Segir Viðreisn hafa brugðist þolendum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. maí 2021 15:05 Katrín Kristjana Hjartardóttir, er einn af stofnendum Viðreisnar. aðsend Katrín Kristjana Hjartardóttir, einn af stofnendum Viðreisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í samtali við Vísi segir hún ástæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópavogi hafi brugðist þolendum. Hún tilkynnti um úrsögn sína á umræðusíðu félagsmanna Viðreisnar í dag. Þar rifjar hún upp sveitarstjórnarkosningarnar 2018 og listaval Viðreisnar í Kópavogi. „Við val þar sá ég fljótt að sagan yrði endurtekin með listaval, en það sem varð, sem mun fylgja flokknum alla tíð, er hvernig hann brást þolendum. Það eru vonbrigði sem Viðreisn í Kópavogi verður að gera upp við sig sjálf.“ Til þess að hafa það á hreinu þá er þessi skvís óflokksbundinn í fyrsta sinn síðan í barnæsku 🙏 Áfram allir með góðar skoðanir - held með ykkur 💗 pic.twitter.com/XpuuOFNULW— Katrín Kristjana (@KatrinKristjana) May 26, 2021 Vísir heyrði í Katrínu og spurði til hvers hún vísaði þarna. Hún segist þá eiga við framgöngu Einars Arnar Þorvarðarsonar, þegar hann starfaði sem framkvæmdastjóri Handknattleikssambandsins (HSÍ), í máli handboltaþjálfara sem var sakaður um kynferðislega áreitni gegn ungum stelpum sem hann þjálfaði. Einar Örn er nú bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi og sat í öðru sæti listans í sveitarstjórnarkosningunum. Ráðinn til annars félags innan HSÍ Fyrrverandi handboltakonan Bryndís Bjarnadóttir steig fram árið 2018 í viðtali hjá Vísi og greindi frá áreitni þjálfarans og lélegum viðbrögðum HSÍ. Þegar hún var fimmtán ára og spilaði með Val kom reyndur þjálfari inn í hópinn og fór að spjalla við hana í gegn um netið. „Hann vildi vera vinur minn og vann sér inn traust hjá mér. Nema að þessi maður var 15 árum eldri en ég og þjálfari minn. Alltaf gekk þetta lengra og lengra þar til það var orðið kynferðislegt. Hann var farinn að segja mér hvað ég ætti að gera við sjálfa mig og hvernig hann myndi vilja að við værum saman kynferðislega,“ sagði Bryndís. Þegar önnur stelpa kvartaði síðan undan áreitni þjálfarans steig Bryndís einnig fram. Þjálfarinn var þá rekinn frá Val en ráðinn til annars félags sem keppti í mótum á vegum HSÍ þegar Einar var framkvæmdastjóri HSÍ. Hringdi brjálaður eftir kvörtun Nokkrum vikum eftir að málið komst í fjölmiðla fór Viðreisn að stilla upp lista í Kópavogi. Katrín segist þá hafa látið formann Viðreisnar í Kópavogi á sínum tíma að hún gæti ekki stutt listann út af Einari. Þá hafi henni verið tjáð að mál þjálfarans ætti ekki að hafa nein áhrif á að Einar væri í forsvari fyrir flokkinn. „Við vorum að reyna að staðfesta okkur sem jafnréttisflokk og berjast um jafnlaunavottun fyrir kvennastéttir en svo var verið að senda þessi skilaboð uppi í Kópavogi.“ Hún hafi þá labbað út úr félaginu í Kópavogi. „Í kjölfarið hringir Einar í mig og eys yfir mig að ég sé að skemma mannorðið hans og kalla hann nauðgara – sem ég gerði aldrei og geri ekki. En hann tók ömurlegar ákvarðanir í þessu máli og gekkst aldrei við þeim. Mér fannst þetta bara sýna hver hans innri maður var.“ Katrín segist þrátt fyrir þetta allt styðja Viðreisn á landsvísu. Ákvörðun uppstillinganefndar flokksins í Kraganum fyrir komandi Alþingiskosningar þegar Benedikt Jóhannessyni, fyrsta formanni flokksins, var boðið neðsta sæti þegar hann sóttist eftir því efsta, hafi einnig haft áhrif á Katrínu. „Benedikt er svo ofboðslega flottur og valdeflandi fyrir ungt fólk og ungar konur í stjórnmálum. Það hafði einnig áhrif á ákvörðun mína um að segja mig úr flokknum. En ég fer ekki í neinum illindum; flokkurinn er með ótrúlega flotta hluti í gangi og það er margt flott fólk þarna. Ég hef ekkert út á flokkinn að setja heldur bara það hvernig ákveðin mál hafa atvikast.“ Viðreisn Kópavogur MeToo Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hún tilkynnti um úrsögn sína á umræðusíðu félagsmanna Viðreisnar í dag. Þar rifjar hún upp sveitarstjórnarkosningarnar 2018 og listaval Viðreisnar í Kópavogi. „Við val þar sá ég fljótt að sagan yrði endurtekin með listaval, en það sem varð, sem mun fylgja flokknum alla tíð, er hvernig hann brást þolendum. Það eru vonbrigði sem Viðreisn í Kópavogi verður að gera upp við sig sjálf.“ Til þess að hafa það á hreinu þá er þessi skvís óflokksbundinn í fyrsta sinn síðan í barnæsku 🙏 Áfram allir með góðar skoðanir - held með ykkur 💗 pic.twitter.com/XpuuOFNULW— Katrín Kristjana (@KatrinKristjana) May 26, 2021 Vísir heyrði í Katrínu og spurði til hvers hún vísaði þarna. Hún segist þá eiga við framgöngu Einars Arnar Þorvarðarsonar, þegar hann starfaði sem framkvæmdastjóri Handknattleikssambandsins (HSÍ), í máli handboltaþjálfara sem var sakaður um kynferðislega áreitni gegn ungum stelpum sem hann þjálfaði. Einar Örn er nú bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi og sat í öðru sæti listans í sveitarstjórnarkosningunum. Ráðinn til annars félags innan HSÍ Fyrrverandi handboltakonan Bryndís Bjarnadóttir steig fram árið 2018 í viðtali hjá Vísi og greindi frá áreitni þjálfarans og lélegum viðbrögðum HSÍ. Þegar hún var fimmtán ára og spilaði með Val kom reyndur þjálfari inn í hópinn og fór að spjalla við hana í gegn um netið. „Hann vildi vera vinur minn og vann sér inn traust hjá mér. Nema að þessi maður var 15 árum eldri en ég og þjálfari minn. Alltaf gekk þetta lengra og lengra þar til það var orðið kynferðislegt. Hann var farinn að segja mér hvað ég ætti að gera við sjálfa mig og hvernig hann myndi vilja að við værum saman kynferðislega,“ sagði Bryndís. Þegar önnur stelpa kvartaði síðan undan áreitni þjálfarans steig Bryndís einnig fram. Þjálfarinn var þá rekinn frá Val en ráðinn til annars félags sem keppti í mótum á vegum HSÍ þegar Einar var framkvæmdastjóri HSÍ. Hringdi brjálaður eftir kvörtun Nokkrum vikum eftir að málið komst í fjölmiðla fór Viðreisn að stilla upp lista í Kópavogi. Katrín segist þá hafa látið formann Viðreisnar í Kópavogi á sínum tíma að hún gæti ekki stutt listann út af Einari. Þá hafi henni verið tjáð að mál þjálfarans ætti ekki að hafa nein áhrif á að Einar væri í forsvari fyrir flokkinn. „Við vorum að reyna að staðfesta okkur sem jafnréttisflokk og berjast um jafnlaunavottun fyrir kvennastéttir en svo var verið að senda þessi skilaboð uppi í Kópavogi.“ Hún hafi þá labbað út úr félaginu í Kópavogi. „Í kjölfarið hringir Einar í mig og eys yfir mig að ég sé að skemma mannorðið hans og kalla hann nauðgara – sem ég gerði aldrei og geri ekki. En hann tók ömurlegar ákvarðanir í þessu máli og gekkst aldrei við þeim. Mér fannst þetta bara sýna hver hans innri maður var.“ Katrín segist þrátt fyrir þetta allt styðja Viðreisn á landsvísu. Ákvörðun uppstillinganefndar flokksins í Kraganum fyrir komandi Alþingiskosningar þegar Benedikt Jóhannessyni, fyrsta formanni flokksins, var boðið neðsta sæti þegar hann sóttist eftir því efsta, hafi einnig haft áhrif á Katrínu. „Benedikt er svo ofboðslega flottur og valdeflandi fyrir ungt fólk og ungar konur í stjórnmálum. Það hafði einnig áhrif á ákvörðun mína um að segja mig úr flokknum. En ég fer ekki í neinum illindum; flokkurinn er með ótrúlega flotta hluti í gangi og það er margt flott fólk þarna. Ég hef ekkert út á flokkinn að setja heldur bara það hvernig ákveðin mál hafa atvikast.“
Viðreisn Kópavogur MeToo Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09