Daði lofaði afa sínum sigri í Eurovision í afmælisgjöf Birgir Olgeirsson skrifar 22. maí 2021 11:57 Daði Freyr hefur lofað afa sínum að vinna Eurovision. Vísir Daði Freyr Pétursson, Eurovision-fulltrúi Íslendinga þetta árið, var heldur betur búinn að lofa afa sínum Björgvini Kristjáni Þorvarðarsyni, veglegri afmælisgjöf þetta árið. Björgvin fagnar 85 ára afmælisdeginum sínum en hann tók loforð af Daða um að gefa honum sigur í Eurovision-keppninni. „Ég fór fram á að hann ynni keppnina í kvöld og gæfi mér það í afmælisgjöf. Hann er búinn að gefa mér helminginn af gjöfinni með því að komast áfram upp úr undanriðlinum. Svo sjáum við bara til,“ segir Björgvin Kristján, léttur í bragði á afmælisdeginum. Hann er þó eilítið óhress með að Daði og félagar hans í Gagnamagninu fái ekki að vera í grænaherberginu í kvöld. „Það er svolítið fúlt finnst mér en þetta eru þessir tímar.“ Daði og Gagnamagnið flytja lagið Ten Years og verða tólfta atriðið á svið í kvöld. Þeim er spáð góðu gengi í veðbönkunum, eða sjötta sæti. „Mér finnst þetta lag frábært. Það er grípandi og þau eru alveg frábær finnst mér,“ segir Björgvin. Spurður hvaðan Daði hefur tónlistarhæfileikana vill Björgin meina að þeir komi víða að. „Ég er að vona að sé bara blanda. Pabbi hans, Pétur Einarsson, er tónlistarmaður og hljóðmaður. Ég er búinn að syngja alla ævi og er enn í kór. Þetta er góð blanda,“ segir Björgvin.Sjálfur syngur Björgvin tenór í kór en bendir á að raddsvið Daða sé ansi vítt. „Hann getur sungið allar raddir.“ Björgvin er búsettur í Stykkishólmi og ætlar að taka því rólega á afmælisdeginum en mun að sjálfsögðu fylgjast með Daða sínum í kvöld. „Ég ætla að halda mig heima en reyna að hrúga að mér börnum og barnabörnum eins og hægt er.“ Eurovision Stykkishólmur Tengdar fréttir Daði Freyr og Gagnamagnið tólftu „á svið“ líkt og síðasti sigurvegari Daði Freyr og Gagnamagnið verða tólftu „á svið“ á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi annað kvöld. Frá þessu var greint seint í gærkvöldi, en áður hafði verið tilkynnt að Ísland yrði í fyrri helmingi þeirra laga sem flutt verða. 21. maí 2021 07:39 Útilokað að Daði og Gagnamagnið stígi á svið Daði Freyr Pétursson útilokaði í viðtali eftir Eurovision í kvöld að hann og Gagnamagnið stigju á svið í Rotterdam á laugardaginn. Sama upptaka og var spiluð áðan verður spiluð aftur á laugardaginn, nánar tiltekið í fyrri hálfleik keppninnar. 20. maí 2021 23:33 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira
Björgvin fagnar 85 ára afmælisdeginum sínum en hann tók loforð af Daða um að gefa honum sigur í Eurovision-keppninni. „Ég fór fram á að hann ynni keppnina í kvöld og gæfi mér það í afmælisgjöf. Hann er búinn að gefa mér helminginn af gjöfinni með því að komast áfram upp úr undanriðlinum. Svo sjáum við bara til,“ segir Björgvin Kristján, léttur í bragði á afmælisdeginum. Hann er þó eilítið óhress með að Daði og félagar hans í Gagnamagninu fái ekki að vera í grænaherberginu í kvöld. „Það er svolítið fúlt finnst mér en þetta eru þessir tímar.“ Daði og Gagnamagnið flytja lagið Ten Years og verða tólfta atriðið á svið í kvöld. Þeim er spáð góðu gengi í veðbönkunum, eða sjötta sæti. „Mér finnst þetta lag frábært. Það er grípandi og þau eru alveg frábær finnst mér,“ segir Björgvin. Spurður hvaðan Daði hefur tónlistarhæfileikana vill Björgin meina að þeir komi víða að. „Ég er að vona að sé bara blanda. Pabbi hans, Pétur Einarsson, er tónlistarmaður og hljóðmaður. Ég er búinn að syngja alla ævi og er enn í kór. Þetta er góð blanda,“ segir Björgvin.Sjálfur syngur Björgvin tenór í kór en bendir á að raddsvið Daða sé ansi vítt. „Hann getur sungið allar raddir.“ Björgvin er búsettur í Stykkishólmi og ætlar að taka því rólega á afmælisdeginum en mun að sjálfsögðu fylgjast með Daða sínum í kvöld. „Ég ætla að halda mig heima en reyna að hrúga að mér börnum og barnabörnum eins og hægt er.“
Eurovision Stykkishólmur Tengdar fréttir Daði Freyr og Gagnamagnið tólftu „á svið“ líkt og síðasti sigurvegari Daði Freyr og Gagnamagnið verða tólftu „á svið“ á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi annað kvöld. Frá þessu var greint seint í gærkvöldi, en áður hafði verið tilkynnt að Ísland yrði í fyrri helmingi þeirra laga sem flutt verða. 21. maí 2021 07:39 Útilokað að Daði og Gagnamagnið stígi á svið Daði Freyr Pétursson útilokaði í viðtali eftir Eurovision í kvöld að hann og Gagnamagnið stigju á svið í Rotterdam á laugardaginn. Sama upptaka og var spiluð áðan verður spiluð aftur á laugardaginn, nánar tiltekið í fyrri hálfleik keppninnar. 20. maí 2021 23:33 Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Fleiri fréttir Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Sjá meira
Daði Freyr og Gagnamagnið tólftu „á svið“ líkt og síðasti sigurvegari Daði Freyr og Gagnamagnið verða tólftu „á svið“ á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi annað kvöld. Frá þessu var greint seint í gærkvöldi, en áður hafði verið tilkynnt að Ísland yrði í fyrri helmingi þeirra laga sem flutt verða. 21. maí 2021 07:39
Útilokað að Daði og Gagnamagnið stígi á svið Daði Freyr Pétursson útilokaði í viðtali eftir Eurovision í kvöld að hann og Gagnamagnið stigju á svið í Rotterdam á laugardaginn. Sama upptaka og var spiluð áðan verður spiluð aftur á laugardaginn, nánar tiltekið í fyrri hálfleik keppninnar. 20. maí 2021 23:33