Heimir og Sigurður náðu toppi Everest-fjalls Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2021 23:23 Heimir og Sigurður hafa náð toppi Everest með fána umhyggju með í för. Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa náð toppi Mount Everest, hæsta fjalls í heimi. „Náðum báðir toppi Everest, Heimir og Siggi, og líður báðum vel,“ segir í skilaboðum sem Sigurður hefur sent frá sér í gegn um staðsetningarbúnað sinn. Félagarnir tveir eru í áheitasöfnun fyrir Umhyggju, styrktarfélag langveikra barna. Þeir hafa verið í Nepal síðan 23. mars og í hæðaraðlögun í grunnbúðum Everest síðustu sex vikur. Fyrir um þremur vikum varð tvíeykið fyrir nokkru áfalli, en Sigurður sneri sig illa á hné í æfingagöngu og þjáðist mjög á leið aftur í grunnbúðirnar. Í samráði við sérfræðinga hér heima var tekin ákvörðun um að hann myndi verja fimm dögum í að styrkja hnéð. Það gekk þó ekki eftir og eftir sjö daga var hann enn sárþjáður og því flogið með hann til Katmandú, höfuðborgar Nepal, til að koma honum undir læknishendur. Sigurður fór í sneiðmyndatöku og endurhæfing hófst. Hún gekk vonum framar og var hann fljótlega farinn að geta sett álag umfram eiginþyngd á hnéð. Fimm dögum síðar var ákveðið að snúa aftur í grunnbúðir. Í umfjöllun um þá félaga fyrir viku síðan kom fram að þeir ætluðu sér að nýta veðurglugga milli 21. og 23. maí til að ná toppi Everest með fána Umhyggju með í för og viti menn, þeir hafa náð toppnum. Eftirtaldir Íslendingar hafa komist á topp Everest (nafn og ártal): Björn Ólafsson 1997 Einar Stefánsson 1997 Hallgrímur Magnússon 1997 Haraldur Örn Ólafsson 2002 Leifur Örn Svavarsson 2013 og 2019 Ingólfur Geir Gissurarson 2013 Vilborg Arna Gissurardóttir 2017 Bjarni Ármannsson 2019 Lýður Guðmundsson 2019 Heimir Fannar Hallgrímsson 2021 Sigurður Bjarni Sveinsson 2021 Everest Íslendingar erlendis Fjallamennska Góðverk Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis Lífið samstarf Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
„Náðum báðir toppi Everest, Heimir og Siggi, og líður báðum vel,“ segir í skilaboðum sem Sigurður hefur sent frá sér í gegn um staðsetningarbúnað sinn. Félagarnir tveir eru í áheitasöfnun fyrir Umhyggju, styrktarfélag langveikra barna. Þeir hafa verið í Nepal síðan 23. mars og í hæðaraðlögun í grunnbúðum Everest síðustu sex vikur. Fyrir um þremur vikum varð tvíeykið fyrir nokkru áfalli, en Sigurður sneri sig illa á hné í æfingagöngu og þjáðist mjög á leið aftur í grunnbúðirnar. Í samráði við sérfræðinga hér heima var tekin ákvörðun um að hann myndi verja fimm dögum í að styrkja hnéð. Það gekk þó ekki eftir og eftir sjö daga var hann enn sárþjáður og því flogið með hann til Katmandú, höfuðborgar Nepal, til að koma honum undir læknishendur. Sigurður fór í sneiðmyndatöku og endurhæfing hófst. Hún gekk vonum framar og var hann fljótlega farinn að geta sett álag umfram eiginþyngd á hnéð. Fimm dögum síðar var ákveðið að snúa aftur í grunnbúðir. Í umfjöllun um þá félaga fyrir viku síðan kom fram að þeir ætluðu sér að nýta veðurglugga milli 21. og 23. maí til að ná toppi Everest með fána Umhyggju með í för og viti menn, þeir hafa náð toppnum. Eftirtaldir Íslendingar hafa komist á topp Everest (nafn og ártal): Björn Ólafsson 1997 Einar Stefánsson 1997 Hallgrímur Magnússon 1997 Haraldur Örn Ólafsson 2002 Leifur Örn Svavarsson 2013 og 2019 Ingólfur Geir Gissurarson 2013 Vilborg Arna Gissurardóttir 2017 Bjarni Ármannsson 2019 Lýður Guðmundsson 2019 Heimir Fannar Hallgrímsson 2021 Sigurður Bjarni Sveinsson 2021
Everest Íslendingar erlendis Fjallamennska Góðverk Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis Lífið samstarf Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira