Segir ríkið mismuna íbúum með engri heilbrigðisþjónustu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. maí 2021 13:48 Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Garður og Sandgerði og þar búa um 3700 íbúar. Fyrir þó nokkrum árum voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. Bæjarstjóri Suðurnesjabæjar segir ríkið mismuna íbúum sveitarfélagsins með engri heilbrigðisþjónustu. Um sé að ræða eina sveitarfélagið á landinu þar sem íbúar fái enga heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Garður og Sandgerði og þar búa um 3700 íbúar. Fyrir þó nokkrum árum voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. „Íbúar Suðurnesjabæjar eiga ekki kost á því að njóta heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, hvorki er um að ræða heilsugæslu eða staðdvöl fyrir aldraða. Það er einfaldlega engin slík þjónusta á vegum ríkisins og íbúarnir þurfa að sækja sér þjónustu annað,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar. Meðal annars til heilbrigðisstofnunar Suðurnesja en þar sé ástandið ekki gott. „Það eru hátt í fjögur þúsund manns á Suðurnesjunum sem sækja heilbrigðisþjónustu til heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu vegna ástandsins,“ segir Magnús og bætir við að það eigi meðal annars við um íbúa í Garði og Sandgerði. Bæjaryfirvöld hafa unnið að málinu mánuðum saman í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og hafa undanfarna mánuði þrýst á ríkið að bæta úr. Bæjaryfirvöld hafa átt fund með heilbrigðisráðherra. „Við gerðum grein fyrir okkar sjónarmiðum í þessu eina ferðina enn,“ segir Magnús. Hann bendir á að í þessu felist mismunun gagnvart íbúum Suðurnesjabæjar. „Því að lögin segja að íbúar eigi rétt á heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Eftir því sem ég kemst næst þá er Suðurnesjabær eina sveitarfélagið á landinu þar sem er ekki nein heilbrigðisþjónusta veitt íbúunum í sinni heimabyggð, þannig okkur finnst þetta auðvitað ekki ganga upp svona,“ segir Magnús. Bæjaryfirvöld muni þrýsta áfram á ríkið. „Að sjálfsögðu gerum við það þangað til að árangur næst í málinu,“ segir Magnús. Heilbrigðismál Suðurnesjabær Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilsugæsla Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Garður og Sandgerði og þar búa um 3700 íbúar. Fyrir þó nokkrum árum voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. „Íbúar Suðurnesjabæjar eiga ekki kost á því að njóta heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, hvorki er um að ræða heilsugæslu eða staðdvöl fyrir aldraða. Það er einfaldlega engin slík þjónusta á vegum ríkisins og íbúarnir þurfa að sækja sér þjónustu annað,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar. Meðal annars til heilbrigðisstofnunar Suðurnesja en þar sé ástandið ekki gott. „Það eru hátt í fjögur þúsund manns á Suðurnesjunum sem sækja heilbrigðisþjónustu til heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu vegna ástandsins,“ segir Magnús og bætir við að það eigi meðal annars við um íbúa í Garði og Sandgerði. Bæjaryfirvöld hafa unnið að málinu mánuðum saman í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og hafa undanfarna mánuði þrýst á ríkið að bæta úr. Bæjaryfirvöld hafa átt fund með heilbrigðisráðherra. „Við gerðum grein fyrir okkar sjónarmiðum í þessu eina ferðina enn,“ segir Magnús. Hann bendir á að í þessu felist mismunun gagnvart íbúum Suðurnesjabæjar. „Því að lögin segja að íbúar eigi rétt á heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Eftir því sem ég kemst næst þá er Suðurnesjabær eina sveitarfélagið á landinu þar sem er ekki nein heilbrigðisþjónusta veitt íbúunum í sinni heimabyggð, þannig okkur finnst þetta auðvitað ekki ganga upp svona,“ segir Magnús. Bæjaryfirvöld muni þrýsta áfram á ríkið. „Að sjálfsögðu gerum við það þangað til að árangur næst í málinu,“ segir Magnús.
Heilbrigðismál Suðurnesjabær Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilsugæsla Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira