Ætluðu ekki að beita skyndisóknum en tryggðu sér sæti í úrslitum þökk sé þeim Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. maí 2021 21:30 Riyad Mahrez var frábær í kvöld. EPA-EFE/PETER POWELL Riyad Mahrez var hetja Manchester City í einvígi liðsins gegn París Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Alsíringurinn skoraði þrjú af fjórum mörkum City, þar á meðal bæði mörkin í 2-0 sigri kvöldsins. „Þetta var mjög góður leikur. Aftur þá byrjuðum við ekki vel, við áttum ekki góðan fyrri hálfleik en við náðum markinu sem skiptir máli og eftir það leið okkur betur. Við spiluðum vel í síðari hálfleik og hefðum getað bætt við mörkum. Þeir fóru út af sporinu og byrjuðu að sparka okkur, eftir rauða spjaldið var þetta enn þægilegra,“ sagði Mahrez við BT Sport að leik loknum. „Það var ekki leikplanið að beita skyndisóknum en þeir þurftu að koma ofarlega á völlinn til að mæta okkur, mögulega vorum við neðar en vanalega og við erum góðir í skyndisóknum. Þannig komu mörkin tvö í kvöld og við erum ánægðir með það.“ „Auðvitað var langa sendingin frá Ederson í fyrsta markinu ætluð Oleksandr Zinchenko. Við vitum að hann getur sent boltann í markið hinum megin á vellinum og við æfum þetta ítrekað. Í dag virkaði það,“ sagði Mahrez um fyrra mark sitt í dag. „Þú þarft að spila vel og allir þurfa að leggja sitt af mörkum varnarlega. Við fengum ekki á okkur mörg færi og ég held að það sé ástæða þess að við erum komnir í úrslit. Við eigum leik á laugardag sem við þurfum að vinna til að verða Englandsmeistarar. Eftir það förum við að einbeita okkur að úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu,“ sagði brögðótti vængmaðurinn að lokum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti „Þetta er bara gullfallegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Sjá meira
„Þetta var mjög góður leikur. Aftur þá byrjuðum við ekki vel, við áttum ekki góðan fyrri hálfleik en við náðum markinu sem skiptir máli og eftir það leið okkur betur. Við spiluðum vel í síðari hálfleik og hefðum getað bætt við mörkum. Þeir fóru út af sporinu og byrjuðu að sparka okkur, eftir rauða spjaldið var þetta enn þægilegra,“ sagði Mahrez við BT Sport að leik loknum. „Það var ekki leikplanið að beita skyndisóknum en þeir þurftu að koma ofarlega á völlinn til að mæta okkur, mögulega vorum við neðar en vanalega og við erum góðir í skyndisóknum. Þannig komu mörkin tvö í kvöld og við erum ánægðir með það.“ „Auðvitað var langa sendingin frá Ederson í fyrsta markinu ætluð Oleksandr Zinchenko. Við vitum að hann getur sent boltann í markið hinum megin á vellinum og við æfum þetta ítrekað. Í dag virkaði það,“ sagði Mahrez um fyrra mark sitt í dag. „Þú þarft að spila vel og allir þurfa að leggja sitt af mörkum varnarlega. Við fengum ekki á okkur mörg færi og ég held að það sé ástæða þess að við erum komnir í úrslit. Við eigum leik á laugardag sem við þurfum að vinna til að verða Englandsmeistarar. Eftir það förum við að einbeita okkur að úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu,“ sagði brögðótti vængmaðurinn að lokum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti „Þetta er bara gullfallegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki