Ætti að afnema „hábölvað“ klámbannsákvæði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2021 15:51 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata segir galið að hóta þeim sem selja efni á Only Fans eignaupptöku og refsingu. Hann telur að afnema eigi ákvæði um bann við klámi úr hegningarlögum. Lögregla skoðar nú mál þeirra sem selja efni á síðunni. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ákærusvið lögreglunnar munu funda um það á næstu dögum hvernig lögregla hyggst snúa sér í málum er varða Íslendinga sem selja aðgang að erótísku efni á OnlyFans. Fréttablaðið greindi frá þessu í dag og hefur eftir yfirmanni kynferðisbrotadeildar að til skoðunar sé hvort um sé að ræða klám í skilningi hegningarlaga, en samkvæmt ákvæðinu getur dreifing á því varðað allt að sex mánaða fangelsi. Þá segir yfirmaður ákærusviðs, að skoða þyrfti í hverju máli fyrir sig hvort tekjur af sölu á efninu yrðu þar með gerðar upptækar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, er telur að afnema eigi ákvæðið. „Ef fólk sem er að búa til klám á Only Fans og dreifa því, ef það er fólk sem okkur þykir vænt um og við viljum passa upp á að réttindi þess séu virt og það hafi alla þá aðstoð sem er í boði, þá hótum við því ekki eignaupptöku, handtöku og fangelsisrefsingu. Það er galið, það er algjörlega galið,“ segir Helgi Hrafn. Þetta eigi við hvort sem viðkomandi sé að dreifa efni af upplýstu samþykki eða í neyð. „Fórnarlömb slíkra aðstæðna hafa það ekkert betra séu eigur þeirra gerðar upptækar og þau rannsökuð fyrir kynferðisbrot.“ Hann segir löggjöfina hannaða til þess að vernda siðgæði samfélagsins en ekki meint fórnarlömb í þessum aðstæðum. „Þessi löggjöf er vond og refsar annað hvort saklausu fólki, eða jafnvel fórnarlömbum aðstæðna eða fórnarlömbum annarra. Við eigum að afnema þetta hábölvaða ákvæði,“ segir Helgi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Helgi gagnrýnir ákvæðið. „Nú vill svo til að klám er bannað á Íslandi, sem er að mér vitandi einsdæmi í frjálslyndum lýðræðisríkjum. Nú vill sjálfsagt einhver benda á að einhver hluti þess fólks sé í nauðungaraðstæðum, sé jafnvel misnotað af öðru og að sjálfsögðu er hætta á því. En á þá að refsa fólki fyrir að vera í þeim aðstæðum?“ spurði Helgi Hrafn á Alþingi í haust í kjölfar fregna af því að Íslendingar væru að selja efni á Onlyfans. „Klám er umdeilt tabú-viðfangsefni, en við verðum að sýna að við höfum þroskann til að geta tekið upplýsta umræðu um það þegar réttindi borgaranna, og jafnvel fórnarlamba misnotkunar, eru í húfi,“ sagði Helgi í haust. Alþingi Samfélagsmiðlar OnlyFans Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ákærusvið lögreglunnar munu funda um það á næstu dögum hvernig lögregla hyggst snúa sér í málum er varða Íslendinga sem selja aðgang að erótísku efni á OnlyFans. Fréttablaðið greindi frá þessu í dag og hefur eftir yfirmanni kynferðisbrotadeildar að til skoðunar sé hvort um sé að ræða klám í skilningi hegningarlaga, en samkvæmt ákvæðinu getur dreifing á því varðað allt að sex mánaða fangelsi. Þá segir yfirmaður ákærusviðs, að skoða þyrfti í hverju máli fyrir sig hvort tekjur af sölu á efninu yrðu þar með gerðar upptækar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, er telur að afnema eigi ákvæðið. „Ef fólk sem er að búa til klám á Only Fans og dreifa því, ef það er fólk sem okkur þykir vænt um og við viljum passa upp á að réttindi þess séu virt og það hafi alla þá aðstoð sem er í boði, þá hótum við því ekki eignaupptöku, handtöku og fangelsisrefsingu. Það er galið, það er algjörlega galið,“ segir Helgi Hrafn. Þetta eigi við hvort sem viðkomandi sé að dreifa efni af upplýstu samþykki eða í neyð. „Fórnarlömb slíkra aðstæðna hafa það ekkert betra séu eigur þeirra gerðar upptækar og þau rannsökuð fyrir kynferðisbrot.“ Hann segir löggjöfina hannaða til þess að vernda siðgæði samfélagsins en ekki meint fórnarlömb í þessum aðstæðum. „Þessi löggjöf er vond og refsar annað hvort saklausu fólki, eða jafnvel fórnarlömbum aðstæðna eða fórnarlömbum annarra. Við eigum að afnema þetta hábölvaða ákvæði,“ segir Helgi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Helgi gagnrýnir ákvæðið. „Nú vill svo til að klám er bannað á Íslandi, sem er að mér vitandi einsdæmi í frjálslyndum lýðræðisríkjum. Nú vill sjálfsagt einhver benda á að einhver hluti þess fólks sé í nauðungaraðstæðum, sé jafnvel misnotað af öðru og að sjálfsögðu er hætta á því. En á þá að refsa fólki fyrir að vera í þeim aðstæðum?“ spurði Helgi Hrafn á Alþingi í haust í kjölfar fregna af því að Íslendingar væru að selja efni á Onlyfans. „Klám er umdeilt tabú-viðfangsefni, en við verðum að sýna að við höfum þroskann til að geta tekið upplýsta umræðu um það þegar réttindi borgaranna, og jafnvel fórnarlamba misnotkunar, eru í húfi,“ sagði Helgi í haust.
Alþingi Samfélagsmiðlar OnlyFans Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira