Hannes Þór segist ekki svekktur yfir landsliðsvalinu Atli Arason skrifar 21. maí 2021 23:10 Hannes Þór hélt hreinu í kvöld. Vísir/Vilhelm Hannes Þór Halldórsson var létt í viðtali eftir nauman 1-0 sigur Vals á Leikni í Pepsi Max deildinni í kvöld. Valur skoraði sigurmarkið á síðustu andartökum leiksins. „Við erum léttir að hafa klárað þetta. Þetta leit ekkert sérstaklega vel út. Leiknismenn lögðu þennan leik vel upp og gerðu okkur erfitt fyrir. Þeir voru baráttuglaðir og virkilega þéttir fyrir. Hlutirnir voru ekki að falla með okkur. Guy var að verja vel í markinu í fyrri hálfleik. Þetta var bara erfitt og það er léttir að ná að klára þetta.“ „Við höfum svolítið þurft að hafa fyrir hlutunum á þessu tímabili. Sem gefur okkur samt von um að við eigum helling inni. Allur hópurinn telur að við eigum helling inni en við erum samt búnir að ná í 13 stig af 15 mögulegum. Við erum mjög bjartsýnir á framhaldið.“ Landsliðshópur Arnars Þórs Viðarssonar var tilkynntur í dag og í fyrsta skipti í langan tíma er nafn Hannesar ekki að finna í hópnum. Leitast var á eftir viðbrögðum Hannesar við því. „Það er bara svoleiðis. Það er ekki mitt að svara fyrir það. Það þarf bara að spyrja þjálfarana út í það.“ „Þetta var svolítið fram og til baka varðandi þessa leiki þar sem þetta er utan landsleikjaglugga, sem sagt með Mexíkó leikinn. Þetta verður svolítið skrautleg ferð því það taka ekki allir þátt í öllum leikjum. Þannig þetta var svolítið fram og til baka. Ég hef engar skýringar á þeim ákvörðunum sem voru teknar, það verður að ræða það við þjálfarana.“ Hannes var því spurður hvort að þjálfarnir hefðu rætt við hann áður en hópurinn var tilkynntur og hvaða útskýringar Hannes hefði fengið. „Jújú það var rætt við mig og farið yfir þetta, þannig þetta er allt í góðu.“ „Þessi ferð þróaðist svolítið öðruvísi en upphaflega var planað. Það var einhver mannekla með þennan hóp. Ég vil ekki vera að fara út í nein smáatriði, það er ekki mitt að svara fyrir það. Það er allavegana allt í góðu. Vonandi gengur bara vel í þessum sumarglugga.“ Því næst neitaði Hannes því að vera svekktur yfir því að vera ekki í hópnum að þessu sinni. Næsta verkefni Hannesar og Vals er leikur við Keflavík sem hefur verið að leka inn mörkum að undanförnu og fyrir leik ætti Valur að vera sigurstranglegra liðið. Hannes minnir þó á að allt geti gerst í fótbolta. „Þetta verður öðruvísi leikur að mörgu leyti. Þessi leikur í kvöld sýndi það, og við vissum það fyrir fram, að fótbolti er bara þannig að þau lið sem þykja minna sigurstranglegri þau geta alltaf hitt á daginn sinn og náð í úrslit á móti þeim sem þykir sigurstranlegri. Það getur allt gerst á mánudaginn þannig við verðum að mæta klárir,“ sagði Hannes Þór Halldórsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sjá meira
„Við erum léttir að hafa klárað þetta. Þetta leit ekkert sérstaklega vel út. Leiknismenn lögðu þennan leik vel upp og gerðu okkur erfitt fyrir. Þeir voru baráttuglaðir og virkilega þéttir fyrir. Hlutirnir voru ekki að falla með okkur. Guy var að verja vel í markinu í fyrri hálfleik. Þetta var bara erfitt og það er léttir að ná að klára þetta.“ „Við höfum svolítið þurft að hafa fyrir hlutunum á þessu tímabili. Sem gefur okkur samt von um að við eigum helling inni. Allur hópurinn telur að við eigum helling inni en við erum samt búnir að ná í 13 stig af 15 mögulegum. Við erum mjög bjartsýnir á framhaldið.“ Landsliðshópur Arnars Þórs Viðarssonar var tilkynntur í dag og í fyrsta skipti í langan tíma er nafn Hannesar ekki að finna í hópnum. Leitast var á eftir viðbrögðum Hannesar við því. „Það er bara svoleiðis. Það er ekki mitt að svara fyrir það. Það þarf bara að spyrja þjálfarana út í það.“ „Þetta var svolítið fram og til baka varðandi þessa leiki þar sem þetta er utan landsleikjaglugga, sem sagt með Mexíkó leikinn. Þetta verður svolítið skrautleg ferð því það taka ekki allir þátt í öllum leikjum. Þannig þetta var svolítið fram og til baka. Ég hef engar skýringar á þeim ákvörðunum sem voru teknar, það verður að ræða það við þjálfarana.“ Hannes var því spurður hvort að þjálfarnir hefðu rætt við hann áður en hópurinn var tilkynntur og hvaða útskýringar Hannes hefði fengið. „Jújú það var rætt við mig og farið yfir þetta, þannig þetta er allt í góðu.“ „Þessi ferð þróaðist svolítið öðruvísi en upphaflega var planað. Það var einhver mannekla með þennan hóp. Ég vil ekki vera að fara út í nein smáatriði, það er ekki mitt að svara fyrir það. Það er allavegana allt í góðu. Vonandi gengur bara vel í þessum sumarglugga.“ Því næst neitaði Hannes því að vera svekktur yfir því að vera ekki í hópnum að þessu sinni. Næsta verkefni Hannesar og Vals er leikur við Keflavík sem hefur verið að leka inn mörkum að undanförnu og fyrir leik ætti Valur að vera sigurstranglegra liðið. Hannes minnir þó á að allt geti gerst í fótbolta. „Þetta verður öðruvísi leikur að mörgu leyti. Þessi leikur í kvöld sýndi það, og við vissum það fyrir fram, að fótbolti er bara þannig að þau lið sem þykja minna sigurstranglegri þau geta alltaf hitt á daginn sinn og náð í úrslit á móti þeim sem þykir sigurstranlegri. Það getur allt gerst á mánudaginn þannig við verðum að mæta klárir,“ sagði Hannes Þór Halldórsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann