Leita enn að hættulegum hermanni í Belgíu Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2021 14:20 Hermaðurinn Jurgen Conings hefur hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem leitt hefur viðbrögð yfirvalda í Belgíu við Covid-19. Van Ranst og fjölskylda hans hafa verið flutt á öruggan stað. Lögreglan í Belgíu og EPA Lögregluþjónar og hermenn í Belgíu leita enn að hermanninum Jurgen Conings sem hvarf á mánudaginn, eftir að hafa stolið miklu af vopnum á herstöð. Hvarf Conings og vopnastuldur hans uppgötvaðist þó ekki fyrr en á þriðjudaginn en hermaðurinn er sagður vera í felum í stórum skógi í Hoge Kempen þjóðgarðinum. Blaðamenn segjast hafa heyrt skotum hleypt af í skóginum í dag en lögreglan hefur varist allra fegna. Conings hafði skilið bíl sinn eftir nærri skóginum. Í bílnum hafði hann komið fyrir handsprengju sem hann hafði tengt við hurðar bílsins, svo ef þær yrðu opnaðar myndi handsprengjan springa. Í bílnum fannst líka mikið magn vopna. Het Nieuwsblad segir lögregluna vera með gífurlegan viðbúnað í þjóðgarðinum og annarsstaðar í Belgíu, þar sem Conings skildi eftir tvö bréf til kærustu sinnar þar sem hann er sagður hafa hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem hefur leitt viðbrögð yfirvalda í Belgíu við faraldri nýju kórónuveirunnar, og gefið í skyn að hann gæti gert árás á önnur skotmörk sín. Sjá einnig: Leita hermanns sem stal vopnum og hefur hótað forsvarsmanni sóttvarna í Belgíu Van Ranst hefur verið fluttur í öruggt skjól, ásamt fjölskyldu sinni. Conings er 46 ára gamall og hefur verið í belgíska hernum frá 1992. Hann hefur viðamikla reynslu en hefur undanfarið ítrekað verið ávíttur fyrir rasisma og ofbeldisfulla hegðun. Belgískir þingmenn hafa í dag lýst yfir furðu sinni á því að hermaður sem hafi mögulega verið undir eftirlit vegna hegðunar sinnar hafi getað keyrt úr herstöð í bíl hlöðnum vopnum. Varnarmálaráðherra Belgíu hét því í dag að gripið yrði til aðgerða gegn öfgamönnum í her Belgíu. Vitað sé um um þrjátíu hermenn sem taldir séu vera hægri sinnaðir öfgamenn. Þjóðgarðurinn þar sem Conings er talinn í felum liggur nærri Hollandi og þeim megin við landamærunum eru yfirvöld einnig með mikinn viðbúnað, því óttast er að hann geti flúið þangað. Sérsveitir lögreglunnar í Hollandi eru meðal annars sagðar vakta landamærin. Belgía Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Blaðamenn segjast hafa heyrt skotum hleypt af í skóginum í dag en lögreglan hefur varist allra fegna. Conings hafði skilið bíl sinn eftir nærri skóginum. Í bílnum hafði hann komið fyrir handsprengju sem hann hafði tengt við hurðar bílsins, svo ef þær yrðu opnaðar myndi handsprengjan springa. Í bílnum fannst líka mikið magn vopna. Het Nieuwsblad segir lögregluna vera með gífurlegan viðbúnað í þjóðgarðinum og annarsstaðar í Belgíu, þar sem Conings skildi eftir tvö bréf til kærustu sinnar þar sem hann er sagður hafa hótað Marc Van Ranst, veirufræðingi sem hefur leitt viðbrögð yfirvalda í Belgíu við faraldri nýju kórónuveirunnar, og gefið í skyn að hann gæti gert árás á önnur skotmörk sín. Sjá einnig: Leita hermanns sem stal vopnum og hefur hótað forsvarsmanni sóttvarna í Belgíu Van Ranst hefur verið fluttur í öruggt skjól, ásamt fjölskyldu sinni. Conings er 46 ára gamall og hefur verið í belgíska hernum frá 1992. Hann hefur viðamikla reynslu en hefur undanfarið ítrekað verið ávíttur fyrir rasisma og ofbeldisfulla hegðun. Belgískir þingmenn hafa í dag lýst yfir furðu sinni á því að hermaður sem hafi mögulega verið undir eftirlit vegna hegðunar sinnar hafi getað keyrt úr herstöð í bíl hlöðnum vopnum. Varnarmálaráðherra Belgíu hét því í dag að gripið yrði til aðgerða gegn öfgamönnum í her Belgíu. Vitað sé um um þrjátíu hermenn sem taldir séu vera hægri sinnaðir öfgamenn. Þjóðgarðurinn þar sem Conings er talinn í felum liggur nærri Hollandi og þeim megin við landamærunum eru yfirvöld einnig með mikinn viðbúnað, því óttast er að hann geti flúið þangað. Sérsveitir lögreglunnar í Hollandi eru meðal annars sagðar vakta landamærin.
Belgía Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira