Sósíalistar vilja lækka skatta og láta hin ríku borga Andri Sigurðsson skrifar 26. maí 2021 06:00 Ólíkt Sjálfstæðisflokknum og þeim stjórnmálaflokkum sem hafa verið við völd síðustu áratugi vilja sósíalistar lækka skatta á almenning, hætta að skattleggja fátækt. Í nýjum tillögum flokksins er lagt til mikla lækkun tekjuskatts á miðlungstekjur og þar undir auk hækkunar persónuafsláttar, barnabóta og húsnæðisbóta. Þá viljum við sósíalistar vinda ofan af gjaldtöku nýfrjálshyggju áranna fyrir opinbera þjónustu og innviði sem við teljum ósanngjarna og aðeins til þess fallna að styðja við markmið hægrisins um einkavæðingu þessara sömu innvitað. Almenningur á ekki að þurfa að greiða stórar fjárhæðir fyrir lyf eða heimsóknir til heimilislæknis. Almenningur á ekki að þurfa að fá reikning fyrir akstri með sjúkrabíl þegar slys verða. Við Íslendingar áttum heilbrigðiskerfi sem var aðgengilegt öllum án endurgjalds. Það er markmið sósíalista að svo verði aftur. Staðreyndin er sú að síðustu áratugi hefur skattheimta markvisst verið færð frá ríkasta fólkinu í samfélaginu yfir á verka- og launafólk. Aðeins skattar á hin allra ríkustu hafa lækkað síðan á tíunda áratugnum. Þetta sýna gögn svart á hvítu. Þvert á það sem Sjálfstæðisflokkurinn heldur fram hefur sá flokkur ekki gert neitt nema hækka skatta og auka gjaldtöku á almenning. Þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp fyrir um þremur áratugum greiddi fólk á lágmarkslaunum enga skatta. Í dag greiða þau sem eru á lágmarkslaunum um 17% af tekjum sínum í skatt þó vitað sé að þetta fólk lifi við ómannsæmandi aðstæður og fátækt í einu ríkasta landi heims. Sósíalistar vilja: ●Hætta skattlagningu fátæktar og lágmarkslauna ●Verulega lækkun skatta á miðlungs og lægri tekjur sem nemur um 700 þús. kr. á ári. ●Hækkun barnabóta upp í 50 þús. kr á mánuði fyrir hvert barn. ●Hækkun húsnæðisbóta og að enginn þurfi að borga meira en fjórðung af tekjum sínum í húsnæðiskostnað. ●Að gjaldtöku verði hætt fyrir tekjulægstu hópanna í heilbrigðisþjónustunni, menntakerfinu og öðrum grunnkerfum opinberrar þjónustu. Ójöfnuður í samfélaginu hefur vaxið gríðarlega síðustu áratugi, ýmiss konar gjaldtaka hækkað, og húsnæðiskostnaður fólks aukist mikið. Það er kominn tími til að snúa dæminu við og byggja upp samfélag með þarfir fólksins að leiðar ljósi. Sósíalistar vilja lækka skatta á almenning því stjórnmálaflokkar hinna ríku hafa ekki gert annað en að hækka þá undanfarnar áratugi. Sósíalistar vilja þar að auki lækka húsnæðiskostnað almennings með byggingu 30 þúsund íbúða á tíu árum inn í opinbert og félagslegt húsnæðiskerfi í takt við verkamannabústaðakerfið sáluga. Tökum völdin af auðstéttinni í komandi kosningum og byggjum upp gott samfélag fyrir alla, ekki aðeins hin fáu ríku. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokk Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Ólíkt Sjálfstæðisflokknum og þeim stjórnmálaflokkum sem hafa verið við völd síðustu áratugi vilja sósíalistar lækka skatta á almenning, hætta að skattleggja fátækt. Í nýjum tillögum flokksins er lagt til mikla lækkun tekjuskatts á miðlungstekjur og þar undir auk hækkunar persónuafsláttar, barnabóta og húsnæðisbóta. Þá viljum við sósíalistar vinda ofan af gjaldtöku nýfrjálshyggju áranna fyrir opinbera þjónustu og innviði sem við teljum ósanngjarna og aðeins til þess fallna að styðja við markmið hægrisins um einkavæðingu þessara sömu innvitað. Almenningur á ekki að þurfa að greiða stórar fjárhæðir fyrir lyf eða heimsóknir til heimilislæknis. Almenningur á ekki að þurfa að fá reikning fyrir akstri með sjúkrabíl þegar slys verða. Við Íslendingar áttum heilbrigðiskerfi sem var aðgengilegt öllum án endurgjalds. Það er markmið sósíalista að svo verði aftur. Staðreyndin er sú að síðustu áratugi hefur skattheimta markvisst verið færð frá ríkasta fólkinu í samfélaginu yfir á verka- og launafólk. Aðeins skattar á hin allra ríkustu hafa lækkað síðan á tíunda áratugnum. Þetta sýna gögn svart á hvítu. Þvert á það sem Sjálfstæðisflokkurinn heldur fram hefur sá flokkur ekki gert neitt nema hækka skatta og auka gjaldtöku á almenning. Þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp fyrir um þremur áratugum greiddi fólk á lágmarkslaunum enga skatta. Í dag greiða þau sem eru á lágmarkslaunum um 17% af tekjum sínum í skatt þó vitað sé að þetta fólk lifi við ómannsæmandi aðstæður og fátækt í einu ríkasta landi heims. Sósíalistar vilja: ●Hætta skattlagningu fátæktar og lágmarkslauna ●Verulega lækkun skatta á miðlungs og lægri tekjur sem nemur um 700 þús. kr. á ári. ●Hækkun barnabóta upp í 50 þús. kr á mánuði fyrir hvert barn. ●Hækkun húsnæðisbóta og að enginn þurfi að borga meira en fjórðung af tekjum sínum í húsnæðiskostnað. ●Að gjaldtöku verði hætt fyrir tekjulægstu hópanna í heilbrigðisþjónustunni, menntakerfinu og öðrum grunnkerfum opinberrar þjónustu. Ójöfnuður í samfélaginu hefur vaxið gríðarlega síðustu áratugi, ýmiss konar gjaldtaka hækkað, og húsnæðiskostnaður fólks aukist mikið. Það er kominn tími til að snúa dæminu við og byggja upp samfélag með þarfir fólksins að leiðar ljósi. Sósíalistar vilja lækka skatta á almenning því stjórnmálaflokkar hinna ríku hafa ekki gert annað en að hækka þá undanfarnar áratugi. Sósíalistar vilja þar að auki lækka húsnæðiskostnað almennings með byggingu 30 þúsund íbúða á tíu árum inn í opinbert og félagslegt húsnæðiskerfi í takt við verkamannabústaðakerfið sáluga. Tökum völdin af auðstéttinni í komandi kosningum og byggjum upp gott samfélag fyrir alla, ekki aðeins hin fáu ríku. Höfundur er hönnuður og félagi í Sósíalistaflokk Íslands.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun