Lof og last 2. umferðar: KA, rauða spjaldið á Hauk Pál, samstaðan í Keflavík og margt fleira Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. maí 2021 10:15 Hallgrímur Mar [í miðri þvögunni] og Hrannar Björn [nr. 22] náðu vel saman í fyrsta sigri KA í Vesturbæ Reykjavíkur í 40 ár. Vísir/Hulda Margrét Annarri umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Hallgrímur Mar Steingrímsson Eftir frekar rólegt tímabil á síðustu leiktíð minnti Hallgrímur Mar heldur betur á sig í sigri KA á KR. Hann skoraði tvö og lagði upp þriðja mark liðsins í 3-1 sigri. Hallgrímur lék úti vinstra megin og virðist það hafa hjálpað honum að hafa bróðir sinn Hrannar Björn í vinstri bakverðinum. Reikna má með að það sé formúla sem Arnar Grétarsson haldi sig við ef marka má frammistöðu þeirra bræðra og KA-liðsins í heild á föstudaginn var. Nýliðarnir Leiknismenn naga sig eflaust í handarbökin að hafa misst 3-1 forystu gegn Breiðabliki niður í jafntefli. Liðið er þó komið með tvö stig og hefur ekki enn tapað leik. Þá vann Keflavík góðan 2-0 sigur á Stjörnunni, þar með hafa nýliðar tímabilsins 2021 unnið jafn marga leiki og nýliðar síðustu leiktíðar. Grótta og Fjölnir komu upp og fóru lóðbeint niður aftur. Bæði lið léku 18 leiki, Grótta vann einn [gegn Fjölni] á meðan Fjölnir van ekki leik. Það er enn mikið eftir af tímabilinu en frammistöður nýliðanna í ár hafa verið töluvert betri en við sáum á síðasta ári. Samstaðan í Keflavík Eins og áður sagði vann Keflavík góðan 2-0 sigur á Stjörnunni. Liðið komst yfir með umdeildri vítaspyrnu en aðalmaðurinn í þeirri sókn var ungur boltastrákur sem var einkar fljótur að hugsa eftir að Haraldur Björnsson kom út úr marki sínu. Samstaðan greinilega mikil suður með sjó og allir með á nótunum. Síðari hálfleikur Vals Íslandsmeistarar Vals voru manni færri og marki undir í hálfleik gegn FH í Kaplakrika. Í stað þess að falla enn aftar á völlinn og játa sig sigraða þá mættu leikmenn liðsins út á völl og sneru leiknum sér í hag. Sigurður Egill Lárusson jafnaði leikinn í 1-1 og á öðrum degi hefði Patrick Pedersen mögulega tryggt Valsmönnum stigin þrjú. Frábær frammistaða hjá lærisveinum Heimis Guðjónssonar. Svo mikið lögðu menn á sig að Heimir nýtti allar fimm skiptingarnar sem honum standa tl boð. Það gæti verið dágóð stund þangað til það gerist á nýjan leik. Valsmenn sneru bökum saman í síðari hálfleik og náðu í gott stig.Vísir/Hulda Margrét Last Haukur Páll Sigurðsson Fyrirliði Valsmanna fékk beint rautt spjald þegar hann lét klæki Jónatans Inga Jónssonar hlaupa með sig í gönur. Jónatan Ingi var þá fyrir aukaspyrnu sem Haukur Páll ætlaði að taka snöggt. Er fyrirliðinn undirbjó sig að því virtist að sparka boltanum í Jónatan – til þess að hann fengi gult fyrir að vera fyrir – potaði Jónatan í boltann og Haukur sparkaði í FH-inginn. Verðskuldað rautt spjald niðurstaðan en Haukur hafði nægan tíma til að hætta við og Jónatan hefði fengið gult spjald hvort eð er fyrir að pota í boltann. Veðrið upp á Skaga Mönnum var tíðrætt um veðrið upp á Skipaskaga í 1-1 jafntefli ÍA og Víkings. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari gestanna, kom inn á það að leik loknum sem og leikmenn liðanna. Þá var sólin lágt á lofti og menn því í stökustu vandræðum með að sjá boltann þegar hann fór upp í háloftin. Barca 2009 hefði verið í basli með að spila fótbolta undir þessum kringumstæðum í dag — Kristall Máni Ingason (@KristallMani) May 8, 2021 Stjarnan Ótrúleg atburðarrás átti sér stað í Garðabænum þar sem Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar til fjölda ára, sagði upp þegar aðeins ein umferð var búin. Ýmsar sögusagnir eru á kreiki varðandi af hverju Rúnar Páll sagði upp en í Garðabænum er þögnin ærandi. Þorvaldur Örlygsson er nú aðalþjálfari liðsins en honum er enginn greiði gerður að taka við í aðstæðum sem þessum. Frammistaða liðsins gegn Keflavík endurspeglaði svo almennt slæma viku og ljóst að Þorvaldur þarf að fara djúpt í eigin reynslubanka til að finna lausnir á þeim vandamálum sem herja á Stjörnuliðið í dag. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - KA 1-3 | Hallgrímur í aðalhlutverki þegar KA sótti sigur í Vesturbæinn KA gerði góða ferð í vesturbæ Reykjavíkur og vann 1-3 sigur á KR í fyrsta leik 2. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. KA er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki sína en KR þrjú. 7. maí 2021 20:44 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - Breiðablik 3-3 | Jason Daði bjargaði stigi fyrir Blika Breiðablik rétt slapp með 3-3 jafntefli úr Breiðholti eftir leik sinn við Leikni í 2. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. 8. maí 2021 22:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Víkingur 1-1 | Stál í stál á Skaganum ÍA og Víkingur gerðu jafntefli á Akranesi í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld. 8. maí 2021 22:47 Umfjöllun og viðtöl: HK - Fylkir 2 - 2| HK krækti í jafntefli í blálokin Jafntefli 2-2. Fylkir vann sinn fyrsta sigur í Pepsi Max deildinni þetta árið. Djair Terraii Carl Parfitt-Williams gerði bæði mörk Fylkis sem voru mjög sambærileg og bæði í upphafi hvers hálfleiks. Stefán Ljubicic minnkaði muninn í 1-2 með góðum skalla. Ásgeir Marteinsson kom inn á sem varamaður og jafnaði leikinn úr ótrúlegri aukaspyrnu frá löngu færi og niðurstaðan 2 -2 jafntefli. 8. maí 2021 22:35 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 2-0 | Tap í fyrsta leik Þorvalds Nýliðar Keflavíkur sigruðu Stjörnuna sem var að spila sinn fyrsta leik undir stjórn Þorvalds Örlygssonar. 9. maí 2021 18:31 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 1-1| Sigurður Egill tryggði Val stig manni færri Stórleikur umferðarinnar var í Kaplakrika þar sem FH og Valur áttust við. Þema umferðarinnar var jafntefli þar sem alls enduðu 4 leikir af 6 með jafntefli. Leikurinn í Kaplakrika endaði 1-1 9. maí 2021 22:40 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Hallgrímur Mar Steingrímsson Eftir frekar rólegt tímabil á síðustu leiktíð minnti Hallgrímur Mar heldur betur á sig í sigri KA á KR. Hann skoraði tvö og lagði upp þriðja mark liðsins í 3-1 sigri. Hallgrímur lék úti vinstra megin og virðist það hafa hjálpað honum að hafa bróðir sinn Hrannar Björn í vinstri bakverðinum. Reikna má með að það sé formúla sem Arnar Grétarsson haldi sig við ef marka má frammistöðu þeirra bræðra og KA-liðsins í heild á föstudaginn var. Nýliðarnir Leiknismenn naga sig eflaust í handarbökin að hafa misst 3-1 forystu gegn Breiðabliki niður í jafntefli. Liðið er þó komið með tvö stig og hefur ekki enn tapað leik. Þá vann Keflavík góðan 2-0 sigur á Stjörnunni, þar með hafa nýliðar tímabilsins 2021 unnið jafn marga leiki og nýliðar síðustu leiktíðar. Grótta og Fjölnir komu upp og fóru lóðbeint niður aftur. Bæði lið léku 18 leiki, Grótta vann einn [gegn Fjölni] á meðan Fjölnir van ekki leik. Það er enn mikið eftir af tímabilinu en frammistöður nýliðanna í ár hafa verið töluvert betri en við sáum á síðasta ári. Samstaðan í Keflavík Eins og áður sagði vann Keflavík góðan 2-0 sigur á Stjörnunni. Liðið komst yfir með umdeildri vítaspyrnu en aðalmaðurinn í þeirri sókn var ungur boltastrákur sem var einkar fljótur að hugsa eftir að Haraldur Björnsson kom út úr marki sínu. Samstaðan greinilega mikil suður með sjó og allir með á nótunum. Síðari hálfleikur Vals Íslandsmeistarar Vals voru manni færri og marki undir í hálfleik gegn FH í Kaplakrika. Í stað þess að falla enn aftar á völlinn og játa sig sigraða þá mættu leikmenn liðsins út á völl og sneru leiknum sér í hag. Sigurður Egill Lárusson jafnaði leikinn í 1-1 og á öðrum degi hefði Patrick Pedersen mögulega tryggt Valsmönnum stigin þrjú. Frábær frammistaða hjá lærisveinum Heimis Guðjónssonar. Svo mikið lögðu menn á sig að Heimir nýtti allar fimm skiptingarnar sem honum standa tl boð. Það gæti verið dágóð stund þangað til það gerist á nýjan leik. Valsmenn sneru bökum saman í síðari hálfleik og náðu í gott stig.Vísir/Hulda Margrét Last Haukur Páll Sigurðsson Fyrirliði Valsmanna fékk beint rautt spjald þegar hann lét klæki Jónatans Inga Jónssonar hlaupa með sig í gönur. Jónatan Ingi var þá fyrir aukaspyrnu sem Haukur Páll ætlaði að taka snöggt. Er fyrirliðinn undirbjó sig að því virtist að sparka boltanum í Jónatan – til þess að hann fengi gult fyrir að vera fyrir – potaði Jónatan í boltann og Haukur sparkaði í FH-inginn. Verðskuldað rautt spjald niðurstaðan en Haukur hafði nægan tíma til að hætta við og Jónatan hefði fengið gult spjald hvort eð er fyrir að pota í boltann. Veðrið upp á Skaga Mönnum var tíðrætt um veðrið upp á Skipaskaga í 1-1 jafntefli ÍA og Víkings. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari gestanna, kom inn á það að leik loknum sem og leikmenn liðanna. Þá var sólin lágt á lofti og menn því í stökustu vandræðum með að sjá boltann þegar hann fór upp í háloftin. Barca 2009 hefði verið í basli með að spila fótbolta undir þessum kringumstæðum í dag — Kristall Máni Ingason (@KristallMani) May 8, 2021 Stjarnan Ótrúleg atburðarrás átti sér stað í Garðabænum þar sem Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar til fjölda ára, sagði upp þegar aðeins ein umferð var búin. Ýmsar sögusagnir eru á kreiki varðandi af hverju Rúnar Páll sagði upp en í Garðabænum er þögnin ærandi. Þorvaldur Örlygsson er nú aðalþjálfari liðsins en honum er enginn greiði gerður að taka við í aðstæðum sem þessum. Frammistaða liðsins gegn Keflavík endurspeglaði svo almennt slæma viku og ljóst að Þorvaldur þarf að fara djúpt í eigin reynslubanka til að finna lausnir á þeim vandamálum sem herja á Stjörnuliðið í dag.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - KA 1-3 | Hallgrímur í aðalhlutverki þegar KA sótti sigur í Vesturbæinn KA gerði góða ferð í vesturbæ Reykjavíkur og vann 1-3 sigur á KR í fyrsta leik 2. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. KA er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki sína en KR þrjú. 7. maí 2021 20:44 Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - Breiðablik 3-3 | Jason Daði bjargaði stigi fyrir Blika Breiðablik rétt slapp með 3-3 jafntefli úr Breiðholti eftir leik sinn við Leikni í 2. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. 8. maí 2021 22:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Víkingur 1-1 | Stál í stál á Skaganum ÍA og Víkingur gerðu jafntefli á Akranesi í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld. 8. maí 2021 22:47 Umfjöllun og viðtöl: HK - Fylkir 2 - 2| HK krækti í jafntefli í blálokin Jafntefli 2-2. Fylkir vann sinn fyrsta sigur í Pepsi Max deildinni þetta árið. Djair Terraii Carl Parfitt-Williams gerði bæði mörk Fylkis sem voru mjög sambærileg og bæði í upphafi hvers hálfleiks. Stefán Ljubicic minnkaði muninn í 1-2 með góðum skalla. Ásgeir Marteinsson kom inn á sem varamaður og jafnaði leikinn úr ótrúlegri aukaspyrnu frá löngu færi og niðurstaðan 2 -2 jafntefli. 8. maí 2021 22:35 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 2-0 | Tap í fyrsta leik Þorvalds Nýliðar Keflavíkur sigruðu Stjörnuna sem var að spila sinn fyrsta leik undir stjórn Þorvalds Örlygssonar. 9. maí 2021 18:31 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 1-1| Sigurður Egill tryggði Val stig manni færri Stórleikur umferðarinnar var í Kaplakrika þar sem FH og Valur áttust við. Þema umferðarinnar var jafntefli þar sem alls enduðu 4 leikir af 6 með jafntefli. Leikurinn í Kaplakrika endaði 1-1 9. maí 2021 22:40 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - KA 1-3 | Hallgrímur í aðalhlutverki þegar KA sótti sigur í Vesturbæinn KA gerði góða ferð í vesturbæ Reykjavíkur og vann 1-3 sigur á KR í fyrsta leik 2. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. KA er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki sína en KR þrjú. 7. maí 2021 20:44
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir - Breiðablik 3-3 | Jason Daði bjargaði stigi fyrir Blika Breiðablik rétt slapp með 3-3 jafntefli úr Breiðholti eftir leik sinn við Leikni í 2. umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta. 8. maí 2021 22:15
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Víkingur 1-1 | Stál í stál á Skaganum ÍA og Víkingur gerðu jafntefli á Akranesi í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld. 8. maí 2021 22:47
Umfjöllun og viðtöl: HK - Fylkir 2 - 2| HK krækti í jafntefli í blálokin Jafntefli 2-2. Fylkir vann sinn fyrsta sigur í Pepsi Max deildinni þetta árið. Djair Terraii Carl Parfitt-Williams gerði bæði mörk Fylkis sem voru mjög sambærileg og bæði í upphafi hvers hálfleiks. Stefán Ljubicic minnkaði muninn í 1-2 með góðum skalla. Ásgeir Marteinsson kom inn á sem varamaður og jafnaði leikinn úr ótrúlegri aukaspyrnu frá löngu færi og niðurstaðan 2 -2 jafntefli. 8. maí 2021 22:35
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 2-0 | Tap í fyrsta leik Þorvalds Nýliðar Keflavíkur sigruðu Stjörnuna sem var að spila sinn fyrsta leik undir stjórn Þorvalds Örlygssonar. 9. maí 2021 18:31
Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 1-1| Sigurður Egill tryggði Val stig manni færri Stórleikur umferðarinnar var í Kaplakrika þar sem FH og Valur áttust við. Þema umferðarinnar var jafntefli þar sem alls enduðu 4 leikir af 6 með jafntefli. Leikurinn í Kaplakrika endaði 1-1 9. maí 2021 22:40