Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Selfoss 0-2 | Selfyssingar tróna á toppnum eftir sigur á Akureyri Ester Ósk Árnadóttir skrifar 11. maí 2021 21:20 Selfoss er búið að vinna báða leikina til þessa í Pepsi Max deildinni. Vísir/Bára Selfoss er á toppi Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Þór/KA í Boganum á Akureyri í kvöld. Selfyssingar eru eina lið deildarinnar sem hefur unnið báða sína leiki til þessa í deildinni. Selfoss er á toppi Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Þór/KA í Boganum á Akureyri í kvöld. Þór/KA og Selfoss áttust við í annarri umferð Pepsí Max deildarinnar í Boganum á Akureyri í dag. Bæði lið unnu í fyrstu umferð deildarinnar og eftir úrslit gærdagsins var ljóst að það lið sem ynni í dag færi á topp deildarinnar. Leikurinn fór rólega af stað, bæði lið gáfu sér góðan tíma á boltann og lítið um ógnanir. Þór/KA byrjaði þó eilítið betur og átti fyrsta skot leiksins sem kom á sjöundu mínútu þegar Colleen Kennedy átti skot fyrir utan teig. Leikurinn einkenndist þó af litlum opnunum og mikilli baráttu. Það dró til tíðinda á 18. mínútu þegar Brenna Lovera vann baráttu gegn Huldu Björg á miðjum vallarhelming Þór/KA um boltann og keyrði að marki Þór/KA þar sem hún lék á Hörpu í markinu og kom boltanum í netið. Frábært einstaklingsframtak og þriðja mark Brennu í tveimur leikjum. Arna Kristinsdóttir fékk tækifæri til að jafna fyrir Þór/KA á þrítugustu mínútu en brást bogalistinn úr dauðafæri. Staðan því 0-1 fyrir Selfoss í hálfleik. Lítið markvert gerðist í upphafi seinni hálfleiksins en Selfoss stelpur voru líklegar til að skora sitt annað mark þegar Caity Heap skallaði boltann af stuttu færi á 60. mínútu en skallinn framhjá. Caity átti eftir að koma aftur við sögu stuttu síðar þegar hún átti þrumuskot af miðju vallar Þór/KA sem söng í netinu. Óverjandi fyrir Hörpu í marki Þór/KA og staðan orðinn 0-2. Hvorugt liðið náði að skora það sem eftir lifði leiks og því stigin þrjú á leiðinni á Selfoss. Selfoss er því eina liðið í deildinni með fullt hús stiga og tyllir sér á topp deildarinnar með sex stig. Af hverju vann Selfoss? Selfoss var betra liðið á vellinum lengst af. Leikurinn einkenndist af baráttu sem þær unni í flestum tilfellum. Liðið var skipulagt, vel spilandi og þolinmóðar. Skora tvö frábær mörk sem koma frá leikmönnum sem komu fyrir mótið og virka báðar í flottu standi. Hverjar stóðu upp úr? Selfoss liðið lítur vel út fyrir sumarið. Brenna og Caity koma sterkar inn í liðið. Brenna frábær í framlínunni og Caity hreyfanleg inn á miðjunni. Emma Kay stjórnaði svo vörninni þar sem lítið fór í gegn. Hólmfríður var sömuleiðis frábær og mikill fengur að hafa þann reynslubolta í liðinu. Snædís var öflug í liði Þór/KA og sömuleiðis átti Karen María nokkrar góðar rispur. Hólmfríður Magnúsdóttir átti góðan leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Sóknarleikur var bitlaus hjá heimastúlkum og lítið fyrir Guðný að gera í marki Selfoss. Hvað gerist næst? Þór/KA heimsækir Íslandsmeistara Breiðabliks í næstu umferð sem töpuðu fyrir ÍBV í síðustu umferð. Selfoss spilar sinn fyrsta heimaleik og fær Stjörnuna í heimsókn. Andri Hjörvar: Svíður alltaf meira að tapa á heimavelli Andri Hjörvar, þjálfari Þórs/KA.Vísir/Vilhelm „Þetta var svekkjandi og leiðinlegt að tapa 2-0. Það svíður alltaf meira að tapa á heimavelli. Í dag lögðum við mikið púður í leikinn, við hlupum mikið og börðumst mjög mikið. Við spiluðum oft á köflum mjög vel og að fá ekkert út úr því er svekkjandi,“ sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA eftir leik. „Það vantar kannski úthald og fókus, ég veit ekki alveg hvernig ég á að meta það en við spilum vel á köflum og komumst í ákjósanlegar stöður. Það er kannski aðallega hvernig við endum þær sóknir sem eru svona góðar. Við þurfum bara að vinna í því og lengja svo þessa góðu spilkafla.“ Í fyrsta marki Selfoss vinnur Brenna boltann af Huldu Björg. „Ef þú ert að tala um hvort þetta var brot eða ekki þá þarf ég bara að sjá það aftur. Ég á það til að gleyma mómentum í leikjum og er ekki alveg viss hvað gerðist, hvort hún togar í hana, hindrar hana eða að þetta var löglegt. Það sem Brenna gerir svo í framhaldinu, hvernig hún klárar færið það er mjög vel gert en ég treysti mér ekki í það að segja um hvort brot var að ræða.“ Eins og flest lið í deildinni styrkti Þór/KA sig fyrir mótið. „Þær eru að koma vel inn í þetta en þær komu svolítið seint. Við hefðum viljað fá þær fyrr inn í hópinn. Nú erum við bara að koma okkar hugmyndarfræði á framfæri við þær og þær að koma sér fyrir í hópnum. Það er eitthvað sem er að smella saman.“ Þór/KA á Breiðablik á útivelli í næsta leik. Þær áttu í miklum vandræðum með Breiðablik á síðasta ári þar sem báðir leikirnir enduðu með stóru tapi. „Við leggjumst ekki í gröf þó maður tapi, alveg sama hvað það er stórt. Við viljum sýna Breiðablik að við séum ekki sama lið og við vorum í fyrra. Við viljum gefa þeim hörkuleik.“ Bæði Valur og Breiðablik töpuðu óvænt stigum í gær. „Ég held að þessi tvö lið muni verma efstu sætin nokkuð þægilega en allt annað gæti farið hvernig sem er. Ég las það einhver staðar í viðtali að liðin væri skipulögð og væru að leggja púður í að leggja leikinn vel upp og drilla liðið sitt. Þannig mögulega eiga þessi stóru lið ekki eins auðvelt með að brjóta minni liðin niður.“ Alfreð Elías: Fannst bara vera eitt lið á vellinum í seinni hálfleik Alfreð Elías var sáttur með sigurinn í kvöld.vísir/vilhelm „Við áttum svolítið brösulegan fyrri hálfleik. Mér fannst við vera svolítið undir í spilinu, þótt að Þór/KA hafi ekki fengið mörg færi í fyrri hálfleik að þá áttum við í svolitlum erfiðleikum með þær. Þær eru ferskar og vita hvað þær vilja gera en við fórum yfir það í hálfleik og mér fannst bara vera eitt lið á vellinum í seinni hálfleik,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir leik. Nýju leikmennirnir hafa komið vel inn í lið Selfoss en Brenna og Caity skoruðu báðar í dag. „Ég er mjög ánægður með að fá Brennu í liðið. Hún er frábær á vellinum en svo er hún líka bara góð stelpa og kemur vel inn í hópinn. Caity sömuleiðis, hún gerði vel í dag. Emma var líka frábær og Guðný í markinu. Þetta eru stelpur sem styrkja okkur mikið í bland við mjög góðar heimastelpur.“ „Það eru erfiðar vikur framundan. Það verður spilað mjög þétt. Við eigum leik á laugardaginn við Stjörnuna og svo strax á miðvikudaginn á móti Þrótti. Þannig við þurfum að vera skynsamar og hlaða batteríin vel. Ég leyfði til dæmis ungu stelpunum að koma inn á í dag sem tóku nokkrar mínútur fyrir gömlu jálkana.“ Framundan er leikur á móti Stjörnunni. „Ég fer bara í að skoða það á morgun og hinn. Ég ætla bara að njóta þess að fara með stelpunum í rútu og hafa gaman. Fagna því að við séum með sex stig eftir tvo leiki.“ Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA UMF Selfoss Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Selfoss er á toppi Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Þór/KA í Boganum á Akureyri í kvöld. Þór/KA og Selfoss áttust við í annarri umferð Pepsí Max deildarinnar í Boganum á Akureyri í dag. Bæði lið unnu í fyrstu umferð deildarinnar og eftir úrslit gærdagsins var ljóst að það lið sem ynni í dag færi á topp deildarinnar. Leikurinn fór rólega af stað, bæði lið gáfu sér góðan tíma á boltann og lítið um ógnanir. Þór/KA byrjaði þó eilítið betur og átti fyrsta skot leiksins sem kom á sjöundu mínútu þegar Colleen Kennedy átti skot fyrir utan teig. Leikurinn einkenndist þó af litlum opnunum og mikilli baráttu. Það dró til tíðinda á 18. mínútu þegar Brenna Lovera vann baráttu gegn Huldu Björg á miðjum vallarhelming Þór/KA um boltann og keyrði að marki Þór/KA þar sem hún lék á Hörpu í markinu og kom boltanum í netið. Frábært einstaklingsframtak og þriðja mark Brennu í tveimur leikjum. Arna Kristinsdóttir fékk tækifæri til að jafna fyrir Þór/KA á þrítugustu mínútu en brást bogalistinn úr dauðafæri. Staðan því 0-1 fyrir Selfoss í hálfleik. Lítið markvert gerðist í upphafi seinni hálfleiksins en Selfoss stelpur voru líklegar til að skora sitt annað mark þegar Caity Heap skallaði boltann af stuttu færi á 60. mínútu en skallinn framhjá. Caity átti eftir að koma aftur við sögu stuttu síðar þegar hún átti þrumuskot af miðju vallar Þór/KA sem söng í netinu. Óverjandi fyrir Hörpu í marki Þór/KA og staðan orðinn 0-2. Hvorugt liðið náði að skora það sem eftir lifði leiks og því stigin þrjú á leiðinni á Selfoss. Selfoss er því eina liðið í deildinni með fullt hús stiga og tyllir sér á topp deildarinnar með sex stig. Af hverju vann Selfoss? Selfoss var betra liðið á vellinum lengst af. Leikurinn einkenndist af baráttu sem þær unni í flestum tilfellum. Liðið var skipulagt, vel spilandi og þolinmóðar. Skora tvö frábær mörk sem koma frá leikmönnum sem komu fyrir mótið og virka báðar í flottu standi. Hverjar stóðu upp úr? Selfoss liðið lítur vel út fyrir sumarið. Brenna og Caity koma sterkar inn í liðið. Brenna frábær í framlínunni og Caity hreyfanleg inn á miðjunni. Emma Kay stjórnaði svo vörninni þar sem lítið fór í gegn. Hólmfríður var sömuleiðis frábær og mikill fengur að hafa þann reynslubolta í liðinu. Snædís var öflug í liði Þór/KA og sömuleiðis átti Karen María nokkrar góðar rispur. Hólmfríður Magnúsdóttir átti góðan leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Sóknarleikur var bitlaus hjá heimastúlkum og lítið fyrir Guðný að gera í marki Selfoss. Hvað gerist næst? Þór/KA heimsækir Íslandsmeistara Breiðabliks í næstu umferð sem töpuðu fyrir ÍBV í síðustu umferð. Selfoss spilar sinn fyrsta heimaleik og fær Stjörnuna í heimsókn. Andri Hjörvar: Svíður alltaf meira að tapa á heimavelli Andri Hjörvar, þjálfari Þórs/KA.Vísir/Vilhelm „Þetta var svekkjandi og leiðinlegt að tapa 2-0. Það svíður alltaf meira að tapa á heimavelli. Í dag lögðum við mikið púður í leikinn, við hlupum mikið og börðumst mjög mikið. Við spiluðum oft á köflum mjög vel og að fá ekkert út úr því er svekkjandi,“ sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA eftir leik. „Það vantar kannski úthald og fókus, ég veit ekki alveg hvernig ég á að meta það en við spilum vel á köflum og komumst í ákjósanlegar stöður. Það er kannski aðallega hvernig við endum þær sóknir sem eru svona góðar. Við þurfum bara að vinna í því og lengja svo þessa góðu spilkafla.“ Í fyrsta marki Selfoss vinnur Brenna boltann af Huldu Björg. „Ef þú ert að tala um hvort þetta var brot eða ekki þá þarf ég bara að sjá það aftur. Ég á það til að gleyma mómentum í leikjum og er ekki alveg viss hvað gerðist, hvort hún togar í hana, hindrar hana eða að þetta var löglegt. Það sem Brenna gerir svo í framhaldinu, hvernig hún klárar færið það er mjög vel gert en ég treysti mér ekki í það að segja um hvort brot var að ræða.“ Eins og flest lið í deildinni styrkti Þór/KA sig fyrir mótið. „Þær eru að koma vel inn í þetta en þær komu svolítið seint. Við hefðum viljað fá þær fyrr inn í hópinn. Nú erum við bara að koma okkar hugmyndarfræði á framfæri við þær og þær að koma sér fyrir í hópnum. Það er eitthvað sem er að smella saman.“ Þór/KA á Breiðablik á útivelli í næsta leik. Þær áttu í miklum vandræðum með Breiðablik á síðasta ári þar sem báðir leikirnir enduðu með stóru tapi. „Við leggjumst ekki í gröf þó maður tapi, alveg sama hvað það er stórt. Við viljum sýna Breiðablik að við séum ekki sama lið og við vorum í fyrra. Við viljum gefa þeim hörkuleik.“ Bæði Valur og Breiðablik töpuðu óvænt stigum í gær. „Ég held að þessi tvö lið muni verma efstu sætin nokkuð þægilega en allt annað gæti farið hvernig sem er. Ég las það einhver staðar í viðtali að liðin væri skipulögð og væru að leggja púður í að leggja leikinn vel upp og drilla liðið sitt. Þannig mögulega eiga þessi stóru lið ekki eins auðvelt með að brjóta minni liðin niður.“ Alfreð Elías: Fannst bara vera eitt lið á vellinum í seinni hálfleik Alfreð Elías var sáttur með sigurinn í kvöld.vísir/vilhelm „Við áttum svolítið brösulegan fyrri hálfleik. Mér fannst við vera svolítið undir í spilinu, þótt að Þór/KA hafi ekki fengið mörg færi í fyrri hálfleik að þá áttum við í svolitlum erfiðleikum með þær. Þær eru ferskar og vita hvað þær vilja gera en við fórum yfir það í hálfleik og mér fannst bara vera eitt lið á vellinum í seinni hálfleik,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir leik. Nýju leikmennirnir hafa komið vel inn í lið Selfoss en Brenna og Caity skoruðu báðar í dag. „Ég er mjög ánægður með að fá Brennu í liðið. Hún er frábær á vellinum en svo er hún líka bara góð stelpa og kemur vel inn í hópinn. Caity sömuleiðis, hún gerði vel í dag. Emma var líka frábær og Guðný í markinu. Þetta eru stelpur sem styrkja okkur mikið í bland við mjög góðar heimastelpur.“ „Það eru erfiðar vikur framundan. Það verður spilað mjög þétt. Við eigum leik á laugardaginn við Stjörnuna og svo strax á miðvikudaginn á móti Þrótti. Þannig við þurfum að vera skynsamar og hlaða batteríin vel. Ég leyfði til dæmis ungu stelpunum að koma inn á í dag sem tóku nokkrar mínútur fyrir gömlu jálkana.“ Framundan er leikur á móti Stjörnunni. „Ég fer bara í að skoða það á morgun og hinn. Ég ætla bara að njóta þess að fara með stelpunum í rútu og hafa gaman. Fagna því að við séum með sex stig eftir tvo leiki.“
Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA UMF Selfoss Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira