Vel gert Vinnumálastofnun - góð nálgun Bragi Bjarnason skrifar 14. maí 2021 11:00 Það er vert að hrósa þegar hlutir ganga að manni finnst í rétta átt. Auðvitað ekki allir sammála um það eða hvort það sé verið að gera nægjanlega mikið eða hreinlega of mikið. Rétt sýn, gott viðhorf og þjónusta í takti við það er upplifun sem maður getur hrósað Vinnumálastofnun fyrir á þessum tímum þegar mikið atvinnuleysi er á mörgum svæðum landsins og allt kapp er gert til að koma sem flestum í vinnu til að skapa verðmæti í samfélaginu. Sú stefnumarkandi ákvörðun, sama hvar hún er tekin að búa til aðstæður með framlagi fyrir fyrirtæki, stofnanir og frjáls félagasamtök að ráða til sín einstaklinga og námsmenn í atvinnuleit á einfaldan hátt er að mínu mati góð. Hún mun án efa vera einn af þeim þáttum sem flýta fyrir samfélaginu að ná efnahagslegum bata eftir þetta Covid ástand og skapa ný tækifæri, bæði fyrir einstaklingana sjálfa og þau fyrirtæki sem nýta sér möguleikann. Ákvörðunin og fjármagnið er eitt en síðan þarf að framkvæma og þar hefur Vinnumálastofnun að mínu mati gert vel í upplýsingagjöf og þjónustu. Jákvætt og lausnamiðað viðmót starfsmanna ýtti enn frekar við mínum vinnustað, sveitarfélagi, að skoða möguleikann á að ráða inn nýja starfsmenn t.d. í gegnum átakið “hefjum störf”. Þessir starfsmenn eru núna að skapa nýja möguleika fyrir sitt samfélag og fá tækifæri til að læra nýja hluti og efla sína þekkingu. Verkefni sem vantaði aðeins starfsmenn til að leysa en ekki sett fjármagn í og með aðstoð Vinnumálastofnunar geta þau orðið að veruleika og mjög líklega sparað nærsamfélaginu til lengri tíma. Ég hef grun um að það séu fjöldi af sambærilegum verkefnum og nýjum hugmyndum þarna úti sem vantar aðeins starfsmann til að leysa úr og af hverju ekki að grípa tækifærið. Vil hvetja fyrirtæki, stofnanir og frjáls félagasamtök til að kynna sér þessi úrræði og vera opin fyrir þeim möguleika að gefa einstaklingum tækifæri til að sanna sig, mögulega á nýjum vettvangi. Það leynast gullmolar víða. Höfundur er deildarstjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Félagasamtök Bragi Bjarnason Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það er vert að hrósa þegar hlutir ganga að manni finnst í rétta átt. Auðvitað ekki allir sammála um það eða hvort það sé verið að gera nægjanlega mikið eða hreinlega of mikið. Rétt sýn, gott viðhorf og þjónusta í takti við það er upplifun sem maður getur hrósað Vinnumálastofnun fyrir á þessum tímum þegar mikið atvinnuleysi er á mörgum svæðum landsins og allt kapp er gert til að koma sem flestum í vinnu til að skapa verðmæti í samfélaginu. Sú stefnumarkandi ákvörðun, sama hvar hún er tekin að búa til aðstæður með framlagi fyrir fyrirtæki, stofnanir og frjáls félagasamtök að ráða til sín einstaklinga og námsmenn í atvinnuleit á einfaldan hátt er að mínu mati góð. Hún mun án efa vera einn af þeim þáttum sem flýta fyrir samfélaginu að ná efnahagslegum bata eftir þetta Covid ástand og skapa ný tækifæri, bæði fyrir einstaklingana sjálfa og þau fyrirtæki sem nýta sér möguleikann. Ákvörðunin og fjármagnið er eitt en síðan þarf að framkvæma og þar hefur Vinnumálastofnun að mínu mati gert vel í upplýsingagjöf og þjónustu. Jákvætt og lausnamiðað viðmót starfsmanna ýtti enn frekar við mínum vinnustað, sveitarfélagi, að skoða möguleikann á að ráða inn nýja starfsmenn t.d. í gegnum átakið “hefjum störf”. Þessir starfsmenn eru núna að skapa nýja möguleika fyrir sitt samfélag og fá tækifæri til að læra nýja hluti og efla sína þekkingu. Verkefni sem vantaði aðeins starfsmenn til að leysa en ekki sett fjármagn í og með aðstoð Vinnumálastofnunar geta þau orðið að veruleika og mjög líklega sparað nærsamfélaginu til lengri tíma. Ég hef grun um að það séu fjöldi af sambærilegum verkefnum og nýjum hugmyndum þarna úti sem vantar aðeins starfsmann til að leysa úr og af hverju ekki að grípa tækifærið. Vil hvetja fyrirtæki, stofnanir og frjáls félagasamtök til að kynna sér þessi úrræði og vera opin fyrir þeim möguleika að gefa einstaklingum tækifæri til að sanna sig, mögulega á nýjum vettvangi. Það leynast gullmolar víða. Höfundur er deildarstjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar