Auðlindir og geimverur Brynjar Níelsson skrifar 10. maí 2021 16:28 Stundum er sagt að glöggt sé gestsauga. Það á greinilega ekki alltaf við. Vikulega skrifar í Fréttablaðið rithöfundur búsettur á Bretlandseyjum, sem samsvarar sér vel við 101 fólkið í London, sem er það eina sem eftir er á öllum Bretlandseyjum sem kýs Verkamannaflokkinn. Þröng og sjálfhverf mennta- og menningarelíta sem er í engum tengslum við stritandi alþýðu og hefur enga hugmynd um hvernig verðmæti verða til. Flýgur um allan heim illa haldið af lofslagskvíða til að halda málþing um endalok jarðarinnar og segja okkur hvað þau eru gáfuð og góð. Verðmætasköpun Fyrir rúmri viku skrifaði rithöfundurinn pistil í Fréttablaðið með yfirskriftinni, Brynjar og geimverurnar. Var hann eitthvað ósáttur við að ég skyldi gera mikið úr öflugum útgerðarfyrirtækjum í verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið og benti mér föðurlega á að uppspretta verðmætanna væri fiskurinn í sjónum. Vissulega má segja að fiskurinn sé uppsprettan en hann er samt verðlaus syndandi í sjónum. Oftrú á auðlindir einkennir gjarnan umfjöllun þeirra sem minnst geta og minnst framkvæma. Þessi hópur er sérlega upptekinn af verðmæti auðlinda. Í heiminum eru fjölmargar þjóðir sem eiga gnótt auðlinda, sem gætu ef vel er með farið tryggt íbúum þeirra viðunandi lífskjör. Það er hins vegar langt í frá að hægt sé að setja samasem merki á milli auðlinda og afkomu. Á sama tíma og peningaleg verðmæti auðlinda eru ofmetin er virði þeirra einstaklinga sem skapa verðmæti úr auðlindum vanmetin. Vel rekin fyrirtæki eru auðlind Fiskurinn í sjónum er auðlind. Skipulag veiðanna, skynsemi í fjárfestingum, markaðssetning, gæðastjórnun, verðlagning, sala og rekstur er hins vegar vanmetinn. Samkeppnin er hörð, markaðaðstæður geta breyst hratt, og gera kröfu til þess að brugðist sé strax við. Að öðrum kosti er hætt við að viðkomandi verði undir í samkeppninni og verðmæti auðlindarinnar fari forgörðum. Það er því enginn ástæða til að tala fyrirtæki niður sem nær árangri. Það þarf mikla eljusemi, dugnað og útsjónarsemi til þess að reka fyrirtæki vel. Það er hins vegar enginn vandi að gera það illa. Hún er mikil ábyrgð þeirra sem nýta auðlindirnar og gera sem mest verðmæti úr þeim. Miklar og heitar tilfinningar eru til staðar þegar kemur að nýtingu auðlinda landsins, ekki síst þegar vel gengur. Því þarf, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að sýna ákveðna auðmýkt, jafnvel þótt mönnum finnist vegið óheiðarlega að þeim. Að öðrum kosti er sú hætta raunveruleg að grafið verði undan efnahagslegum undirstöðum, sem öflugt fiskveiðistjórnunarkerfi er, öllum til tjóns. Hins vegar þarf elítan í 101, hvort sem hún er í Reykjavík eða London, að ná örlítilli stjórn á tilfinningum sínum og hleypa að rökum og skynsemi. Það er enginn að stela auðlindinni eða að hafa af okkur fé. Hagsmunir þjóðarbúsins eru öflug og samkeppnishæf fyrirtæki og það er ekki í okkar þágu að auka skatta og gjöld í ríkissjóð og veikja með því fyrirtækin og samkeppnishæfni þeirra. Það er heldur ekki í okkar þágu að tala þau niður um allan heim og hafa uppi ásakanir opinberlega um hvers kyns ólögmæta háttsemi þeirra án þess að hafa nægar forsendur til. Það heitir að pissa í skóinn sinn. Hagnaður eða arður fyrirtækja er ekki á kostnað almennings eins og margir halda, einkum þeir sem fá allt sitt úr ríkissjóði og þekkja ekki annað. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Brynjar Níelsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að glöggt sé gestsauga. Það á greinilega ekki alltaf við. Vikulega skrifar í Fréttablaðið rithöfundur búsettur á Bretlandseyjum, sem samsvarar sér vel við 101 fólkið í London, sem er það eina sem eftir er á öllum Bretlandseyjum sem kýs Verkamannaflokkinn. Þröng og sjálfhverf mennta- og menningarelíta sem er í engum tengslum við stritandi alþýðu og hefur enga hugmynd um hvernig verðmæti verða til. Flýgur um allan heim illa haldið af lofslagskvíða til að halda málþing um endalok jarðarinnar og segja okkur hvað þau eru gáfuð og góð. Verðmætasköpun Fyrir rúmri viku skrifaði rithöfundurinn pistil í Fréttablaðið með yfirskriftinni, Brynjar og geimverurnar. Var hann eitthvað ósáttur við að ég skyldi gera mikið úr öflugum útgerðarfyrirtækjum í verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið og benti mér föðurlega á að uppspretta verðmætanna væri fiskurinn í sjónum. Vissulega má segja að fiskurinn sé uppsprettan en hann er samt verðlaus syndandi í sjónum. Oftrú á auðlindir einkennir gjarnan umfjöllun þeirra sem minnst geta og minnst framkvæma. Þessi hópur er sérlega upptekinn af verðmæti auðlinda. Í heiminum eru fjölmargar þjóðir sem eiga gnótt auðlinda, sem gætu ef vel er með farið tryggt íbúum þeirra viðunandi lífskjör. Það er hins vegar langt í frá að hægt sé að setja samasem merki á milli auðlinda og afkomu. Á sama tíma og peningaleg verðmæti auðlinda eru ofmetin er virði þeirra einstaklinga sem skapa verðmæti úr auðlindum vanmetin. Vel rekin fyrirtæki eru auðlind Fiskurinn í sjónum er auðlind. Skipulag veiðanna, skynsemi í fjárfestingum, markaðssetning, gæðastjórnun, verðlagning, sala og rekstur er hins vegar vanmetinn. Samkeppnin er hörð, markaðaðstæður geta breyst hratt, og gera kröfu til þess að brugðist sé strax við. Að öðrum kosti er hætt við að viðkomandi verði undir í samkeppninni og verðmæti auðlindarinnar fari forgörðum. Það er því enginn ástæða til að tala fyrirtæki niður sem nær árangri. Það þarf mikla eljusemi, dugnað og útsjónarsemi til þess að reka fyrirtæki vel. Það er hins vegar enginn vandi að gera það illa. Hún er mikil ábyrgð þeirra sem nýta auðlindirnar og gera sem mest verðmæti úr þeim. Miklar og heitar tilfinningar eru til staðar þegar kemur að nýtingu auðlinda landsins, ekki síst þegar vel gengur. Því þarf, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að sýna ákveðna auðmýkt, jafnvel þótt mönnum finnist vegið óheiðarlega að þeim. Að öðrum kosti er sú hætta raunveruleg að grafið verði undan efnahagslegum undirstöðum, sem öflugt fiskveiðistjórnunarkerfi er, öllum til tjóns. Hins vegar þarf elítan í 101, hvort sem hún er í Reykjavík eða London, að ná örlítilli stjórn á tilfinningum sínum og hleypa að rökum og skynsemi. Það er enginn að stela auðlindinni eða að hafa af okkur fé. Hagsmunir þjóðarbúsins eru öflug og samkeppnishæf fyrirtæki og það er ekki í okkar þágu að auka skatta og gjöld í ríkissjóð og veikja með því fyrirtækin og samkeppnishæfni þeirra. Það er heldur ekki í okkar þágu að tala þau niður um allan heim og hafa uppi ásakanir opinberlega um hvers kyns ólögmæta háttsemi þeirra án þess að hafa nægar forsendur til. Það heitir að pissa í skóinn sinn. Hagnaður eða arður fyrirtækja er ekki á kostnað almennings eins og margir halda, einkum þeir sem fá allt sitt úr ríkissjóði og þekkja ekki annað. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun