Um fimmtíu manns berjast við meiriháttar sinubruna í Heiðmörk sem teygir sig í austurátt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 4. maí 2021 16:06 Eldurinn er á leið frá byggð. Vísir/RAX Allt tiltækt lið slökkviliðs, þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarfólk hefur sinnt illviðráðanlegum sinubruna í Heiðmörk síðan rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt slökkviliðinu er bruninn að færast í aukana og teygir sig í austurátt. „Þetta er að aukast og við erum að kalla út meiri mannskap. Við erum með allt okkar á svæðinu,“ segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að tekist hafi að koma í veg fyrir útbreiðslu í allar áttir og nú færist eldurinn austur úr. „Þetta mætti ganga betur,“ segir Birgir. Sjá má atburðarásina í myndbandi Duncan Cardew hér að neðan: Eldurinn er á leið í átt frá byggð, en nálægð hans við vatnsverndarsvæði veldur áhyggjum. Það geymir vatnsból fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Eldurinn logar sunnan við Vífilsstaðavatn og að sögn Birgis ógnar eldurinn skóginum á svæðinu. Á svæðinu er blanda af skógrækt og sinu og eldurinn hleypur því úr sinu og inn í skóginn. Sjá einnig: Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“ Það er lítið um aðkomuleiðir að svæðinu, þannig að flytja þarf vatnið langar leiðir. Slökkviliðið hefur verið önnum kafið frá því að eldurinn braust út. Minnst fimmtíu manns eru að störfum á svæðinu samkvæmt varðstjóra. Vegfarendum er ráðið frá því að leita á svæðið, sem er vinsælt útivistarsvæði. Hér má sjá beina útsendingu Vísis frá því á sjötta tímanum í dag. Myndbandið er um 23 mínútur að lengd. Gríðarmikinn reyk leggur frá eldinum, sem sést jafnvel á Akranesi, eins og sjá má í vaktinni hér að neðan. Þyrla Landhelgisgæslunnar notar svokallaða slökkviskjólu til að aðstoða við slökkvistörf. Hún tekur 1660 lítra af vatni. Þyrlan sækir vatn í Vífilsstaðavatn og tæmir úr skjólunni yfir eldinum. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, segir eldinn enn sem komið er brenna nokkuð fjarri vatnsbólum höfuðborgarsvæðisbúa í Gvenndabrunnum og Vatnsendakrikum. Hér má sjá drónamyndband sem tekið var af eldinum í dag. Fylgst er með gangi mála í vaktinni neðst í fréttinni.
„Þetta er að aukast og við erum að kalla út meiri mannskap. Við erum með allt okkar á svæðinu,“ segir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að tekist hafi að koma í veg fyrir útbreiðslu í allar áttir og nú færist eldurinn austur úr. „Þetta mætti ganga betur,“ segir Birgir. Sjá má atburðarásina í myndbandi Duncan Cardew hér að neðan: Eldurinn er á leið í átt frá byggð, en nálægð hans við vatnsverndarsvæði veldur áhyggjum. Það geymir vatnsból fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Eldurinn logar sunnan við Vífilsstaðavatn og að sögn Birgis ógnar eldurinn skóginum á svæðinu. Á svæðinu er blanda af skógrækt og sinu og eldurinn hleypur því úr sinu og inn í skóginn. Sjá einnig: Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“ Það er lítið um aðkomuleiðir að svæðinu, þannig að flytja þarf vatnið langar leiðir. Slökkviliðið hefur verið önnum kafið frá því að eldurinn braust út. Minnst fimmtíu manns eru að störfum á svæðinu samkvæmt varðstjóra. Vegfarendum er ráðið frá því að leita á svæðið, sem er vinsælt útivistarsvæði. Hér má sjá beina útsendingu Vísis frá því á sjötta tímanum í dag. Myndbandið er um 23 mínútur að lengd. Gríðarmikinn reyk leggur frá eldinum, sem sést jafnvel á Akranesi, eins og sjá má í vaktinni hér að neðan. Þyrla Landhelgisgæslunnar notar svokallaða slökkviskjólu til að aðstoða við slökkvistörf. Hún tekur 1660 lítra af vatni. Þyrlan sækir vatn í Vífilsstaðavatn og tæmir úr skjólunni yfir eldinum. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Veitna, segir eldinn enn sem komið er brenna nokkuð fjarri vatnsbólum höfuðborgarsvæðisbúa í Gvenndabrunnum og Vatnsendakrikum. Hér má sjá drónamyndband sem tekið var af eldinum í dag. Fylgst er með gangi mála í vaktinni neðst í fréttinni.
Reykjavík Slökkvilið Landhelgisgæslan Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira