Metoo umræða á þingi: Réttarkerfið brugðist og sönnunarbyrðin erfið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. maí 2021 14:19 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona VG, Olga Margrét Cilia, þingkona Pírata og Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins. vísir/samsett Þingmenn fordæmdu nauðgunarmenningu og sögðu réttarkerfið hafa brugðist þolendum kynferðisofbeldis í umræðum um störf þingsins í dag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri Grænna, hóf ræðu sína á að þakka öllum þeim sem stigið hafa fram með reynslusögur um kynbundið ofbeldi. „Það er ekki auðvelt að vinda ofan af nauðgunarmenningu. Við erum í annarri bylgju metoo.“ Hún vísaði til umræðu um hvort réttlætanlegt væri að birta á samfélagsmiðlum svo miklar upplýsingar að meintir gerendur væru nánast persónugreindir án þess að mál hafi ratað inn á borð lögreglu. „En á sama tíma fáum við upplýsingar um að Landsréttur mildi dóma í 40% kynferðisbrotamála sem fara fyrir dóminn. Til samanburðar eru 25% dóma í ofbeldis- og fíkniefnabrotum mildaðar. Skyldi engan undra að þolendur séu tregir til að leita réttar síns ef þetta eru kveðjurnar frá dómstólum landsins,“ sagði Bjarkey og bætti við að enn væri langt í land þrátt fyrir að fyrir nýlegar breytingar á hegningarlögum. „Þó að það séu þrjú ár síðan við hér í þessum sal, breyttum almennum hegningarlögum á þá vegu að samþykki væri sett í forgrunn í kynferðisbrotamálum, þá er sönnunarbyrðinni í þessum málum enn þá allt of há. Í ofanálag eru þolendur sem stíga fram sakaðir um að sverta mannorð gerenda sinna. Það er umræða sem við þurfum að uppræta strax. Það eru gerendur sem sverta sitt eigin mannorð þegar þeir beita ofbeldinu.“ Rætt var um metoo-bylgjuna í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag.mynd/vísir Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, spurði jafnframt hvort refsivörslukerfið væri í stakk búið til þess að takast á við verkefnið. „Það er hryllilegt að vita til þess að okkar annars góða samfélag sé með þennan ljóta blett sem kynferðislegt ofbeldi og áreiti er. Við þurfum að hlusta á þessar sögur. Við þurfum að læra og við þurfum einfaldlega að gera betur. Þrátt fyrir átaki í að efla rannsóknir kynferðisbrota og hraða afgreiðslu þeirra erum við samt ekki að gera nógu vel og við þurfum að gera betur,“ sagði Bryndís og bætti við að einnng þurfi að huga að því að veita gerendum aðstoð til þess að hætta að beita ofbeldi. Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata, sagði réttarkerfið hafa brugðist. „Við kærum ekki því að réttarkerfið segir okkur að þegja. Við kærum ekki því að ef við dirfumst að gera það er okkur úthúðað í samfélaginu. Ef við segjum frá erum við útskúfaðar frá fjölskyldum og vinum,“ sagði Olga og varpaði ábyrgðinni yfir á gerendur. „Spurningin ætti að vera: Af hverju hætta þessir góðu gerendur, ekki bara áreita, nauðga, lítillækka og valda óafturkallanlegum skaða á lífi kvenna og kynsegin?“ „Skömmin er ekki þolenda. Skömmin er gerenda og réttarkerfis sem hefur gjörsamlega brugðist þolendum kynferðisofbeldis og neitar að taka ábyrgð á þeim varanlegum skaða sem það hefur valdið á kynslóðum, kvenna og kynsegin sem treysta ekki kerfinu til að ná fram réttlæti,“ sagði Olga. MeToo Alþingi Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri Grænna, hóf ræðu sína á að þakka öllum þeim sem stigið hafa fram með reynslusögur um kynbundið ofbeldi. „Það er ekki auðvelt að vinda ofan af nauðgunarmenningu. Við erum í annarri bylgju metoo.“ Hún vísaði til umræðu um hvort réttlætanlegt væri að birta á samfélagsmiðlum svo miklar upplýsingar að meintir gerendur væru nánast persónugreindir án þess að mál hafi ratað inn á borð lögreglu. „En á sama tíma fáum við upplýsingar um að Landsréttur mildi dóma í 40% kynferðisbrotamála sem fara fyrir dóminn. Til samanburðar eru 25% dóma í ofbeldis- og fíkniefnabrotum mildaðar. Skyldi engan undra að þolendur séu tregir til að leita réttar síns ef þetta eru kveðjurnar frá dómstólum landsins,“ sagði Bjarkey og bætti við að enn væri langt í land þrátt fyrir að fyrir nýlegar breytingar á hegningarlögum. „Þó að það séu þrjú ár síðan við hér í þessum sal, breyttum almennum hegningarlögum á þá vegu að samþykki væri sett í forgrunn í kynferðisbrotamálum, þá er sönnunarbyrðinni í þessum málum enn þá allt of há. Í ofanálag eru þolendur sem stíga fram sakaðir um að sverta mannorð gerenda sinna. Það er umræða sem við þurfum að uppræta strax. Það eru gerendur sem sverta sitt eigin mannorð þegar þeir beita ofbeldinu.“ Rætt var um metoo-bylgjuna í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag.mynd/vísir Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, spurði jafnframt hvort refsivörslukerfið væri í stakk búið til þess að takast á við verkefnið. „Það er hryllilegt að vita til þess að okkar annars góða samfélag sé með þennan ljóta blett sem kynferðislegt ofbeldi og áreiti er. Við þurfum að hlusta á þessar sögur. Við þurfum að læra og við þurfum einfaldlega að gera betur. Þrátt fyrir átaki í að efla rannsóknir kynferðisbrota og hraða afgreiðslu þeirra erum við samt ekki að gera nógu vel og við þurfum að gera betur,“ sagði Bryndís og bætti við að einnng þurfi að huga að því að veita gerendum aðstoð til þess að hætta að beita ofbeldi. Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata, sagði réttarkerfið hafa brugðist. „Við kærum ekki því að réttarkerfið segir okkur að þegja. Við kærum ekki því að ef við dirfumst að gera það er okkur úthúðað í samfélaginu. Ef við segjum frá erum við útskúfaðar frá fjölskyldum og vinum,“ sagði Olga og varpaði ábyrgðinni yfir á gerendur. „Spurningin ætti að vera: Af hverju hætta þessir góðu gerendur, ekki bara áreita, nauðga, lítillækka og valda óafturkallanlegum skaða á lífi kvenna og kynsegin?“ „Skömmin er ekki þolenda. Skömmin er gerenda og réttarkerfis sem hefur gjörsamlega brugðist þolendum kynferðisofbeldis og neitar að taka ábyrgð á þeim varanlegum skaða sem það hefur valdið á kynslóðum, kvenna og kynsegin sem treysta ekki kerfinu til að ná fram réttlæti,“ sagði Olga.
MeToo Alþingi Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira