„Pínu með í maganum“ að fylgjast með háskaförinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2021 13:10 Árný Ingvarsdóttir er framkvæmdastjóri Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna. Heimir og Sigurður hafa safnað áheitum fyrir félagið með ferð sinni á Everest. Samsett Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson komust á topp Everest-fjalls í gærkvöldi. Félagarnir hafa safnað áheitum fyrir Umhyggju en framkvæmdastjóri félagsins segist oft hafa verið hrædd um þá á ferðalaginu, sem ekki gekk áfallalaust fyrir sig. „Náðum toppi Everest, bæði Heimir og Siggi, og líður báðum vel,“ segir í tilkynningu frá Sigurði sem send var í gegnum staðsetningarbúnað hans í gærkvöldi. Heimir og Sigurður komu til Nepal til að klífa hæsta fjall heims 23. mars og voru í hæðaraðlögun í grunnbúðum Everest síðustu sex vikur. Á von á því að heyra í þeim í dag Þeir eru nú á niðurleið en Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna, sem þeir félagar hafa safnað áheitum fyrir með ferð sinni, á von á að heyra í þeim í dag. „Við erum algjörlega í sjöunda himni, í orðsins fyllstu merkingu í þessu tilfelli. Það er bara frábært hvað þetta hefur gengið vel og frábært að þeir hafi náð þessum áfanga og að við höfum fengið að taka þátt í því. Nú bíðum við spennt eftir að heyra frá þeim,“ segir Árný en á aðra milljón króna hefur nú safnast í gegnum áheitin. Covid og hnémeiðsli settu strik í reikninginn Hún segir þau hjá Umhyggju oft hafa verið hrædd um þá félaga en ferð þeirra hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Ég get nú ekki annað sagt en maður hafi verið með pínu í maganum á köflum. Í fyrsta lagi hefur þetta verið fyrir þá eins og að þræða nálarauga að komast þarna klakklaust upp í ljósi kórónuveirufaraldursins, það kom náttúrulega upp töluvert mikið smit í grunnbúðum þannig að þeir hafa þurft að halda sig mjög mikið til hlés. Og þetta hefur verið aðeins öðruvísi en þetta hefði verið annars,“ segir Árný. „Síðan slasaðist Sigurður á hné á tímabili og var ekki ljóst hvort hann kæmist yfir höfuð á toppinn.“ Fyrir göngu þeirra Heimis og Sigurðar höfðu níu Íslendingar komist á topp Everest; fyrstir voru þeir Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon árið 1997. Vilborg Arna Gissurardóttir kleif Everst fyrst íslenskra kvenna árið 2017 - og sú eina hingað til. Fjallamennska Nepal Everest Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23 Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum. 16. maí 2021 16:46 Íslensku garparnir stefna á tind Everest í kvöld Íslensku göngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hyggjast reyna að klífa tind Everest-fjalls í kvöld. 15. maí 2021 14:07 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
„Náðum toppi Everest, bæði Heimir og Siggi, og líður báðum vel,“ segir í tilkynningu frá Sigurði sem send var í gegnum staðsetningarbúnað hans í gærkvöldi. Heimir og Sigurður komu til Nepal til að klífa hæsta fjall heims 23. mars og voru í hæðaraðlögun í grunnbúðum Everest síðustu sex vikur. Á von á því að heyra í þeim í dag Þeir eru nú á niðurleið en Árný Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju, styrktarfélags langveikra barna, sem þeir félagar hafa safnað áheitum fyrir með ferð sinni, á von á að heyra í þeim í dag. „Við erum algjörlega í sjöunda himni, í orðsins fyllstu merkingu í þessu tilfelli. Það er bara frábært hvað þetta hefur gengið vel og frábært að þeir hafi náð þessum áfanga og að við höfum fengið að taka þátt í því. Nú bíðum við spennt eftir að heyra frá þeim,“ segir Árný en á aðra milljón króna hefur nú safnast í gegnum áheitin. Covid og hnémeiðsli settu strik í reikninginn Hún segir þau hjá Umhyggju oft hafa verið hrædd um þá félaga en ferð þeirra hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. „Ég get nú ekki annað sagt en maður hafi verið með pínu í maganum á köflum. Í fyrsta lagi hefur þetta verið fyrir þá eins og að þræða nálarauga að komast þarna klakklaust upp í ljósi kórónuveirufaraldursins, það kom náttúrulega upp töluvert mikið smit í grunnbúðum þannig að þeir hafa þurft að halda sig mjög mikið til hlés. Og þetta hefur verið aðeins öðruvísi en þetta hefði verið annars,“ segir Árný. „Síðan slasaðist Sigurður á hné á tímabili og var ekki ljóst hvort hann kæmist yfir höfuð á toppinn.“ Fyrir göngu þeirra Heimis og Sigurðar höfðu níu Íslendingar komist á topp Everest; fyrstir voru þeir Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon árið 1997. Vilborg Arna Gissurardóttir kleif Everst fyrst íslenskra kvenna árið 2017 - og sú eina hingað til.
Fjallamennska Nepal Everest Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23 Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum. 16. maí 2021 16:46 Íslensku garparnir stefna á tind Everest í kvöld Íslensku göngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hyggjast reyna að klífa tind Everest-fjalls í kvöld. 15. maí 2021 14:07 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. 23. maí 2021 23:23
Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum. 16. maí 2021 16:46
Íslensku garparnir stefna á tind Everest í kvöld Íslensku göngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hyggjast reyna að klífa tind Everest-fjalls í kvöld. 15. maí 2021 14:07