Íslenskt par talið hafa grætt 84 milljónir vegna sölu lyfseðilskyldra lyfja Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 3. maí 2021 23:08 Við húsleit hjá manninum fannst mikið magn lyfseðilskyldra lyfja. Vísir/Egill Íslenskt par er grunað um að hafa grætt rúmlega 84 milljónir króna á sölu og dreifingu lyfseðilskyldra lyfja. Talið er að parið, ásamt tveimur öðrum, hafi stundað glæpi kerfisbundið í tæpan áratug. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af vaxandi tökum skipulagðra glæpahópa í íslensku samfélagi eins og kom fram í Kompás sem birtur var hér á Vísi í morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært íslenskan karlmann um sextugt fyrir að hafa allt frá árinu 2013 selt og afhent fjölda fólks lyfseðilskyld lyf og ávana- og fíkniefni, án þess að hafa leyfi Lyfjastofnunar. Við húsleit hjá manninum fannst mikið magn lyfseðilskyldra lyfja á borð við Rítalín, OxiContyn og Contalgin. Þá eru maðurinn og eiginkona hans, sem fædd er 1982, einnig ákærð fyrir peningaþvætti en lögregla telur að parið hafi hagnast um rúmlega 84 milljónir með sölu og dreifingu mannsins á lyfjunum. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að parið gat ekki gefið upp trúverðugar skýringar á innkomu sinni. Þá eru tveir til viðbótar ákærðir vegna málsins fyrir peningaþvætti og skotvopnalagabrot. Í Kompás kom fram að lögreglan hafi gríðarlegar áhyggjur af vaxandi tökum glæpahópa á Íslandi. Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik upp á fleiri hundruð milljónir og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenni nú undirheima Íslands. Hugmyndir hafa verið uppi um að lögleiðing fíkniefna myndi kippa fótunum undan starfsemi skipulagðra glæpahópa. „Þetta held ég að sé ekki rétta leiðin því eins og með lyf, læknalyf og svoleiðis, hvernig gengur okkur að halda utan um það? Þar erum við að sjá stóran markað á götunni. Þannig að ég held að það sé ekki rétta nálgunin að fara lögleiða þessi efni,“ sagði Margeir Sveinsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar í Kompás. Kompás Lögreglumál Fíkn Heilbrigðismál Lyf Efnahagsbrot Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira
Lögreglan hefur miklar áhyggjur af vaxandi tökum skipulagðra glæpahópa í íslensku samfélagi eins og kom fram í Kompás sem birtur var hér á Vísi í morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært íslenskan karlmann um sextugt fyrir að hafa allt frá árinu 2013 selt og afhent fjölda fólks lyfseðilskyld lyf og ávana- og fíkniefni, án þess að hafa leyfi Lyfjastofnunar. Við húsleit hjá manninum fannst mikið magn lyfseðilskyldra lyfja á borð við Rítalín, OxiContyn og Contalgin. Þá eru maðurinn og eiginkona hans, sem fædd er 1982, einnig ákærð fyrir peningaþvætti en lögregla telur að parið hafi hagnast um rúmlega 84 milljónir með sölu og dreifingu mannsins á lyfjunum. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að parið gat ekki gefið upp trúverðugar skýringar á innkomu sinni. Þá eru tveir til viðbótar ákærðir vegna málsins fyrir peningaþvætti og skotvopnalagabrot. Í Kompás kom fram að lögreglan hafi gríðarlegar áhyggjur af vaxandi tökum glæpahópa á Íslandi. Aukin harka, þaulskipulögð tryggingasvik upp á fleiri hundruð milljónir og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti einkenni nú undirheima Íslands. Hugmyndir hafa verið uppi um að lögleiðing fíkniefna myndi kippa fótunum undan starfsemi skipulagðra glæpahópa. „Þetta held ég að sé ekki rétta leiðin því eins og með lyf, læknalyf og svoleiðis, hvernig gengur okkur að halda utan um það? Þar erum við að sjá stóran markað á götunni. Þannig að ég held að það sé ekki rétta nálgunin að fara lögleiða þessi efni,“ sagði Margeir Sveinsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar í Kompás.
Kompás Lögreglumál Fíkn Heilbrigðismál Lyf Efnahagsbrot Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Sjá meira