Ræddu við fólk sem kveikti eld í og við Heiðmörk Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2021 12:54 Svona var umhorfs eftir gróðureldinn í Heiðmörk í síðustu viku. Óvissustig vegna eldhættu er í gildi frá Eyjafjöllum að Snæfellsnesi vegna þurrks. Vísir/RAX Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ræddu við fólk sem grillaði í Heiðmörk í gær og ungmenni sem kveiktu varðeld við Hvaleyrarvatn í nótt. Óvissustig er í gildi vegna hættu á gróðureldum en yfirlögregluþjónn segir erfitt að banna fólki að nýta sér aðstöðu sem er til staðar. Ákaflega þurrt og sólríkt hefur verið í veðri á sunnan- og vestanverðu landinu í rúma viku og er gróður afar þurr af þeim sökum. Í síðustu viku var lýst yfir óvissustigi vegna hættu á gróðurheldum á svæði sem nær frá Eyjafjöllum að sunnanverðu Snæfellsnesi. Almenningur hefur af þeim sökum verið hvattur til að sýna aðgát með opin eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Mikill gróðureldur kviknaði í Heiðmörk á þriðjudagskvöld sem er talinn sá annar stærsti hér á landi undanfarin fimmtán ár. Áætlað er að um tveir ferkílómetrar lands hafi orðið eldi að bráð. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglumenn hafi farið upp í Heiðmörk í gær og rætt við fólk sem grillaði í upphlaðinni aðstöðu sem er þar. Fólkið hafi verið meðvitað um hættuna og haft með sér vatn til þess að geta slökkt í ef eitthvað bæri út af. „Auðvitað brýnum við fyrir fólki að fara mjög varlega með eld. Það þarf svo ofsalega lítið til að illa fari. Ef að eldur dreifir úr sér um gróður sem er svona þurr er mjög ólíklegt að fólki ráði við það. Ég held að það geri sér ekki grein fyrir hvað það þarf mikið vatn og kunnáttu til að slökkva í þessu. Þetta getur farið úr böndunum á nokkrum mínútum svo að það verður ekkert við ráðið,“ segir hann við Vísi. Erfitt sé að banna fólki að nota aðstöðu sem sveitarfélög og samtök hafi komið upp á svæðinu. Ásgeir hvetur fólk til að fara mjög varlega, gera ráðstafanir ef eitthvað skyldi fara illa og hringja strax eftir aðstoð áður en hlutirnir verða verulega erfiðir. Fari smá glóð af stað geti áratuga vinna við landgræðslu og skógrækt fuðrað upp. Lögregla sinnti einnig útkalli vegna ungmenna sem komu saman við Hvaleyrarvatn og héldu gleðskap í gærkvöldi. Tilkynningin varðaði einnig að þar væri fólk með opinn eld. Ásgeir segir að ungmennin hafi haft skilning á athugasemdum lögreglu og slökkt í eldinum. Gróðureldar í Heiðmörk Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Ákaflega þurrt og sólríkt hefur verið í veðri á sunnan- og vestanverðu landinu í rúma viku og er gróður afar þurr af þeim sökum. Í síðustu viku var lýst yfir óvissustigi vegna hættu á gróðurheldum á svæði sem nær frá Eyjafjöllum að sunnanverðu Snæfellsnesi. Almenningur hefur af þeim sökum verið hvattur til að sýna aðgát með opin eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Mikill gróðureldur kviknaði í Heiðmörk á þriðjudagskvöld sem er talinn sá annar stærsti hér á landi undanfarin fimmtán ár. Áætlað er að um tveir ferkílómetrar lands hafi orðið eldi að bráð. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglumenn hafi farið upp í Heiðmörk í gær og rætt við fólk sem grillaði í upphlaðinni aðstöðu sem er þar. Fólkið hafi verið meðvitað um hættuna og haft með sér vatn til þess að geta slökkt í ef eitthvað bæri út af. „Auðvitað brýnum við fyrir fólki að fara mjög varlega með eld. Það þarf svo ofsalega lítið til að illa fari. Ef að eldur dreifir úr sér um gróður sem er svona þurr er mjög ólíklegt að fólki ráði við það. Ég held að það geri sér ekki grein fyrir hvað það þarf mikið vatn og kunnáttu til að slökkva í þessu. Þetta getur farið úr böndunum á nokkrum mínútum svo að það verður ekkert við ráðið,“ segir hann við Vísi. Erfitt sé að banna fólki að nota aðstöðu sem sveitarfélög og samtök hafi komið upp á svæðinu. Ásgeir hvetur fólk til að fara mjög varlega, gera ráðstafanir ef eitthvað skyldi fara illa og hringja strax eftir aðstoð áður en hlutirnir verða verulega erfiðir. Fari smá glóð af stað geti áratuga vinna við landgræðslu og skógrækt fuðrað upp. Lögregla sinnti einnig útkalli vegna ungmenna sem komu saman við Hvaleyrarvatn og héldu gleðskap í gærkvöldi. Tilkynningin varðaði einnig að þar væri fólk með opinn eld. Ásgeir segir að ungmennin hafi haft skilning á athugasemdum lögreglu og slökkt í eldinum.
Gróðureldar í Heiðmörk Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum