Þrjátíu gráir skuggar... Rannveig Borg Sigurðardóttir skrifar 14. maí 2021 07:01 Umræða um afglæpavæðingu neysluskammta og breytingar á fíkniefnalögum er jákvæð. Eins og oft þá hafa allir nokkuð til síns máls. Enda er málefnið ekki svart og hvítt. Það getur þó verið varhugavert að bera Ísland í blindni saman við aðrar þjóðir. Menningin getur verið frábrugðin allt eins og „neyslusaga“, hefðir og meðferðarúrræði. Alþjóðleg viðhorfsbreyting skiptir máli en við megum ekki missa sjónar á mikilvægi þess að lög um ávana- og fíkniefni séu sniðin að íslenskum aðstæðum – allt eins og áfengislögin. Þá er miður að heildstæð stefna liggi ekki fyrir í málaflokknum þegar þetta mikilvægt frumvarp er lagt fram. Í raun er það með ólíkindum að stefnan sé ekki mótuð áður en frumvarpið er lagt fram. Það kemur fram í frumvarpinu að:„Vonir standa til þess að hægt verði að leggja fram heildstæða stefnu í málaflokknum á komandi árum með aukinni áherslu á forvarnir, meðferðarúrræði og skaðaminnkandi verkefni[...]“ (1) Af hverju liggur okkur á áður en heildstæð stefna í málaflokknum liggur fyrir? Mikið hefur verið fjallað um portúgölsku leiðina, árangurinn sem hefur náðst í Portúgal með afglæpavæðingu fíkniefna árið 2001. Það er þó erfitt að bera löndin saman. Á þessum tíma var gríðarlegt eiturlyfjavandamál í Portúgal (4). Íslenska frumvarpið er einskorðað við afglæpavæðingu neysluskammta. Áherslan í portúgölsku löggjöfinni var að miklu leyti á skaðaminnkun og meðferðarúrræði. (2) „Sett voru á laggirnar fleiri úrræði og meðferðarstofnanir til að hjálpa notendum háðum fíkniefnum. Jafnframt var komið á fót sérstökum dómstól sem ætlað er að styðja við bakið á þeim notendum vímuefna sem staðnir eru að verki við notkun fíkniefna með því að fræða þá um skaðleg áhrif vímuefna, hvetja þá til að hætta notkun á slíkum efnum og leita sér hjálpar.“(1) Það hefur orðið mikil fjölgun einstaklinga sem leita sér hjálpar í Portúgal og er það talin ein aðal ástæðan fyrir árangri Portúgala í þessum efnum. (3) Af ofangreindu má sjá að það er ekki hægt að vísa í rannsóknir frá Portúgal. Staðreyndir eru einfaldlega ekki þær sömu. Að endingu má nefna í tengslum við breytingar á fíkniefnalöggjöf hvort lögin þyrftu ekki að ná yfir „New Psychoactive Substance (NPS)“ eins og til dæmis Spice. (5) Svissneska leiðin í því samhengi er athyglisverð. (6) Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, og nemi í alþjóðlegri fíknifræði við King´s College. Heimildir: 1. https://www.althingi.is/altext/151/s/1193.html 2. https://www.mic.com/articles/110344/14-years-after-portugal-decriminalized-all-drugs-here-s-what-s-happening 3. https://drugpolicy.org/sites/default/files/DPA_Fact_Sheet_Portugal_Decriminalization_Feb2015.pdf 4. https://www.theguardian.com/news/2017/dec/05/portugals-radical-drugs-policy-is-working-why-hasnt-the-world-copied-it 5. https://www.unodc.org/documents/scientific/NPS_Report.pdf 6. https://www.swissmedic.ch/swissmedic/en/home/news/mitteilungen/narcotics-list-extended-2019.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Portúgal Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Umræða um afglæpavæðingu neysluskammta og breytingar á fíkniefnalögum er jákvæð. Eins og oft þá hafa allir nokkuð til síns máls. Enda er málefnið ekki svart og hvítt. Það getur þó verið varhugavert að bera Ísland í blindni saman við aðrar þjóðir. Menningin getur verið frábrugðin allt eins og „neyslusaga“, hefðir og meðferðarúrræði. Alþjóðleg viðhorfsbreyting skiptir máli en við megum ekki missa sjónar á mikilvægi þess að lög um ávana- og fíkniefni séu sniðin að íslenskum aðstæðum – allt eins og áfengislögin. Þá er miður að heildstæð stefna liggi ekki fyrir í málaflokknum þegar þetta mikilvægt frumvarp er lagt fram. Í raun er það með ólíkindum að stefnan sé ekki mótuð áður en frumvarpið er lagt fram. Það kemur fram í frumvarpinu að:„Vonir standa til þess að hægt verði að leggja fram heildstæða stefnu í málaflokknum á komandi árum með aukinni áherslu á forvarnir, meðferðarúrræði og skaðaminnkandi verkefni[...]“ (1) Af hverju liggur okkur á áður en heildstæð stefna í málaflokknum liggur fyrir? Mikið hefur verið fjallað um portúgölsku leiðina, árangurinn sem hefur náðst í Portúgal með afglæpavæðingu fíkniefna árið 2001. Það er þó erfitt að bera löndin saman. Á þessum tíma var gríðarlegt eiturlyfjavandamál í Portúgal (4). Íslenska frumvarpið er einskorðað við afglæpavæðingu neysluskammta. Áherslan í portúgölsku löggjöfinni var að miklu leyti á skaðaminnkun og meðferðarúrræði. (2) „Sett voru á laggirnar fleiri úrræði og meðferðarstofnanir til að hjálpa notendum háðum fíkniefnum. Jafnframt var komið á fót sérstökum dómstól sem ætlað er að styðja við bakið á þeim notendum vímuefna sem staðnir eru að verki við notkun fíkniefna með því að fræða þá um skaðleg áhrif vímuefna, hvetja þá til að hætta notkun á slíkum efnum og leita sér hjálpar.“(1) Það hefur orðið mikil fjölgun einstaklinga sem leita sér hjálpar í Portúgal og er það talin ein aðal ástæðan fyrir árangri Portúgala í þessum efnum. (3) Af ofangreindu má sjá að það er ekki hægt að vísa í rannsóknir frá Portúgal. Staðreyndir eru einfaldlega ekki þær sömu. Að endingu má nefna í tengslum við breytingar á fíkniefnalöggjöf hvort lögin þyrftu ekki að ná yfir „New Psychoactive Substance (NPS)“ eins og til dæmis Spice. (5) Svissneska leiðin í því samhengi er athyglisverð. (6) Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, og nemi í alþjóðlegri fíknifræði við King´s College. Heimildir: 1. https://www.althingi.is/altext/151/s/1193.html 2. https://www.mic.com/articles/110344/14-years-after-portugal-decriminalized-all-drugs-here-s-what-s-happening 3. https://drugpolicy.org/sites/default/files/DPA_Fact_Sheet_Portugal_Decriminalization_Feb2015.pdf 4. https://www.theguardian.com/news/2017/dec/05/portugals-radical-drugs-policy-is-working-why-hasnt-the-world-copied-it 5. https://www.unodc.org/documents/scientific/NPS_Report.pdf 6. https://www.swissmedic.ch/swissmedic/en/home/news/mitteilungen/narcotics-list-extended-2019.html
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun