Vel gert Vinnumálastofnun - góð nálgun Bragi Bjarnason skrifar 14. maí 2021 11:00 Það er vert að hrósa þegar hlutir ganga að manni finnst í rétta átt. Auðvitað ekki allir sammála um það eða hvort það sé verið að gera nægjanlega mikið eða hreinlega of mikið. Rétt sýn, gott viðhorf og þjónusta í takti við það er upplifun sem maður getur hrósað Vinnumálastofnun fyrir á þessum tímum þegar mikið atvinnuleysi er á mörgum svæðum landsins og allt kapp er gert til að koma sem flestum í vinnu til að skapa verðmæti í samfélaginu. Sú stefnumarkandi ákvörðun, sama hvar hún er tekin að búa til aðstæður með framlagi fyrir fyrirtæki, stofnanir og frjáls félagasamtök að ráða til sín einstaklinga og námsmenn í atvinnuleit á einfaldan hátt er að mínu mati góð. Hún mun án efa vera einn af þeim þáttum sem flýta fyrir samfélaginu að ná efnahagslegum bata eftir þetta Covid ástand og skapa ný tækifæri, bæði fyrir einstaklingana sjálfa og þau fyrirtæki sem nýta sér möguleikann. Ákvörðunin og fjármagnið er eitt en síðan þarf að framkvæma og þar hefur Vinnumálastofnun að mínu mati gert vel í upplýsingagjöf og þjónustu. Jákvætt og lausnamiðað viðmót starfsmanna ýtti enn frekar við mínum vinnustað, sveitarfélagi, að skoða möguleikann á að ráða inn nýja starfsmenn t.d. í gegnum átakið “hefjum störf”. Þessir starfsmenn eru núna að skapa nýja möguleika fyrir sitt samfélag og fá tækifæri til að læra nýja hluti og efla sína þekkingu. Verkefni sem vantaði aðeins starfsmenn til að leysa en ekki sett fjármagn í og með aðstoð Vinnumálastofnunar geta þau orðið að veruleika og mjög líklega sparað nærsamfélaginu til lengri tíma. Ég hef grun um að það séu fjöldi af sambærilegum verkefnum og nýjum hugmyndum þarna úti sem vantar aðeins starfsmann til að leysa úr og af hverju ekki að grípa tækifærið. Vil hvetja fyrirtæki, stofnanir og frjáls félagasamtök til að kynna sér þessi úrræði og vera opin fyrir þeim möguleika að gefa einstaklingum tækifæri til að sanna sig, mögulega á nýjum vettvangi. Það leynast gullmolar víða. Höfundur er deildarstjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Félagasamtök Bragi Bjarnason Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vert að hrósa þegar hlutir ganga að manni finnst í rétta átt. Auðvitað ekki allir sammála um það eða hvort það sé verið að gera nægjanlega mikið eða hreinlega of mikið. Rétt sýn, gott viðhorf og þjónusta í takti við það er upplifun sem maður getur hrósað Vinnumálastofnun fyrir á þessum tímum þegar mikið atvinnuleysi er á mörgum svæðum landsins og allt kapp er gert til að koma sem flestum í vinnu til að skapa verðmæti í samfélaginu. Sú stefnumarkandi ákvörðun, sama hvar hún er tekin að búa til aðstæður með framlagi fyrir fyrirtæki, stofnanir og frjáls félagasamtök að ráða til sín einstaklinga og námsmenn í atvinnuleit á einfaldan hátt er að mínu mati góð. Hún mun án efa vera einn af þeim þáttum sem flýta fyrir samfélaginu að ná efnahagslegum bata eftir þetta Covid ástand og skapa ný tækifæri, bæði fyrir einstaklingana sjálfa og þau fyrirtæki sem nýta sér möguleikann. Ákvörðunin og fjármagnið er eitt en síðan þarf að framkvæma og þar hefur Vinnumálastofnun að mínu mati gert vel í upplýsingagjöf og þjónustu. Jákvætt og lausnamiðað viðmót starfsmanna ýtti enn frekar við mínum vinnustað, sveitarfélagi, að skoða möguleikann á að ráða inn nýja starfsmenn t.d. í gegnum átakið “hefjum störf”. Þessir starfsmenn eru núna að skapa nýja möguleika fyrir sitt samfélag og fá tækifæri til að læra nýja hluti og efla sína þekkingu. Verkefni sem vantaði aðeins starfsmenn til að leysa en ekki sett fjármagn í og með aðstoð Vinnumálastofnunar geta þau orðið að veruleika og mjög líklega sparað nærsamfélaginu til lengri tíma. Ég hef grun um að það séu fjöldi af sambærilegum verkefnum og nýjum hugmyndum þarna úti sem vantar aðeins starfsmann til að leysa úr og af hverju ekki að grípa tækifærið. Vil hvetja fyrirtæki, stofnanir og frjáls félagasamtök til að kynna sér þessi úrræði og vera opin fyrir þeim möguleika að gefa einstaklingum tækifæri til að sanna sig, mögulega á nýjum vettvangi. Það leynast gullmolar víða. Höfundur er deildarstjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar