Hættum að refsa fólki fyrir að vinna Kristjana Rut Atladóttir skrifar 5. maí 2021 12:30 Í fyrra varð mikið hneyksli meðal almennings þegar fréttir bárust af hjúkrunarfræðinemum sem gátu ekki aðstoðað við COVID19 faraldurinn vegna skerðinga á námslánum. Stjórnvöld brugðust við með tímabundnum lagabreytingum sem komu í veg fyrir að tekjur námsmanna, sem aflað var með vinnu í bakvarðarsveitum heilbrigðs- og velferðarþjónustu og lögreglunnar, kæmu til frádráttar við útreikning á framfærslu námsmanna. Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu kom fram að tilgangur þessarar breytinga var að koma til móts við námsmenn sem kæmu á vinnumarkað vegna sérstakra aðstæðna á árinu 2020. En hvað með langvarandi skort á vinnuafli í hjúkrunarheimilum, leikskólum, þjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, o.s.frv. Væri ekki almennt æskilegt ef námsfólk gæti starfað samhliða námi án þess að eiga það á hættu að missa rétt til framfærslu námslána? Þannig getur það fengið starfsreynslu, styrkt atvinnulífið og borgað hærri skatta. Á Íslandi eru ekki bara nemendum refsað fyrir að vinna. Íslensk lög virðast líka hafa það að markmiði að koma í veg fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. Atvinnutekjur þeirra eru skertar með svo ofsafengnum hætti að fjárhagslegur ábati verður nánast enginn. Árið 2017 birti Félag eldri borgara í Reykjavík greinargerð um fjárhagslega stöðu aldraðra. Þar kom fram að afnám skerðinga á lífeyrisgreiðslur vegna atvinnutekna þurfi ekki að fela í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð og að hugsanlega gæti ríkissjóður haft fjárhagslegan ávinning af aðgerðinni. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að vinna og virkni á efri árum stuðlar að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Það er því með öllu óverjandi að öldruðum sem vilja vinna sé refsað fyrir atvinnuþátttöku í formi slíkra skerðinga. Öryrkjar sem afla sér atvinnutekna eiga einnig von á ýmiss konar refsingum. Örorkumat er gjarnan veitt tímabundið og margir óttast skerðingu bóta ef heilsu þeirra hrakar eftir að þeir hefja vinnu. Öryrkjar eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur af framtíðarhorfum sínum ef þeir gera tilraun til að hefja vinnu á ný. Því hefur Flokkur fólksins lagt til að öryrkjum verði veitt sérstök heimild sem þeir geta nýtt sér þegar þeir vilja reyna að hefja störf á ný eða auka starfsgetu sína. Fari svo að sú tilraun heppnist ekki þarf öryrkinn ekki að óttast frekari skerðingar lífeyrisgreiðslna eða endurmat örorku á grundvelli þeirrar tilraunar. Svipað úrræði skilaði góðum árangri í Svíþjóð. Þar sneri fjöldi þátttakenda aftur á vinnumarkaðinn eftir að hafa gert tilraun til að starfa. Það mun ekki kosta íslenskt samfélag að afnema refsingar sem ríkið hefur sett á nemendur, aldraða og öryrkja sem geta og vilja vinna. Þvert á móti munum við græða á því. Samfélagið hefur ríka hagsmuni af því að allir þegnar þess hafi hvata til vinnu og aukinn starfskraftur er samfélaginu til góðs. Ríkissjóður fær skatttekjur af atvinnutekjum og andleg heilsa batnar gjarnan ef fólk getur tekið virkan þátt í samfélaginu. Flokkur fólksins hefur margoft lagt fram þingmál til þess að afnema skerðingar á atvinnutekjur. Ríkisstjórnin hunsar þessi mál og svæfir þau í nefndum. Þegar kjósendur mæta á kjörstað 25. september geta þeir breytt þessari illa ígrunduðu stefnu og lagt sitt af mörkum í baráttunni fyrir því að allir landsmenn fái að vinna án refsinga. Höfundur er formaður ungliðahreyfingar Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrra varð mikið hneyksli meðal almennings þegar fréttir bárust af hjúkrunarfræðinemum sem gátu ekki aðstoðað við COVID19 faraldurinn vegna skerðinga á námslánum. Stjórnvöld brugðust við með tímabundnum lagabreytingum sem komu í veg fyrir að tekjur námsmanna, sem aflað var með vinnu í bakvarðarsveitum heilbrigðs- og velferðarþjónustu og lögreglunnar, kæmu til frádráttar við útreikning á framfærslu námsmanna. Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu kom fram að tilgangur þessarar breytinga var að koma til móts við námsmenn sem kæmu á vinnumarkað vegna sérstakra aðstæðna á árinu 2020. En hvað með langvarandi skort á vinnuafli í hjúkrunarheimilum, leikskólum, þjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, o.s.frv. Væri ekki almennt æskilegt ef námsfólk gæti starfað samhliða námi án þess að eiga það á hættu að missa rétt til framfærslu námslána? Þannig getur það fengið starfsreynslu, styrkt atvinnulífið og borgað hærri skatta. Á Íslandi eru ekki bara nemendum refsað fyrir að vinna. Íslensk lög virðast líka hafa það að markmiði að koma í veg fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. Atvinnutekjur þeirra eru skertar með svo ofsafengnum hætti að fjárhagslegur ábati verður nánast enginn. Árið 2017 birti Félag eldri borgara í Reykjavík greinargerð um fjárhagslega stöðu aldraðra. Þar kom fram að afnám skerðinga á lífeyrisgreiðslur vegna atvinnutekna þurfi ekki að fela í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð og að hugsanlega gæti ríkissjóður haft fjárhagslegan ávinning af aðgerðinni. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að vinna og virkni á efri árum stuðlar að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara. Það er því með öllu óverjandi að öldruðum sem vilja vinna sé refsað fyrir atvinnuþátttöku í formi slíkra skerðinga. Öryrkjar sem afla sér atvinnutekna eiga einnig von á ýmiss konar refsingum. Örorkumat er gjarnan veitt tímabundið og margir óttast skerðingu bóta ef heilsu þeirra hrakar eftir að þeir hefja vinnu. Öryrkjar eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur af framtíðarhorfum sínum ef þeir gera tilraun til að hefja vinnu á ný. Því hefur Flokkur fólksins lagt til að öryrkjum verði veitt sérstök heimild sem þeir geta nýtt sér þegar þeir vilja reyna að hefja störf á ný eða auka starfsgetu sína. Fari svo að sú tilraun heppnist ekki þarf öryrkinn ekki að óttast frekari skerðingar lífeyrisgreiðslna eða endurmat örorku á grundvelli þeirrar tilraunar. Svipað úrræði skilaði góðum árangri í Svíþjóð. Þar sneri fjöldi þátttakenda aftur á vinnumarkaðinn eftir að hafa gert tilraun til að starfa. Það mun ekki kosta íslenskt samfélag að afnema refsingar sem ríkið hefur sett á nemendur, aldraða og öryrkja sem geta og vilja vinna. Þvert á móti munum við græða á því. Samfélagið hefur ríka hagsmuni af því að allir þegnar þess hafi hvata til vinnu og aukinn starfskraftur er samfélaginu til góðs. Ríkissjóður fær skatttekjur af atvinnutekjum og andleg heilsa batnar gjarnan ef fólk getur tekið virkan þátt í samfélaginu. Flokkur fólksins hefur margoft lagt fram þingmál til þess að afnema skerðingar á atvinnutekjur. Ríkisstjórnin hunsar þessi mál og svæfir þau í nefndum. Þegar kjósendur mæta á kjörstað 25. september geta þeir breytt þessari illa ígrunduðu stefnu og lagt sitt af mörkum í baráttunni fyrir því að allir landsmenn fái að vinna án refsinga. Höfundur er formaður ungliðahreyfingar Flokks fólksins.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun