Segir Viðreisn hafa brugðist þolendum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. maí 2021 15:05 Katrín Kristjana Hjartardóttir, er einn af stofnendum Viðreisnar. aðsend Katrín Kristjana Hjartardóttir, einn af stofnendum Viðreisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í samtali við Vísi segir hún ástæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópavogi hafi brugðist þolendum. Hún tilkynnti um úrsögn sína á umræðusíðu félagsmanna Viðreisnar í dag. Þar rifjar hún upp sveitarstjórnarkosningarnar 2018 og listaval Viðreisnar í Kópavogi. „Við val þar sá ég fljótt að sagan yrði endurtekin með listaval, en það sem varð, sem mun fylgja flokknum alla tíð, er hvernig hann brást þolendum. Það eru vonbrigði sem Viðreisn í Kópavogi verður að gera upp við sig sjálf.“ Til þess að hafa það á hreinu þá er þessi skvís óflokksbundinn í fyrsta sinn síðan í barnæsku 🙏 Áfram allir með góðar skoðanir - held með ykkur 💗 pic.twitter.com/XpuuOFNULW— Katrín Kristjana (@KatrinKristjana) May 26, 2021 Vísir heyrði í Katrínu og spurði til hvers hún vísaði þarna. Hún segist þá eiga við framgöngu Einars Arnar Þorvarðarsonar, þegar hann starfaði sem framkvæmdastjóri Handknattleikssambandsins (HSÍ), í máli handboltaþjálfara sem var sakaður um kynferðislega áreitni gegn ungum stelpum sem hann þjálfaði. Einar Örn er nú bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi og sat í öðru sæti listans í sveitarstjórnarkosningunum. Ráðinn til annars félags innan HSÍ Fyrrverandi handboltakonan Bryndís Bjarnadóttir steig fram árið 2018 í viðtali hjá Vísi og greindi frá áreitni þjálfarans og lélegum viðbrögðum HSÍ. Þegar hún var fimmtán ára og spilaði með Val kom reyndur þjálfari inn í hópinn og fór að spjalla við hana í gegn um netið. „Hann vildi vera vinur minn og vann sér inn traust hjá mér. Nema að þessi maður var 15 árum eldri en ég og þjálfari minn. Alltaf gekk þetta lengra og lengra þar til það var orðið kynferðislegt. Hann var farinn að segja mér hvað ég ætti að gera við sjálfa mig og hvernig hann myndi vilja að við værum saman kynferðislega,“ sagði Bryndís. Þegar önnur stelpa kvartaði síðan undan áreitni þjálfarans steig Bryndís einnig fram. Þjálfarinn var þá rekinn frá Val en ráðinn til annars félags sem keppti í mótum á vegum HSÍ þegar Einar var framkvæmdastjóri HSÍ. Hringdi brjálaður eftir kvörtun Nokkrum vikum eftir að málið komst í fjölmiðla fór Viðreisn að stilla upp lista í Kópavogi. Katrín segist þá hafa látið formann Viðreisnar í Kópavogi á sínum tíma að hún gæti ekki stutt listann út af Einari. Þá hafi henni verið tjáð að mál þjálfarans ætti ekki að hafa nein áhrif á að Einar væri í forsvari fyrir flokkinn. „Við vorum að reyna að staðfesta okkur sem jafnréttisflokk og berjast um jafnlaunavottun fyrir kvennastéttir en svo var verið að senda þessi skilaboð uppi í Kópavogi.“ Hún hafi þá labbað út úr félaginu í Kópavogi. „Í kjölfarið hringir Einar í mig og eys yfir mig að ég sé að skemma mannorðið hans og kalla hann nauðgara – sem ég gerði aldrei og geri ekki. En hann tók ömurlegar ákvarðanir í þessu máli og gekkst aldrei við þeim. Mér fannst þetta bara sýna hver hans innri maður var.“ Katrín segist þrátt fyrir þetta allt styðja Viðreisn á landsvísu. Ákvörðun uppstillinganefndar flokksins í Kraganum fyrir komandi Alþingiskosningar þegar Benedikt Jóhannessyni, fyrsta formanni flokksins, var boðið neðsta sæti þegar hann sóttist eftir því efsta, hafi einnig haft áhrif á Katrínu. „Benedikt er svo ofboðslega flottur og valdeflandi fyrir ungt fólk og ungar konur í stjórnmálum. Það hafði einnig áhrif á ákvörðun mína um að segja mig úr flokknum. En ég fer ekki í neinum illindum; flokkurinn er með ótrúlega flotta hluti í gangi og það er margt flott fólk þarna. Ég hef ekkert út á flokkinn að setja heldur bara það hvernig ákveðin mál hafa atvikast.“ Viðreisn Kópavogur MeToo Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Hún tilkynnti um úrsögn sína á umræðusíðu félagsmanna Viðreisnar í dag. Þar rifjar hún upp sveitarstjórnarkosningarnar 2018 og listaval Viðreisnar í Kópavogi. „Við val þar sá ég fljótt að sagan yrði endurtekin með listaval, en það sem varð, sem mun fylgja flokknum alla tíð, er hvernig hann brást þolendum. Það eru vonbrigði sem Viðreisn í Kópavogi verður að gera upp við sig sjálf.“ Til þess að hafa það á hreinu þá er þessi skvís óflokksbundinn í fyrsta sinn síðan í barnæsku 🙏 Áfram allir með góðar skoðanir - held með ykkur 💗 pic.twitter.com/XpuuOFNULW— Katrín Kristjana (@KatrinKristjana) May 26, 2021 Vísir heyrði í Katrínu og spurði til hvers hún vísaði þarna. Hún segist þá eiga við framgöngu Einars Arnar Þorvarðarsonar, þegar hann starfaði sem framkvæmdastjóri Handknattleikssambandsins (HSÍ), í máli handboltaþjálfara sem var sakaður um kynferðislega áreitni gegn ungum stelpum sem hann þjálfaði. Einar Örn er nú bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi og sat í öðru sæti listans í sveitarstjórnarkosningunum. Ráðinn til annars félags innan HSÍ Fyrrverandi handboltakonan Bryndís Bjarnadóttir steig fram árið 2018 í viðtali hjá Vísi og greindi frá áreitni þjálfarans og lélegum viðbrögðum HSÍ. Þegar hún var fimmtán ára og spilaði með Val kom reyndur þjálfari inn í hópinn og fór að spjalla við hana í gegn um netið. „Hann vildi vera vinur minn og vann sér inn traust hjá mér. Nema að þessi maður var 15 árum eldri en ég og þjálfari minn. Alltaf gekk þetta lengra og lengra þar til það var orðið kynferðislegt. Hann var farinn að segja mér hvað ég ætti að gera við sjálfa mig og hvernig hann myndi vilja að við værum saman kynferðislega,“ sagði Bryndís. Þegar önnur stelpa kvartaði síðan undan áreitni þjálfarans steig Bryndís einnig fram. Þjálfarinn var þá rekinn frá Val en ráðinn til annars félags sem keppti í mótum á vegum HSÍ þegar Einar var framkvæmdastjóri HSÍ. Hringdi brjálaður eftir kvörtun Nokkrum vikum eftir að málið komst í fjölmiðla fór Viðreisn að stilla upp lista í Kópavogi. Katrín segist þá hafa látið formann Viðreisnar í Kópavogi á sínum tíma að hún gæti ekki stutt listann út af Einari. Þá hafi henni verið tjáð að mál þjálfarans ætti ekki að hafa nein áhrif á að Einar væri í forsvari fyrir flokkinn. „Við vorum að reyna að staðfesta okkur sem jafnréttisflokk og berjast um jafnlaunavottun fyrir kvennastéttir en svo var verið að senda þessi skilaboð uppi í Kópavogi.“ Hún hafi þá labbað út úr félaginu í Kópavogi. „Í kjölfarið hringir Einar í mig og eys yfir mig að ég sé að skemma mannorðið hans og kalla hann nauðgara – sem ég gerði aldrei og geri ekki. En hann tók ömurlegar ákvarðanir í þessu máli og gekkst aldrei við þeim. Mér fannst þetta bara sýna hver hans innri maður var.“ Katrín segist þrátt fyrir þetta allt styðja Viðreisn á landsvísu. Ákvörðun uppstillinganefndar flokksins í Kraganum fyrir komandi Alþingiskosningar þegar Benedikt Jóhannessyni, fyrsta formanni flokksins, var boðið neðsta sæti þegar hann sóttist eftir því efsta, hafi einnig haft áhrif á Katrínu. „Benedikt er svo ofboðslega flottur og valdeflandi fyrir ungt fólk og ungar konur í stjórnmálum. Það hafði einnig áhrif á ákvörðun mína um að segja mig úr flokknum. En ég fer ekki í neinum illindum; flokkurinn er með ótrúlega flotta hluti í gangi og það er margt flott fólk þarna. Ég hef ekkert út á flokkinn að setja heldur bara það hvernig ákveðin mál hafa atvikast.“
Viðreisn Kópavogur MeToo Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Sjá meira
Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. 21. maí 2021 12:09