Finnst við eiga meira skilið úr þessu tímabili Dagbjört Lena skrifar 24. maí 2021 18:36 Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram. vísir/vilhelm Sebastian Alexandersson var ótrúlegt en satt ekki það glaður er hann mætti í viðtal eftir tólf marka sigur Fram á Gróttu í Olís deild karla í handbolta í dag. „Eins og ég er ánægður með framkvæmdina á leiknum sem slíkum þá er ég ekkert í góðu skapi. Það er staðfest núna að við förum ekki í átta liða úrslit og ég er alltaf ósáttur ef ég næ ekki markmiðum mínum. En það er engum um það að kenna nema okkur sjálfum. Við erum búnir að henda frá okkur þremur stigum í vetur og það er ótrúlegt að eins árs vinna sé að fara í vaskinn útaf nokkrum andartökum. Það er súrt að kyngja því en svona er þetta bara. Smáatriðin skipta máli þegar uppi er staðið.“ „Eftir síðasta leik á móti Selfossi, sem var svona eini leikurinn í vetur þar sem við vorum bara gjörsamlega úr karakter og ólíkir sjálfum okkur og þeim gildum sem stöndum fyrir. Við höfum spilað hörkuleiki í allan vetur. Við höfum alveg átt slæman dag en alltaf spilað hörkuleiki á móti öllum andstæðingunum í deildinni og mér finnst við eiga meira skilið úr þessu tímabili. En eins og ég segi, það voru alltof margir hörkuleikir sem fóru vitlausu megin en þessi þrjú stig, þessi tvö á móti ÍBV og þetta óþarfa jafntefli á móti Stjörnunni situr alveg rosalega í mér og ég verð alveg í mörg ár að jafna mig á því.“ Fram unnu öruggan tólf marka sigur á Gróttu, 32-20. Þeir spiluðu virkilega vel bæði varnarlega og sóknarlega en þeir hafa átt erfitt uppdráttar núna seinni part tímabilsins. „Strákarnir voru frábærir í dag, svo ég snúi mér að jákvæðari hlutum. Við fundum varnarleikinn okkar aftur og markvarslan kom strax með og hraðaupphlaupin voru góð. Sóknarleikurinn rúllaði fínt og margir með framlag og allir sem komu inná gerðu eitthvað gott. Það voru líka margar skemmtilegar fléttur sem við settum upp í í dag sem virkuðu og bara mjög gaman.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Fram Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
„Eins og ég er ánægður með framkvæmdina á leiknum sem slíkum þá er ég ekkert í góðu skapi. Það er staðfest núna að við förum ekki í átta liða úrslit og ég er alltaf ósáttur ef ég næ ekki markmiðum mínum. En það er engum um það að kenna nema okkur sjálfum. Við erum búnir að henda frá okkur þremur stigum í vetur og það er ótrúlegt að eins árs vinna sé að fara í vaskinn útaf nokkrum andartökum. Það er súrt að kyngja því en svona er þetta bara. Smáatriðin skipta máli þegar uppi er staðið.“ „Eftir síðasta leik á móti Selfossi, sem var svona eini leikurinn í vetur þar sem við vorum bara gjörsamlega úr karakter og ólíkir sjálfum okkur og þeim gildum sem stöndum fyrir. Við höfum spilað hörkuleiki í allan vetur. Við höfum alveg átt slæman dag en alltaf spilað hörkuleiki á móti öllum andstæðingunum í deildinni og mér finnst við eiga meira skilið úr þessu tímabili. En eins og ég segi, það voru alltof margir hörkuleikir sem fóru vitlausu megin en þessi þrjú stig, þessi tvö á móti ÍBV og þetta óþarfa jafntefli á móti Stjörnunni situr alveg rosalega í mér og ég verð alveg í mörg ár að jafna mig á því.“ Fram unnu öruggan tólf marka sigur á Gróttu, 32-20. Þeir spiluðu virkilega vel bæði varnarlega og sóknarlega en þeir hafa átt erfitt uppdráttar núna seinni part tímabilsins. „Strákarnir voru frábærir í dag, svo ég snúi mér að jákvæðari hlutum. Við fundum varnarleikinn okkar aftur og markvarslan kom strax með og hraðaupphlaupin voru góð. Sóknarleikurinn rúllaði fínt og margir með framlag og allir sem komu inná gerðu eitthvað gott. Það voru líka margar skemmtilegar fléttur sem við settum upp í í dag sem virkuðu og bara mjög gaman.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Fram Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira