Eyjakonur geta í kvöld komist í lokaúrslitin í fyrsta sinn í sextán ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2021 15:30 Lina Cardell og félagar í ÍBV-liðinu geta endað sextán ára bið í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Valskonur og Eyjakonur geta í kvöld tryggt sér sæti í úrslitaeinvígi Íslandsmóts Olís deildar kvenna í handbolta en bæði liðin eru 1-0 yfir í undanúrslitaeinvígum sínum. ÍBV og Valur eru bæði í dauðafæri eftir útisigra í fyrsta leik um helgina og fá því heimaleik í kvöld. ÍBV vann nauman 27-26 sigur á deildarmeisturum KA/Þór á Akureyri en Valskonur unnu sannfærandi 28-22 sigur á Fram í Safamýrinni. Lið KA/Þór og Fram enduðu í tveimur efstu sætunum í deildarkeppninni en eru nú bæði í þeirri stöðu að þurfa að vinna í kvöld því annars eru liðin komin í sumarfrí. KA/Þór og Fram voru að spila sinn sinn fyrsta leik í úrslitakeppni um helgina en þau sátu hjá í fyrstu umferðinni. Valskonur hafa verið fastagestir í lokaúrslitunum undanfarin ár og geta komist þangað í þriðju úrslitakeppninni í röð. Það er aftur á móti langt síðan Eyjakonur komust svo langt. Takist Eyjaliðinu að tryggja sig inn í úrslitaeinvígið í kvöld verður það í fyrsta sinn í sextán ár sem ÍBV spilar um Íslandsmeistaratitil kvenna. ÍBV komst síðast í lokaúrslitin vorið 2005 þar sem liðið tapaði á móti Haukum. Síðasti Íslandsmeistaratitill ÍBV liðsins vannst hins vegar árið 2006 en þá var engin úrslitakeppni. Báðir leikirnir í kvöld verða sýndir beint á Stöð 2 Sport, leikur ÍBV og KA/Þór klukkan 18.00 og leikur Vals og Fram klukkan 19.40. Eftir leikina mun Seinni bylgjan gera upp báða leikina. Félög í lokaúrslitum kvenna 2009-2019: Fram 8 sinnum (2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2017, 2018, 2019) Stjarnan 6 sinnum (2009, 2013, 2014, 2015, 2016, 2017) Valur 6 sinnum (2010, 2011, 2012, 2014, 2018, 2019) Grótta 2 sinnum (2015, 2016) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Valur ÍBV Fram KA Þór Akureyri Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
ÍBV og Valur eru bæði í dauðafæri eftir útisigra í fyrsta leik um helgina og fá því heimaleik í kvöld. ÍBV vann nauman 27-26 sigur á deildarmeisturum KA/Þór á Akureyri en Valskonur unnu sannfærandi 28-22 sigur á Fram í Safamýrinni. Lið KA/Þór og Fram enduðu í tveimur efstu sætunum í deildarkeppninni en eru nú bæði í þeirri stöðu að þurfa að vinna í kvöld því annars eru liðin komin í sumarfrí. KA/Þór og Fram voru að spila sinn sinn fyrsta leik í úrslitakeppni um helgina en þau sátu hjá í fyrstu umferðinni. Valskonur hafa verið fastagestir í lokaúrslitunum undanfarin ár og geta komist þangað í þriðju úrslitakeppninni í röð. Það er aftur á móti langt síðan Eyjakonur komust svo langt. Takist Eyjaliðinu að tryggja sig inn í úrslitaeinvígið í kvöld verður það í fyrsta sinn í sextán ár sem ÍBV spilar um Íslandsmeistaratitil kvenna. ÍBV komst síðast í lokaúrslitin vorið 2005 þar sem liðið tapaði á móti Haukum. Síðasti Íslandsmeistaratitill ÍBV liðsins vannst hins vegar árið 2006 en þá var engin úrslitakeppni. Báðir leikirnir í kvöld verða sýndir beint á Stöð 2 Sport, leikur ÍBV og KA/Þór klukkan 18.00 og leikur Vals og Fram klukkan 19.40. Eftir leikina mun Seinni bylgjan gera upp báða leikina. Félög í lokaúrslitum kvenna 2009-2019: Fram 8 sinnum (2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2017, 2018, 2019) Stjarnan 6 sinnum (2009, 2013, 2014, 2015, 2016, 2017) Valur 6 sinnum (2010, 2011, 2012, 2014, 2018, 2019) Grótta 2 sinnum (2015, 2016) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Félög í lokaúrslitum kvenna 2009-2019: Fram 8 sinnum (2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2017, 2018, 2019) Stjarnan 6 sinnum (2009, 2013, 2014, 2015, 2016, 2017) Valur 6 sinnum (2010, 2011, 2012, 2014, 2018, 2019) Grótta 2 sinnum (2015, 2016)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Valur ÍBV Fram KA Þór Akureyri Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira