Eurovision staðreyndir sem skipta öllu og engu máli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2021 22:00 Daði og Gagnamagnið áttu að keppa í fyrra en Eurovision var blásin af vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Hópurinn er mættur galvaskur til Rotterdam og til í slaginn. Eurovision Laugardagskvöldið 22. maí verður krýndur nýr sigurvegari í Eurovision. Framlag Íslands er meðal þeirra sigurstranglegustu ef marka má veðbanka. Hvað nú verður, veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá. En hitt er víst að hægt er að gleyma sér í alls konar tölfræðiupplýsingum er varðar söngkeppninna sem sameinar stóran hluta þjóðarinnar í maí ár hvert. Ítarlegar upplýsingar um allt og ekkert eru teknar saman á heimasíðu keppninnar. Konur eru í meirihluta þegar kemur að keppendum. Alls eru atriðin 39 og er um 30 sólóatriði að ræða. Í 17 tilfellum konur og 13 tilfellum karlar. Framlag Danmekur er í höndum dúetts og átta lönd senda hópa, þeirra á meðal Íslands þar sem Daði og Gagnamagnið koma fram. 21 lag sungið á ensku Tólf lönd efndu til hefðbundinnar undankeppni en hún féll víða niður sökum kórónuveirufaraldursins. Langflest löndin ákváðu að fulltrúarnir í keppninni í fyrra, sem blásin var af, yrðu áfram fulltrúar í ár. Þeirra á meðal Ísland. Af lögunum 39 verður 21 lag sungið alfarið á ensku. Sjö lög verða að stórum hluti flutt á ensku með annarri blöndu auk þess sem Serbar nota smá ensku í flutningi sínum. Sjö lönd flytja lögin á öðrum tungumálum, þeirra á meðal Frakkland og Ítalía en þjóðirnar þykja líklegastar til sigurs eins og sakir standa. Tvær átján ára og einn 61 árs Stefania frá Grikklandi og Destiny frá Möltu eru yngstu keppendurnir en þær eru átján ára. Tusse frá Svíþjóð er ári eldri. Raymond Geerts í belgíska hópnum er elsti keppandinn, 61 árs. Sjö listamenn hafa áður keppt í Eurovision fyrir hönd sinnar þjóðar. Þá eru fimm lagahöfundar sem koma að fleiri en einu lagi í keppninni. Þannig samdi Dimitris Kontopolous texta bæði fyrir Grikkland og Moldóvu, Jimmy Thornfeldt ber meðal annarra ábyrgð á lögum Kýpur, San Marínó og Svía, Joy & Linnea Deb komu að framlögum San Marínó og Svía, Sharon Vaughn er á bak við textann í lögum Eista, Grikkja og Moldóvu og Daninn Thomas Stengaard kom líka að framlagi Kýpur og San Marínó. Vísir fylgist vel með gengi Daða og Gagnamagnsins í Eurovision í ár. Lifandi og hressileg textalýsing verður meðfram útsendingu frá undanúrslitakvöldunum í vikunni og sömuleiðis úrslitkvöldið, laugardaginn 22. maí. Eurovision Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
En hitt er víst að hægt er að gleyma sér í alls konar tölfræðiupplýsingum er varðar söngkeppninna sem sameinar stóran hluta þjóðarinnar í maí ár hvert. Ítarlegar upplýsingar um allt og ekkert eru teknar saman á heimasíðu keppninnar. Konur eru í meirihluta þegar kemur að keppendum. Alls eru atriðin 39 og er um 30 sólóatriði að ræða. Í 17 tilfellum konur og 13 tilfellum karlar. Framlag Danmekur er í höndum dúetts og átta lönd senda hópa, þeirra á meðal Íslands þar sem Daði og Gagnamagnið koma fram. 21 lag sungið á ensku Tólf lönd efndu til hefðbundinnar undankeppni en hún féll víða niður sökum kórónuveirufaraldursins. Langflest löndin ákváðu að fulltrúarnir í keppninni í fyrra, sem blásin var af, yrðu áfram fulltrúar í ár. Þeirra á meðal Ísland. Af lögunum 39 verður 21 lag sungið alfarið á ensku. Sjö lög verða að stórum hluti flutt á ensku með annarri blöndu auk þess sem Serbar nota smá ensku í flutningi sínum. Sjö lönd flytja lögin á öðrum tungumálum, þeirra á meðal Frakkland og Ítalía en þjóðirnar þykja líklegastar til sigurs eins og sakir standa. Tvær átján ára og einn 61 árs Stefania frá Grikklandi og Destiny frá Möltu eru yngstu keppendurnir en þær eru átján ára. Tusse frá Svíþjóð er ári eldri. Raymond Geerts í belgíska hópnum er elsti keppandinn, 61 árs. Sjö listamenn hafa áður keppt í Eurovision fyrir hönd sinnar þjóðar. Þá eru fimm lagahöfundar sem koma að fleiri en einu lagi í keppninni. Þannig samdi Dimitris Kontopolous texta bæði fyrir Grikkland og Moldóvu, Jimmy Thornfeldt ber meðal annarra ábyrgð á lögum Kýpur, San Marínó og Svía, Joy & Linnea Deb komu að framlögum San Marínó og Svía, Sharon Vaughn er á bak við textann í lögum Eista, Grikkja og Moldóvu og Daninn Thomas Stengaard kom líka að framlagi Kýpur og San Marínó. Vísir fylgist vel með gengi Daða og Gagnamagnsins í Eurovision í ár. Lifandi og hressileg textalýsing verður meðfram útsendingu frá undanúrslitakvöldunum í vikunni og sömuleiðis úrslitkvöldið, laugardaginn 22. maí.
Vísir fylgist vel með gengi Daða og Gagnamagnsins í Eurovision í ár. Lifandi og hressileg textalýsing verður meðfram útsendingu frá undanúrslitakvöldunum í vikunni og sömuleiðis úrslitkvöldið, laugardaginn 22. maí.
Eurovision Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira