Helgi Hrafn einn á móti Miðflokksmönnum í málþófi um innflytjendur Snorri Másson skrifar 4. maí 2021 23:12 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að hælisleitendakerfið sé misnotað hér á landi. Vísir/Vilhelm Miðflokksmenn hafa frá því klukkan þrjú í dag haldið uppi umræðum á Alþingi um frumvarp ríkisstjórnarinnar um málefni innflytjenda. Það er að sögn þingmanns Vinstri grænna komið út í málþóf. Ræðurnar eru orðnar 97 í dag. Frumvarpið lýtur að því að skýra hlutverk Fjölmenningarseturs og veita í starfsemi þess 23 milljónum króna á árinu. Þingmenn Miðflokksins hafa miklar efasemdir um frumvarpið og telja að það muni auka straum innflytjenda og flóttamanna til landsins. Þessu mótmæla stjórnarþingmenn og einnig Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem hefur staðið í ströngu í andsvörum við Miðflokksmenn í kvöld. Helgi hefur að segja má tekið vaktir á móti Brynjari Níelssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins í að veita Miðflokkinum andsvör í kvöld. Helgi hefur þó verið öllu iðnari við kolann en Brynjar. Ræður hans eru 22 en Brynjars aðeins níu og áttu sér allar stað innan sömu klukkustundar. Helgi Hrafn Gunnarsson pírati hefur flutt 22 ræður það sem af er kvöldi.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt því fram í síðustu ræðu sem hann hélt, að hælisleitendakerfið væri misnotað hér á landi. „Enda er ekki hægt að gera ráð fyrir að glæpagengi sem taka aleiguna af fólki og setja það í lífshættu muni vilja fylgja í öllum tilvikum settum reglum,“ sagði Sigmundur. Hann sagði þá að „misnotkun“ á kerfinu bitnaði mest á þeim sem mest þyrftu á kerfinu að halda. Helgi Hrafn er ósammála þingmönnunum. „Mér finnst gríðarlega mikilvægt að fólk sem komi hingað, hælisleitendur eða kvótaflóttamenn, hafi fullt færi á að aðlagast íslensku samfélagi og að þeir séu aðstoðaðir við það. Þess vegna er ég hlynntur þessu frumvarpi sem við erum að ræða núna og þess vegna skil ég ekki hvers vegna háttvirtir þingmenn eru á móti því. Rökin sem þeir hafa fært fram og ég er búinn að heyra milljón sinnum standast ekki mína skoðun og ég er ósammála háttvirtum þingmönnum um áhrif frumvarpsins,“ sagði Helgi. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir Miðflokksmenn standa í málþófi vegna slæms gengis í skoðanakönnunum, en síðast mældust þeir með 8% fylgi, sem er vissulega lágt í sögulegu samhengi. „Miðflokknum gengur illa í skoðanakönnunum og fer í málþóf um innflytjendur. Fátt nýtt undir sólinni,“ skrifar Kolbeinn. Þess er skemmst að geta að Miðflokksmenn komust nálægt Íslandsmeti í málþófi vegna þriðja orkupakkans sumarið 2019, sem stóð í fleiri sólarhringa. Miðflokkurinn Píratar Alþingi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Stoltur af því að vera hvítur, miðaldra karlmaður Deilt er um frumvarp um samræmda móttöku flóttafólks. Þingmenn Miðflokksins mótmæla því og telja að það muni leiða til holskeflu hælisumsókna og kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. 4. maí 2021 18:12 Ríkisstjórnin héldi velli og Sósíalistar næðu inn Vinstri hreyfingin - grænt framboð bætir við sig 2% prósentustigum í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup og mælist með 14,3% fylgi ef gengið yrði til kosninga í dag. Í kosningunum 2017 fékk flokkurinn 16,9% fylgi. 3. maí 2021 23:46 Ber orðræðu Miðflokksins um útlendingamál saman við gyðingahatur Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var harðorður í garð þingmanna Miðflokksins vegna umræðu um málefni innflytjenda sem fór fram á Alþingi í dag og kvöld. Sagði hann meðal annars orðræðu þeirra líkjast fordómafullri orðræðu um samkynhneigða á tíunda áratugi síðustu aldar og gyðingahatur. 16. febrúar 2021 21:02 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Ræðurnar eru orðnar 97 í dag. Frumvarpið lýtur að því að skýra hlutverk Fjölmenningarseturs og veita í starfsemi þess 23 milljónum króna á árinu. Þingmenn Miðflokksins hafa miklar efasemdir um frumvarpið og telja að það muni auka straum innflytjenda og flóttamanna til landsins. Þessu mótmæla stjórnarþingmenn og einnig Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem hefur staðið í ströngu í andsvörum við Miðflokksmenn í kvöld. Helgi hefur að segja má tekið vaktir á móti Brynjari Níelssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins í að veita Miðflokkinum andsvör í kvöld. Helgi hefur þó verið öllu iðnari við kolann en Brynjar. Ræður hans eru 22 en Brynjars aðeins níu og áttu sér allar stað innan sömu klukkustundar. Helgi Hrafn Gunnarsson pírati hefur flutt 22 ræður það sem af er kvöldi.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt því fram í síðustu ræðu sem hann hélt, að hælisleitendakerfið væri misnotað hér á landi. „Enda er ekki hægt að gera ráð fyrir að glæpagengi sem taka aleiguna af fólki og setja það í lífshættu muni vilja fylgja í öllum tilvikum settum reglum,“ sagði Sigmundur. Hann sagði þá að „misnotkun“ á kerfinu bitnaði mest á þeim sem mest þyrftu á kerfinu að halda. Helgi Hrafn er ósammála þingmönnunum. „Mér finnst gríðarlega mikilvægt að fólk sem komi hingað, hælisleitendur eða kvótaflóttamenn, hafi fullt færi á að aðlagast íslensku samfélagi og að þeir séu aðstoðaðir við það. Þess vegna er ég hlynntur þessu frumvarpi sem við erum að ræða núna og þess vegna skil ég ekki hvers vegna háttvirtir þingmenn eru á móti því. Rökin sem þeir hafa fært fram og ég er búinn að heyra milljón sinnum standast ekki mína skoðun og ég er ósammála háttvirtum þingmönnum um áhrif frumvarpsins,“ sagði Helgi. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir Miðflokksmenn standa í málþófi vegna slæms gengis í skoðanakönnunum, en síðast mældust þeir með 8% fylgi, sem er vissulega lágt í sögulegu samhengi. „Miðflokknum gengur illa í skoðanakönnunum og fer í málþóf um innflytjendur. Fátt nýtt undir sólinni,“ skrifar Kolbeinn. Þess er skemmst að geta að Miðflokksmenn komust nálægt Íslandsmeti í málþófi vegna þriðja orkupakkans sumarið 2019, sem stóð í fleiri sólarhringa.
Miðflokkurinn Píratar Alþingi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Stoltur af því að vera hvítur, miðaldra karlmaður Deilt er um frumvarp um samræmda móttöku flóttafólks. Þingmenn Miðflokksins mótmæla því og telja að það muni leiða til holskeflu hælisumsókna og kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. 4. maí 2021 18:12 Ríkisstjórnin héldi velli og Sósíalistar næðu inn Vinstri hreyfingin - grænt framboð bætir við sig 2% prósentustigum í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup og mælist með 14,3% fylgi ef gengið yrði til kosninga í dag. Í kosningunum 2017 fékk flokkurinn 16,9% fylgi. 3. maí 2021 23:46 Ber orðræðu Miðflokksins um útlendingamál saman við gyðingahatur Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var harðorður í garð þingmanna Miðflokksins vegna umræðu um málefni innflytjenda sem fór fram á Alþingi í dag og kvöld. Sagði hann meðal annars orðræðu þeirra líkjast fordómafullri orðræðu um samkynhneigða á tíunda áratugi síðustu aldar og gyðingahatur. 16. febrúar 2021 21:02 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Stoltur af því að vera hvítur, miðaldra karlmaður Deilt er um frumvarp um samræmda móttöku flóttafólks. Þingmenn Miðflokksins mótmæla því og telja að það muni leiða til holskeflu hælisumsókna og kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. 4. maí 2021 18:12
Ríkisstjórnin héldi velli og Sósíalistar næðu inn Vinstri hreyfingin - grænt framboð bætir við sig 2% prósentustigum í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup og mælist með 14,3% fylgi ef gengið yrði til kosninga í dag. Í kosningunum 2017 fékk flokkurinn 16,9% fylgi. 3. maí 2021 23:46
Ber orðræðu Miðflokksins um útlendingamál saman við gyðingahatur Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var harðorður í garð þingmanna Miðflokksins vegna umræðu um málefni innflytjenda sem fór fram á Alþingi í dag og kvöld. Sagði hann meðal annars orðræðu þeirra líkjast fordómafullri orðræðu um samkynhneigða á tíunda áratugi síðustu aldar og gyðingahatur. 16. febrúar 2021 21:02