Anníe Mist opnaði sig um sitt fæðingarþunglyndi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2021 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir með Freyju Mist sinni. Instagram/@anniethorisdottir Opið bréf frá íslensku CrossFit konunni Anníe Mist Þórisdóttir fær stóran sess á Morning Chalk Up síðunni en þar segir hún frá sinni reynslu af því að eignast dóttur í ágúst. Morning Chalk Up fékk íþróttafólk til að opna sig um andlega þáttinn með það markmið að vekja athygli á vandamálum íþróttafólks sem leynast oft á bak við tjöldin. Anníe Mist hefur áður sagt frá reynslu sinni af fyrstu níu mánuðum eftir fæðingu dóttur sinnar en að þessu sinni opnaði hún sig alveg upp á gátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Eftir að ég eignaðist Freyju þá upplifði ég miklar hæðir og lægðir,“ skrifaði Anníe Mist og hélt áfram: „Já, ánægð, brosandi, fjörug, orkumikil, og ástfangin af lífinu Anníe sem var á sama tíma að glíma við fæðingarþunglyndi,“ skrifaði Anníe Mist. Instagram „Á meðan meðgöngunni stóð ég tók bumbunni fagnandi af því að það var eitthvað að vaxa inn í mér. Ég var stolt að sýna bumbuna og gat ekki beðið eftir því að hitta dóttur mína,“ skrifaði Anníe. „En eftir fæðinguna þá var hún þarna án nokkurrar ástæðu. Hún var ekki til neins. Hún var bara tóm,“ skrifaði Anníe. „Ég hef eytt öllu lífinu í að verða sterkari, hraustari og að vera tilbúin í öll þau líkamlegu próf ég gat ímyndað mér. Ég bjóst við því að fæðingin yrði eins og hver önnur æfing eða áskorun sem líkaminn minn myndi takast á við en svo var ekki,“ skrifaði Anníe. „Líkaminn brást mér,“ skrifaði Anníe hreinskilin. Anníe er sterk fyrirmynd og hún vill segja frá þessum vandamálum sínum til að hjálpa öðrum konum sem eru kannski að glíma við svipaða hluti. „Ég horfði í spegilinn en þekkti ekki það sem ég sá þar. Kannski þekkja einhverjar það sem ég er að tala um. Stór, mjúkur og holdugur belgur. Þetta var ekki minn líkami,“ skrifaði Anníe. Anníe Mist sagði líka frá mjög erfiðri fæðingu sem tók þrjá daga og reyndi gríðarlega mikið á hana. Það má lesa allt bréfið hennar með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Handbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sjá meira
Morning Chalk Up fékk íþróttafólk til að opna sig um andlega þáttinn með það markmið að vekja athygli á vandamálum íþróttafólks sem leynast oft á bak við tjöldin. Anníe Mist hefur áður sagt frá reynslu sinni af fyrstu níu mánuðum eftir fæðingu dóttur sinnar en að þessu sinni opnaði hún sig alveg upp á gátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Eftir að ég eignaðist Freyju þá upplifði ég miklar hæðir og lægðir,“ skrifaði Anníe Mist og hélt áfram: „Já, ánægð, brosandi, fjörug, orkumikil, og ástfangin af lífinu Anníe sem var á sama tíma að glíma við fæðingarþunglyndi,“ skrifaði Anníe Mist. Instagram „Á meðan meðgöngunni stóð ég tók bumbunni fagnandi af því að það var eitthvað að vaxa inn í mér. Ég var stolt að sýna bumbuna og gat ekki beðið eftir því að hitta dóttur mína,“ skrifaði Anníe. „En eftir fæðinguna þá var hún þarna án nokkurrar ástæðu. Hún var ekki til neins. Hún var bara tóm,“ skrifaði Anníe. „Ég hef eytt öllu lífinu í að verða sterkari, hraustari og að vera tilbúin í öll þau líkamlegu próf ég gat ímyndað mér. Ég bjóst við því að fæðingin yrði eins og hver önnur æfing eða áskorun sem líkaminn minn myndi takast á við en svo var ekki,“ skrifaði Anníe. „Líkaminn brást mér,“ skrifaði Anníe hreinskilin. Anníe er sterk fyrirmynd og hún vill segja frá þessum vandamálum sínum til að hjálpa öðrum konum sem eru kannski að glíma við svipaða hluti. „Ég horfði í spegilinn en þekkti ekki það sem ég sá þar. Kannski þekkja einhverjar það sem ég er að tala um. Stór, mjúkur og holdugur belgur. Þetta var ekki minn líkami,“ skrifaði Anníe. Anníe Mist sagði líka frá mjög erfiðri fæðingu sem tók þrjá daga og reyndi gríðarlega mikið á hana. Það má lesa allt bréfið hennar með því að smella hér. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Handbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sjá meira