Belgískur bóndi færði landamærin að Frakklandi Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2021 12:52 Bóndinn er talinn hafa verið þreyttur á því að landamærasteinn frá 1819 væri fyrir dráttarvélinni hans. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Landamæri Belgíu og Frakklands sem voru mörkuð á fyrri hluta 19. aldar voru færð um rúmlega tvo metra nýlega. Belgískur bóndi sem var þreyttur á að steinn sem varðaði landamærin flæktist fyrir dráttarvélinni hans færði hann og stækkaði þannig heimaland sitt örlítið á kostnað Frakklands. Söguáhugamaður sem var á vappi í skógi tók eftir því að landamærasteininn á mörkum Frakklands og Belgíu hefði verið færður um 2,29 metra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bóndinn reyndist hafa fært steininn inn í Frakkland. Yfirvöld beggja vegna landamæranna sáu spaugilegu hliðin. David Lavaux, bæjarstjóri Erquelinnes í Belgíu, sagðist þannig ánægður með uppátækið þar sem bærinn hans væri nú stærri. „En bæjarstjórinn í Bousignies-sur-Roc var ekki sammála,“ sagði Lavaux um nágrannabæinn handan landamæranna. „Við ættum að komast hjá nýju landamærastríði,“ sagði Aurélie Welonek, bæjarstjóri Bousignies-sur-Roc. Belgísk yfirvöld ætla að biðja bóndann um að færa steininn aftur á sinn stað. Geri hann það ekki gæti hann átt yfir höfði sér ákæru og málið gæti þurft að fara fyrir sérstaka landamæranefnd hjá belgíska utanríkisráðuneytinu sem hefur ekki verið starfandi frá 1930. Núverandi landamærin, fyrir breytinguna, urðu til með Kortrijk-sáttmálanum sem Frakkar og Hollendingar skrifuðu undir árið 1820, fimm árum eftir að her Napóleóns beið ósigur í orrustunni í Waterloo. Steinarnir sem marka landamærin eru sagðir frá 1819. Belgía Frakkland Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Sjá meira
Söguáhugamaður sem var á vappi í skógi tók eftir því að landamærasteininn á mörkum Frakklands og Belgíu hefði verið færður um 2,29 metra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bóndinn reyndist hafa fært steininn inn í Frakkland. Yfirvöld beggja vegna landamæranna sáu spaugilegu hliðin. David Lavaux, bæjarstjóri Erquelinnes í Belgíu, sagðist þannig ánægður með uppátækið þar sem bærinn hans væri nú stærri. „En bæjarstjórinn í Bousignies-sur-Roc var ekki sammála,“ sagði Lavaux um nágrannabæinn handan landamæranna. „Við ættum að komast hjá nýju landamærastríði,“ sagði Aurélie Welonek, bæjarstjóri Bousignies-sur-Roc. Belgísk yfirvöld ætla að biðja bóndann um að færa steininn aftur á sinn stað. Geri hann það ekki gæti hann átt yfir höfði sér ákæru og málið gæti þurft að fara fyrir sérstaka landamæranefnd hjá belgíska utanríkisráðuneytinu sem hefur ekki verið starfandi frá 1930. Núverandi landamærin, fyrir breytinguna, urðu til með Kortrijk-sáttmálanum sem Frakkar og Hollendingar skrifuðu undir árið 1820, fimm árum eftir að her Napóleóns beið ósigur í orrustunni í Waterloo. Steinarnir sem marka landamærin eru sagðir frá 1819.
Belgía Frakkland Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Sjá meira