Ætti að afnema „hábölvað“ klámbannsákvæði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2021 15:51 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata segir galið að hóta þeim sem selja efni á Only Fans eignaupptöku og refsingu. Hann telur að afnema eigi ákvæði um bann við klámi úr hegningarlögum. Lögregla skoðar nú mál þeirra sem selja efni á síðunni. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ákærusvið lögreglunnar munu funda um það á næstu dögum hvernig lögregla hyggst snúa sér í málum er varða Íslendinga sem selja aðgang að erótísku efni á OnlyFans. Fréttablaðið greindi frá þessu í dag og hefur eftir yfirmanni kynferðisbrotadeildar að til skoðunar sé hvort um sé að ræða klám í skilningi hegningarlaga, en samkvæmt ákvæðinu getur dreifing á því varðað allt að sex mánaða fangelsi. Þá segir yfirmaður ákærusviðs, að skoða þyrfti í hverju máli fyrir sig hvort tekjur af sölu á efninu yrðu þar með gerðar upptækar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, er telur að afnema eigi ákvæðið. „Ef fólk sem er að búa til klám á Only Fans og dreifa því, ef það er fólk sem okkur þykir vænt um og við viljum passa upp á að réttindi þess séu virt og það hafi alla þá aðstoð sem er í boði, þá hótum við því ekki eignaupptöku, handtöku og fangelsisrefsingu. Það er galið, það er algjörlega galið,“ segir Helgi Hrafn. Þetta eigi við hvort sem viðkomandi sé að dreifa efni af upplýstu samþykki eða í neyð. „Fórnarlömb slíkra aðstæðna hafa það ekkert betra séu eigur þeirra gerðar upptækar og þau rannsökuð fyrir kynferðisbrot.“ Hann segir löggjöfina hannaða til þess að vernda siðgæði samfélagsins en ekki meint fórnarlömb í þessum aðstæðum. „Þessi löggjöf er vond og refsar annað hvort saklausu fólki, eða jafnvel fórnarlömbum aðstæðna eða fórnarlömbum annarra. Við eigum að afnema þetta hábölvaða ákvæði,“ segir Helgi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Helgi gagnrýnir ákvæðið. „Nú vill svo til að klám er bannað á Íslandi, sem er að mér vitandi einsdæmi í frjálslyndum lýðræðisríkjum. Nú vill sjálfsagt einhver benda á að einhver hluti þess fólks sé í nauðungaraðstæðum, sé jafnvel misnotað af öðru og að sjálfsögðu er hætta á því. En á þá að refsa fólki fyrir að vera í þeim aðstæðum?“ spurði Helgi Hrafn á Alþingi í haust í kjölfar fregna af því að Íslendingar væru að selja efni á Onlyfans. „Klám er umdeilt tabú-viðfangsefni, en við verðum að sýna að við höfum þroskann til að geta tekið upplýsta umræðu um það þegar réttindi borgaranna, og jafnvel fórnarlamba misnotkunar, eru í húfi,“ sagði Helgi í haust. Alþingi Samfélagsmiðlar OnlyFans Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ákærusvið lögreglunnar munu funda um það á næstu dögum hvernig lögregla hyggst snúa sér í málum er varða Íslendinga sem selja aðgang að erótísku efni á OnlyFans. Fréttablaðið greindi frá þessu í dag og hefur eftir yfirmanni kynferðisbrotadeildar að til skoðunar sé hvort um sé að ræða klám í skilningi hegningarlaga, en samkvæmt ákvæðinu getur dreifing á því varðað allt að sex mánaða fangelsi. Þá segir yfirmaður ákærusviðs, að skoða þyrfti í hverju máli fyrir sig hvort tekjur af sölu á efninu yrðu þar með gerðar upptækar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, er telur að afnema eigi ákvæðið. „Ef fólk sem er að búa til klám á Only Fans og dreifa því, ef það er fólk sem okkur þykir vænt um og við viljum passa upp á að réttindi þess séu virt og það hafi alla þá aðstoð sem er í boði, þá hótum við því ekki eignaupptöku, handtöku og fangelsisrefsingu. Það er galið, það er algjörlega galið,“ segir Helgi Hrafn. Þetta eigi við hvort sem viðkomandi sé að dreifa efni af upplýstu samþykki eða í neyð. „Fórnarlömb slíkra aðstæðna hafa það ekkert betra séu eigur þeirra gerðar upptækar og þau rannsökuð fyrir kynferðisbrot.“ Hann segir löggjöfina hannaða til þess að vernda siðgæði samfélagsins en ekki meint fórnarlömb í þessum aðstæðum. „Þessi löggjöf er vond og refsar annað hvort saklausu fólki, eða jafnvel fórnarlömbum aðstæðna eða fórnarlömbum annarra. Við eigum að afnema þetta hábölvaða ákvæði,“ segir Helgi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Helgi gagnrýnir ákvæðið. „Nú vill svo til að klám er bannað á Íslandi, sem er að mér vitandi einsdæmi í frjálslyndum lýðræðisríkjum. Nú vill sjálfsagt einhver benda á að einhver hluti þess fólks sé í nauðungaraðstæðum, sé jafnvel misnotað af öðru og að sjálfsögðu er hætta á því. En á þá að refsa fólki fyrir að vera í þeim aðstæðum?“ spurði Helgi Hrafn á Alþingi í haust í kjölfar fregna af því að Íslendingar væru að selja efni á Onlyfans. „Klám er umdeilt tabú-viðfangsefni, en við verðum að sýna að við höfum þroskann til að geta tekið upplýsta umræðu um það þegar réttindi borgaranna, og jafnvel fórnarlamba misnotkunar, eru í húfi,“ sagði Helgi í haust.
Alþingi Samfélagsmiðlar OnlyFans Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels