Þóra fer frá Icelandair yfir til Play Eiður Þór Árnason skrifar 10. maí 2021 17:32 Síðast starfaði Þóra sem forstöðumaður innanlandsflugs hjá Icelandair. Samsett Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play. Mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið flugfélagsins sem og að leiða skráningu Play á Nasdaq First North Iceland markaðinn. Þóra kemur frá Icelandair og tekur til starfa á næstu dögum. Er hún annar framkvæmdastjórinn sem er ráðinn inn til félagsins en í síðustu viku var greint frá því að Georg Haraldsson myndi ganga til liðs við Play sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs. Fram kemur í tilkynningu frá Play að Þóra hafi víðtæka alþjóðlega reynslu af störfum tengdum fjármálum, rekstri og stjórnun sem spanni sautján ár. Síðast starfaði Þóra sem forstöðumaður innanlandsflugs hjá Icelandair en áður var hún fjármálastjóri og forstöðumaður upplýsingatækni og stafrænnar þróunar hjá Air Iceland Connect. Þóra var forstöðumaður áhættu- og fjárstýringar hjá Landsneti á árunum 2012 til 2017 og vann einnig við fjárstýringu hjá Landic Property. Áður starfaði Þóra um nokkurra ára skeið hjá Morgan Stanley í Tókýó. Flugið heillar „Flugrekstur er einstaklega heillandi. Ég hef mikla trú á þeirri hugmyndafræði sem eigendur og forstjóri PLAY hafa sett fram og hlakka til þess að taka þátt í framtíðaruppbyggingu félagsins. Ferðaþjónusta er öflug og ég er sannfærð um að hún muni blómstri á ný eftir þessa krefjandi tíma,“ segir Þóra í tilkynningu. Þóra er viðskiptafræðingur með löggildingu í verðbréfaviðskiptum. Hún er með mastersgráðu í markaðsfræðum frá viðskiptaháskólanum EADA í Barcelona og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Þóra er gift Bjarna Erni Kærnested, forstöðumanni hjá Össuri og eiga þau tvö börn. Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, segist vera ánægður með að fá Þóru inn í stjórnunarteymið. „Það er sannarlega mikill fengur fyrir Play að fá Þóru til starfa. Hún hefur öflugan alþjóðlegan bakgrunn í fjármálum og rekstri og þekkir auk þess vel til flugreksturs. Play mun vaxa hratt á næstunni og þá skiptir lykilmáli að teymið sem stýrir félaginu sé samhent og öflugt,” segir Birgir í tilkynningu. Play Fréttir af flugi Vistaskipti Tengdar fréttir Ætla að fljúga til Alicante, Tenerife, Lundúna, Kaupmannahafnar og Parísar Forstjóri flugfélagsins Play segir flugfélagið það vel fjármagnað að það þyrfti jafnvel ekki að hefja flug næstu tvö árin. Stefnan er þó tekin á fyrsta flug í júní og áfangastaðirnir vel þekktir meðal Íslendinga. 2. maí 2021 18:25 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Sjá meira
Þóra kemur frá Icelandair og tekur til starfa á næstu dögum. Er hún annar framkvæmdastjórinn sem er ráðinn inn til félagsins en í síðustu viku var greint frá því að Georg Haraldsson myndi ganga til liðs við Play sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs. Fram kemur í tilkynningu frá Play að Þóra hafi víðtæka alþjóðlega reynslu af störfum tengdum fjármálum, rekstri og stjórnun sem spanni sautján ár. Síðast starfaði Þóra sem forstöðumaður innanlandsflugs hjá Icelandair en áður var hún fjármálastjóri og forstöðumaður upplýsingatækni og stafrænnar þróunar hjá Air Iceland Connect. Þóra var forstöðumaður áhættu- og fjárstýringar hjá Landsneti á árunum 2012 til 2017 og vann einnig við fjárstýringu hjá Landic Property. Áður starfaði Þóra um nokkurra ára skeið hjá Morgan Stanley í Tókýó. Flugið heillar „Flugrekstur er einstaklega heillandi. Ég hef mikla trú á þeirri hugmyndafræði sem eigendur og forstjóri PLAY hafa sett fram og hlakka til þess að taka þátt í framtíðaruppbyggingu félagsins. Ferðaþjónusta er öflug og ég er sannfærð um að hún muni blómstri á ný eftir þessa krefjandi tíma,“ segir Þóra í tilkynningu. Þóra er viðskiptafræðingur með löggildingu í verðbréfaviðskiptum. Hún er með mastersgráðu í markaðsfræðum frá viðskiptaháskólanum EADA í Barcelona og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Þóra er gift Bjarna Erni Kærnested, forstöðumanni hjá Össuri og eiga þau tvö börn. Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, segist vera ánægður með að fá Þóru inn í stjórnunarteymið. „Það er sannarlega mikill fengur fyrir Play að fá Þóru til starfa. Hún hefur öflugan alþjóðlegan bakgrunn í fjármálum og rekstri og þekkir auk þess vel til flugreksturs. Play mun vaxa hratt á næstunni og þá skiptir lykilmáli að teymið sem stýrir félaginu sé samhent og öflugt,” segir Birgir í tilkynningu.
Play Fréttir af flugi Vistaskipti Tengdar fréttir Ætla að fljúga til Alicante, Tenerife, Lundúna, Kaupmannahafnar og Parísar Forstjóri flugfélagsins Play segir flugfélagið það vel fjármagnað að það þyrfti jafnvel ekki að hefja flug næstu tvö árin. Stefnan er þó tekin á fyrsta flug í júní og áfangastaðirnir vel þekktir meðal Íslendinga. 2. maí 2021 18:25 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Sjá meira
Ætla að fljúga til Alicante, Tenerife, Lundúna, Kaupmannahafnar og Parísar Forstjóri flugfélagsins Play segir flugfélagið það vel fjármagnað að það þyrfti jafnvel ekki að hefja flug næstu tvö árin. Stefnan er þó tekin á fyrsta flug í júní og áfangastaðirnir vel þekktir meðal Íslendinga. 2. maí 2021 18:25