Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2021 14:43 Rafhlaupahjólum hefur líklegast fjölgað mjög á götum höfuðborgarsvæðisins á undanförnu ári. Vísir/Vilhelm Síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttökuna vegna slysa á rafhlaupahjólum á degi hverjum, sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem framkvæmd var frá 1. júní til 31. ágúst í fyrra. Sagt er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar segir að fólk sem leitaði á bráðamóttöku á tímabilinu hafi verið beðið um að skrá hvar slysið átti sér stað, ástæður þess og notkun á hlífum og áfengi. Upplýsingum um áverka og afdrif hafi verið safnað úr sjúkraskrám Landspítala. Á áðurnefndu tímabili leituðu 149 einstaklingar á bráðamóttöku og voru þeir á aldrinum átta til 77 ára. 45 prósent þeirra voru yngri en átján ára og 58 prósent voru karlkyns. Þá reyndist meirihluti slysa hafa orðið vegna þess að farið var of hratt, viðkomandi hafi misst jafnvægi eða vegna ójafnra gatna. 38 prósent þeirra sem leituðu til bráðamóttöku voru með beinbrot og leggja þurfti sex prósent þeirra inn. Mikill meirihluti barna, eða 79 prósent, notuðu hjálm en einungis sautján prósent fullorðinna. Fjörutíu prósent fullorðinna sögðust hafa verið undir áhrifum áfengis. Í gærkvöldi og í nótt voru tvö rafhlaupahjólaslys tilkynnt til lögreglu. Í öðru þeirra segir í dagbók lögreglu að viðkomandi hafi verið sjáanlega ölvaður. Frá síðasta sumri hafa nokkrar hlaupahjólaleigur bæst í flóruna á höfuðborgarsvæðinu en hlaupahjólunum sjálfum hefur líklegast fjölgað gífurlega mikið, þó engar staðfestar tölur liggi fyrir. Um 20.000 tæki voru flutt inn árið 2020, samanborið við 5.400 árið áður og 3.600 árið þar á undan. Það er utan við öll þau hlaupahjól sem eru í einkaeigu. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að hlutfall einstaklinga yngri en átján ára sem slösuðust á rafhlaupahjóli hafi verið 45 prósent og það sé hærra en sést hafi í flestum sambærilegum rannsóknum erlendis. Það sé til marks um að fleiri rafhlaupahjól séu í einkaeigu hér á landi en gengur og gerist og börnum sé leyft að fara um á þeim. Þá segir að nánast enginn virðist nota aðrar hlífar en hjálma á rafhlaupahjólum. Beinbrot á efri útlim hafi reynst algengur áverki hjá þeim sem hafa slasast og því sé líklegt að aukin notkun á olnboga og úlnliðshlífum gæti dregið úr áverkatíðni. Umferð Umferðaröryggi Landspítalinn Rafhlaupahjól Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem framkvæmd var frá 1. júní til 31. ágúst í fyrra. Sagt er frá rannsókninni í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Þar segir að fólk sem leitaði á bráðamóttöku á tímabilinu hafi verið beðið um að skrá hvar slysið átti sér stað, ástæður þess og notkun á hlífum og áfengi. Upplýsingum um áverka og afdrif hafi verið safnað úr sjúkraskrám Landspítala. Á áðurnefndu tímabili leituðu 149 einstaklingar á bráðamóttöku og voru þeir á aldrinum átta til 77 ára. 45 prósent þeirra voru yngri en átján ára og 58 prósent voru karlkyns. Þá reyndist meirihluti slysa hafa orðið vegna þess að farið var of hratt, viðkomandi hafi misst jafnvægi eða vegna ójafnra gatna. 38 prósent þeirra sem leituðu til bráðamóttöku voru með beinbrot og leggja þurfti sex prósent þeirra inn. Mikill meirihluti barna, eða 79 prósent, notuðu hjálm en einungis sautján prósent fullorðinna. Fjörutíu prósent fullorðinna sögðust hafa verið undir áhrifum áfengis. Í gærkvöldi og í nótt voru tvö rafhlaupahjólaslys tilkynnt til lögreglu. Í öðru þeirra segir í dagbók lögreglu að viðkomandi hafi verið sjáanlega ölvaður. Frá síðasta sumri hafa nokkrar hlaupahjólaleigur bæst í flóruna á höfuðborgarsvæðinu en hlaupahjólunum sjálfum hefur líklegast fjölgað gífurlega mikið, þó engar staðfestar tölur liggi fyrir. Um 20.000 tæki voru flutt inn árið 2020, samanborið við 5.400 árið áður og 3.600 árið þar á undan. Það er utan við öll þau hlaupahjól sem eru í einkaeigu. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að hlutfall einstaklinga yngri en átján ára sem slösuðust á rafhlaupahjóli hafi verið 45 prósent og það sé hærra en sést hafi í flestum sambærilegum rannsóknum erlendis. Það sé til marks um að fleiri rafhlaupahjól séu í einkaeigu hér á landi en gengur og gerist og börnum sé leyft að fara um á þeim. Þá segir að nánast enginn virðist nota aðrar hlífar en hjálma á rafhlaupahjólum. Beinbrot á efri útlim hafi reynst algengur áverki hjá þeim sem hafa slasast og því sé líklegt að aukin notkun á olnboga og úlnliðshlífum gæti dregið úr áverkatíðni.
Umferð Umferðaröryggi Landspítalinn Rafhlaupahjól Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent