhlutfall, meiri meðalarðsemi eiginfjár og færri ár þar sem tap var af rekstri. Af þessu má sjá að ein besta leið til sóknar er að jafna stöðu kynja. Ef litið er til vænts hagvaxtar og samkeppnisstöðu Íslands er viðkemur jafnrétti kynja þá eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Landið hefur t.a.m. vermt efsta sæti kynjajafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins í 12 ár, þó að fullkomnu jafnrétti sé síður en svo náð. Sóknarfærin eru víða, enn hallar til dæmis verulega á konur í efsta stjórnendalagi stærstu fyrirtækja landsins og engin kona leiðir fyrirtæki sem skráð er í Kauphöllinni. Landsvirkjun vinnur jafnt og þétt að því að bæta samkeppnisstöðu Íslands er kemur að raforkuvinnslu og umhverfismálum, en áhersla á jafnrétti kynja er eitt af lykilatriðunum til að ná þeim árangri. Ekki einungis jafnrétti þegar kemur að launum og kynjahlutfalli starfsfólks, heldur einnig að fjölbreytni njóti sín í fyrirtækjamenningunni. Árið 2019 fengum við hvatningarverðlaun jafnréttismála og nú er hlutfall kvenna og karla meðal framkvæmdastjóra orðið jafnt í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins. Sóknin heldur áfram. Jákvæður hvati við endurskoðun Það er eitt að leggja áherslu á jafnrétti í ákvörðunum og rekstri sem við sjálf sinnum, en ekki er síður mikilvægt að vera meðvituð og huga að sömu þáttum þegar kemur að þeirri þjónustu sem fyrirtæki sækja. Nýlegt dæmi er þegar Landsvirkjun ásamt dótturfélögum stóð að útboði á endurskoðun í samvinnu við Ríkisendurskoðun. Samkvæmt síðustu ársskýrslu Félags löggiltra endurskoðenda eru konur einungis 29% félagsmanna. Til þess að skapa jákvæðan hvata að jafna þetta hlutfall og stuðla að auknu jafnrétti og fjölbreytni í gæðum þjónustunnar settum við fram skilyrði í útboðinu um að tveir endurskoðendur árituðu ársuppgjör og könnuð hálfsársuppgjör Landsvirkjunar, en ekki einn eins og lágmarkið er. Einnig var sú krafa gerð, að þeir löggiltu endurskoðendur sem árituðu reikningsskil væru ekki af sama kyni. Þannig var skapaður hvati til að jafna kynjahlutföll þar sem á hallar. Svona hvata er hægt að nota víðar í þeirri þjónustu og ráðgjöf sem fyrirtæki þurfa á að halda. Við það ná fyrirtæki að skapa sér sérstöðu, sýna hagkvæmni í rekstri og bæta ákvarðanir. Styðjum við breytingar og fjölbreytni frá ýmsum hliðum, tökum höndum saman og tryggjum samkeppnishæfni Íslands og hagvöxt til framtíðar. Jöfnum stöðu kynjanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun