Láta reyna á fjórða hnéð og halda á topp Everest Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2021 16:46 Sigurður lýsti meiðslum sínum í færslu á dögunum. @siggiworld Klukkan 19:15 að íslenskum tíma leggja fjallgöngukapparnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson af stað úr grunnbúðum Mount Everest. Stefnan er sett á tindinn þótt óvissa sé um ástandið á einu hnéi af fjórum. Raunar stóð til að kapparnir legðu í hann í gær en brottför var frestað um sólarhring vegna veðurs. Fjallgöngumenn í Himalajafjöllunum fylgjast vel með veðurspám og reyna að finna góðan veðurglugga fyrir göngur sínar. Nægt er erfiðið og hættan án þess að veður vinni á móti manni. Félagarnir eru sem kunnugt er í áheitasöfnun fyrir Umhyggju - styrktarfélag langveikra barna og hafa verið í Nepal síðan 23. mars og í hæðaraðlögun í grunnbúðum í sex vikur. Tveggja manna teymið varð fyrir áfalli fyrir tveimur vikum þegar Sigurður sneri illa upp á hnéð í æfingagöngu. Hann lýsir miklum þjáningum á göngu sinni aftur í grunnbúðir. View this post on Instagram A post shared by Heimir F. Hallgrimsson (@heimirhallgrimsson) Eftir að hafa aflað sér ráðgjafar hjá sérfræðingum heima á Íslandi var ákveðið að hann myndi reyna að styrkja hnéð í fimm daga. Að sjö dögum loknum var hnéð en í hakki og ekkert annað í stöðunni en að fljúga með þyrlu til höfuðborgarinnar Katmandú og fá læknisráðgjöf. Tilfinningarnar voru blendnar þegar hann steig um borð í þyrluna. „Ein erfiðasta fjallgöngureynsla mín var þegar ég sá félaga minn fluttan á brott með þyrlu,“ sagði Sigurður í færslu á Instagram þar sem hann rakti meiðslasöguna. Óvissan um áframhaldið hafi verið mikil. Einu orð Heimis til sín hafi verið að snúa aftur í grunnbúðir, þeir ættu að klára gönguna saman. Heimir og Sigurður leggja í hann um klukkan 19:15 að íslenskum tíma. Þá er klukkan eitt að næturlagi í Nepal. Sigurður fór í sneiðmyndatöku og endurhæfing hófst. Hún gekk vonum framar og var hann fljótlega farinn að geta sett álag umfram eiginþyngd á hnéð. Fimm dögum síðar var ákveðið að snúa aftur í grunnbúðir. „Ég verð að vera tilbúinn að sætta mig við það að snúa við ef meiðsli mín hafa áhrif á öryggi mitt eða hópsins,“ sagðir Sigurður. Hann kom aftur í grunnbúðir með þyrlu í gær og er fullur þakklætis að fá að reyna aftur. Og nú er komið að stóru stundinni. Heimir segir í færslu á Instagram að veðurglugginn líti vel út og vonandi haldist sú spá. Planið sé að standa á toppi Everest á bilinu 21. til 23. maí með fána Umhyggju. Rætt var við Heimi í Íslandi í dag í janúar. Everest Fjallamennska Góðverk Íslendingar erlendis Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Raunar stóð til að kapparnir legðu í hann í gær en brottför var frestað um sólarhring vegna veðurs. Fjallgöngumenn í Himalajafjöllunum fylgjast vel með veðurspám og reyna að finna góðan veðurglugga fyrir göngur sínar. Nægt er erfiðið og hættan án þess að veður vinni á móti manni. Félagarnir eru sem kunnugt er í áheitasöfnun fyrir Umhyggju - styrktarfélag langveikra barna og hafa verið í Nepal síðan 23. mars og í hæðaraðlögun í grunnbúðum í sex vikur. Tveggja manna teymið varð fyrir áfalli fyrir tveimur vikum þegar Sigurður sneri illa upp á hnéð í æfingagöngu. Hann lýsir miklum þjáningum á göngu sinni aftur í grunnbúðir. View this post on Instagram A post shared by Heimir F. Hallgrimsson (@heimirhallgrimsson) Eftir að hafa aflað sér ráðgjafar hjá sérfræðingum heima á Íslandi var ákveðið að hann myndi reyna að styrkja hnéð í fimm daga. Að sjö dögum loknum var hnéð en í hakki og ekkert annað í stöðunni en að fljúga með þyrlu til höfuðborgarinnar Katmandú og fá læknisráðgjöf. Tilfinningarnar voru blendnar þegar hann steig um borð í þyrluna. „Ein erfiðasta fjallgöngureynsla mín var þegar ég sá félaga minn fluttan á brott með þyrlu,“ sagði Sigurður í færslu á Instagram þar sem hann rakti meiðslasöguna. Óvissan um áframhaldið hafi verið mikil. Einu orð Heimis til sín hafi verið að snúa aftur í grunnbúðir, þeir ættu að klára gönguna saman. Heimir og Sigurður leggja í hann um klukkan 19:15 að íslenskum tíma. Þá er klukkan eitt að næturlagi í Nepal. Sigurður fór í sneiðmyndatöku og endurhæfing hófst. Hún gekk vonum framar og var hann fljótlega farinn að geta sett álag umfram eiginþyngd á hnéð. Fimm dögum síðar var ákveðið að snúa aftur í grunnbúðir. „Ég verð að vera tilbúinn að sætta mig við það að snúa við ef meiðsli mín hafa áhrif á öryggi mitt eða hópsins,“ sagðir Sigurður. Hann kom aftur í grunnbúðir með þyrlu í gær og er fullur þakklætis að fá að reyna aftur. Og nú er komið að stóru stundinni. Heimir segir í færslu á Instagram að veðurglugginn líti vel út og vonandi haldist sú spá. Planið sé að standa á toppi Everest á bilinu 21. til 23. maí með fána Umhyggju. Rætt var við Heimi í Íslandi í dag í janúar.
Everest Fjallamennska Góðverk Íslendingar erlendis Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira