Íslenski boltinn

Sigurður Heiðar: Virkilega, virkilega stoltur af liðinu og félaginu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Strákarnir hans Sigurðar Heiðars Höskuldssonar eru komnir með fimm stig í Pepsi Max-deildinni.
Strákarnir hans Sigurðar Heiðars Höskuldssonar eru komnir með fimm stig í Pepsi Max-deildinni. vísir/hulda margrét

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var virkilega sáttur með hvernig hans menn svöruðu tapinu fyrir KA í síðustu umferð; með því að vinna sannfærandi 3-0 sigur á Fylki í kvöld.

„Það er sama hvenær það gerist, það er alltaf frábært að fá þrjú stig og halda hreinu. Ég er virkilega, virkilega stoltur af liðinu og félaginu, öllum stuðningnum sem við fáum,“ sagði Sigurður eftir leik.

Leiknismenn komust yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks sem var annars mjög rólegur.

„Það var svolítið erfitt að hemja boltann á grasinu. En mér fannst við betri aðilinn og vera með þá í fyrri hálfleik. Markið gerði svo gott fyrir okkur,“ sagði Sigurður.

Leiknismenn spiluðu miklu betri vörn en gegn KA-mönnum í síðustu umferð og héldu Fylkismönnum lengst af í skefjum.

„Varnarleikurinn var virkilega góður, hvort sem það var framar- eða aftarlega á vellinum. Það var allt annað tempó á okkur en fyrir norðan. Það var fullt af flottum pressuaugnablikum og ákefðin og návígi, það var virkilega vel gert,“ sagði Sigurður að lokum.


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×