Finnst við eiga meira skilið úr þessu tímabili Dagbjört Lena skrifar 24. maí 2021 18:36 Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram. vísir/vilhelm Sebastian Alexandersson var ótrúlegt en satt ekki það glaður er hann mætti í viðtal eftir tólf marka sigur Fram á Gróttu í Olís deild karla í handbolta í dag. „Eins og ég er ánægður með framkvæmdina á leiknum sem slíkum þá er ég ekkert í góðu skapi. Það er staðfest núna að við förum ekki í átta liða úrslit og ég er alltaf ósáttur ef ég næ ekki markmiðum mínum. En það er engum um það að kenna nema okkur sjálfum. Við erum búnir að henda frá okkur þremur stigum í vetur og það er ótrúlegt að eins árs vinna sé að fara í vaskinn útaf nokkrum andartökum. Það er súrt að kyngja því en svona er þetta bara. Smáatriðin skipta máli þegar uppi er staðið.“ „Eftir síðasta leik á móti Selfossi, sem var svona eini leikurinn í vetur þar sem við vorum bara gjörsamlega úr karakter og ólíkir sjálfum okkur og þeim gildum sem stöndum fyrir. Við höfum spilað hörkuleiki í allan vetur. Við höfum alveg átt slæman dag en alltaf spilað hörkuleiki á móti öllum andstæðingunum í deildinni og mér finnst við eiga meira skilið úr þessu tímabili. En eins og ég segi, það voru alltof margir hörkuleikir sem fóru vitlausu megin en þessi þrjú stig, þessi tvö á móti ÍBV og þetta óþarfa jafntefli á móti Stjörnunni situr alveg rosalega í mér og ég verð alveg í mörg ár að jafna mig á því.“ Fram unnu öruggan tólf marka sigur á Gróttu, 32-20. Þeir spiluðu virkilega vel bæði varnarlega og sóknarlega en þeir hafa átt erfitt uppdráttar núna seinni part tímabilsins. „Strákarnir voru frábærir í dag, svo ég snúi mér að jákvæðari hlutum. Við fundum varnarleikinn okkar aftur og markvarslan kom strax með og hraðaupphlaupin voru góð. Sóknarleikurinn rúllaði fínt og margir með framlag og allir sem komu inná gerðu eitthvað gott. Það voru líka margar skemmtilegar fléttur sem við settum upp í í dag sem virkuðu og bara mjög gaman.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Fram Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
„Eins og ég er ánægður með framkvæmdina á leiknum sem slíkum þá er ég ekkert í góðu skapi. Það er staðfest núna að við förum ekki í átta liða úrslit og ég er alltaf ósáttur ef ég næ ekki markmiðum mínum. En það er engum um það að kenna nema okkur sjálfum. Við erum búnir að henda frá okkur þremur stigum í vetur og það er ótrúlegt að eins árs vinna sé að fara í vaskinn útaf nokkrum andartökum. Það er súrt að kyngja því en svona er þetta bara. Smáatriðin skipta máli þegar uppi er staðið.“ „Eftir síðasta leik á móti Selfossi, sem var svona eini leikurinn í vetur þar sem við vorum bara gjörsamlega úr karakter og ólíkir sjálfum okkur og þeim gildum sem stöndum fyrir. Við höfum spilað hörkuleiki í allan vetur. Við höfum alveg átt slæman dag en alltaf spilað hörkuleiki á móti öllum andstæðingunum í deildinni og mér finnst við eiga meira skilið úr þessu tímabili. En eins og ég segi, það voru alltof margir hörkuleikir sem fóru vitlausu megin en þessi þrjú stig, þessi tvö á móti ÍBV og þetta óþarfa jafntefli á móti Stjörnunni situr alveg rosalega í mér og ég verð alveg í mörg ár að jafna mig á því.“ Fram unnu öruggan tólf marka sigur á Gróttu, 32-20. Þeir spiluðu virkilega vel bæði varnarlega og sóknarlega en þeir hafa átt erfitt uppdráttar núna seinni part tímabilsins. „Strákarnir voru frábærir í dag, svo ég snúi mér að jákvæðari hlutum. Við fundum varnarleikinn okkar aftur og markvarslan kom strax með og hraðaupphlaupin voru góð. Sóknarleikurinn rúllaði fínt og margir með framlag og allir sem komu inná gerðu eitthvað gott. Það voru líka margar skemmtilegar fléttur sem við settum upp í í dag sem virkuðu og bara mjög gaman.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Fram Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira