Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2021 14:01 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer með málið fyrir hönd héraðssaksóknara. Vísir/Vilhelm Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi. Í ákæru héraðssaksóknara á hendur manninum sem er á sextugsaldri og búsettur í Noregi, kemur fram að hann hafi látið útbúa búseturými fyrir starfsmenn á vegum 2findjob í iðnaðarhúsnæði að Smiðshöfða 7 í lok árs 2017 og byrjun 2018. Bráð íkveikjuhætta Hann hafi gert það án tilskilinna leyfa og án þess að brunavarnir væru í lagi. Bráð íkveikjuhætta var talin í húsinu. Þegar slökkviliðsstjórinn í Reykjavík skoðaði eldvarnir í húsinu kom í ljós að engin brunahólf voru í húsnæðinu, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, innveggir og gistirými voru úr auðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu. Með þessu hafi hinn ákæri í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi 24 starfsmanna starfsmannaleigunnar 2findjobehf sem búsettir voru þar í um þ3 mánuði í augljósan háska. Þetta varði almenn hegningarlög og lög um brunavarnir. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssóknari er sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara. „Þetta hefst með því að Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fer þarna í eftirlit og það er þarna ýmsu ábótavant í húsnæðinu. Á framhaldinu er sent erindi til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem er óskað eftir rannsókn á þessum atvikum. Þar sem það var talið að þarna væri um að ræða svokallað hættubrot ásamt lögum um brunavarnir þá er málið sent að rannsókn lokinni til héraðssaksóknara sem er með ákæruvaldið í slíkum málum og það er embætti héraðssaksóknara sem gefur út ákæru í málinu í október síðastliðnum,“ segir Kolbrún. Sambærilegar aðstæður og í húsnæðinu á Bræðraborgarstíg Aðspurð hvort þetta sé í fyrsta skipti sem slíkt mál sé ákært á grundvelli almennra hegningarlaga segir Kolbrún. „ Já ég tel svo vera. Það er að segja að þar sem það er þá ákært fyrir hættubrot vegna þess að atvinnuhúsnæði hafi verið breytt í íbúðarhúsnæði án þess að það hafi verið gætt að öllum öryggisatriðum og fengin viðeigandi leyfi,“ segir hún. Kolbrún segir að ástand hússins með tilliti til brunavarna hafi verið sambærilegt og á Bræðraborgastíg þar sem þrjú létust í bruna í júní á síðasta ári. „Þetta mál var svo sem löngu komið í rannsókn áður en bruninn á Bræðraborgastíg átti sér stað en þetta eru ekki ósvipuð mál,“ segir Kolbrún. Fordæmisgefandi mál Kolbrún segir málið fordæmisgefandi. „Jú jú það er auðvitað alltaf þannig að allir dómar eru fordæmisgefandi sérstaklega þeir sem fara til Landsréttar og fyrir Hæstarétt en auðvitað verður svona dómur alltaf fordæmisgefandi Aðalmeðferð í málinu fer fram í héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Fyrirtækið 2findjob ehf. var úrskurðað gjaldþrota í apríl 2019. Vinnumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira
Í ákæru héraðssaksóknara á hendur manninum sem er á sextugsaldri og búsettur í Noregi, kemur fram að hann hafi látið útbúa búseturými fyrir starfsmenn á vegum 2findjob í iðnaðarhúsnæði að Smiðshöfða 7 í lok árs 2017 og byrjun 2018. Bráð íkveikjuhætta Hann hafi gert það án tilskilinna leyfa og án þess að brunavarnir væru í lagi. Bráð íkveikjuhætta var talin í húsinu. Þegar slökkviliðsstjórinn í Reykjavík skoðaði eldvarnir í húsinu kom í ljós að engin brunahólf voru í húsnæðinu, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, innveggir og gistirými voru úr auðbrennanlegu efni, ástand raflagna var óásættanlegt og skapaði eldhættu auk þess sem starfsemi sem fór fram í húsnæðinu fól í sér íkveikjuhættu. Með þessu hafi hinn ákæri í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi 24 starfsmanna starfsmannaleigunnar 2findjobehf sem búsettir voru þar í um þ3 mánuði í augljósan háska. Þetta varði almenn hegningarlög og lög um brunavarnir. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssóknari er sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara. „Þetta hefst með því að Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fer þarna í eftirlit og það er þarna ýmsu ábótavant í húsnæðinu. Á framhaldinu er sent erindi til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem er óskað eftir rannsókn á þessum atvikum. Þar sem það var talið að þarna væri um að ræða svokallað hættubrot ásamt lögum um brunavarnir þá er málið sent að rannsókn lokinni til héraðssaksóknara sem er með ákæruvaldið í slíkum málum og það er embætti héraðssaksóknara sem gefur út ákæru í málinu í október síðastliðnum,“ segir Kolbrún. Sambærilegar aðstæður og í húsnæðinu á Bræðraborgarstíg Aðspurð hvort þetta sé í fyrsta skipti sem slíkt mál sé ákært á grundvelli almennra hegningarlaga segir Kolbrún. „ Já ég tel svo vera. Það er að segja að þar sem það er þá ákært fyrir hættubrot vegna þess að atvinnuhúsnæði hafi verið breytt í íbúðarhúsnæði án þess að það hafi verið gætt að öllum öryggisatriðum og fengin viðeigandi leyfi,“ segir hún. Kolbrún segir að ástand hússins með tilliti til brunavarna hafi verið sambærilegt og á Bræðraborgastíg þar sem þrjú létust í bruna í júní á síðasta ári. „Þetta mál var svo sem löngu komið í rannsókn áður en bruninn á Bræðraborgastíg átti sér stað en þetta eru ekki ósvipuð mál,“ segir Kolbrún. Fordæmisgefandi mál Kolbrún segir málið fordæmisgefandi. „Jú jú það er auðvitað alltaf þannig að allir dómar eru fordæmisgefandi sérstaklega þeir sem fara til Landsréttar og fyrir Hæstarétt en auðvitað verður svona dómur alltaf fordæmisgefandi Aðalmeðferð í málinu fer fram í héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Fyrirtækið 2findjob ehf. var úrskurðað gjaldþrota í apríl 2019.
Vinnumarkaður Húsnæðismál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira