Íslenski boltinn

Sjáðu mörk FH á­samt rauðu spjöldunum sem Fylkir og Stjarnan fengu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik Stjörnunnar og Leiknis Reykjavíkur í gær.
Úr leik Stjörnunnar og Leiknis Reykjavíkur í gær. Vísir/Hulda Margrét

Það var ekki boðið upp á markasúpu í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu í gær. Hér að neðan má sjá bæði mörk FH sem og rauðu spjöldin sem Fylkir og Stjarnan fengu.

Steven Lennon kom FH yfir með marki úr vítaspyrnu er liðið heimsótti Fylkir í Árbæinn. Staðan 1-0 og þannig var hún í hálfleik.

Klippa: Fylkir 0-1 FH

Síðara mark FH var einkar snyrtilegt. Það gerði Matthías Vilhjálmsson í sínum fyrsta leik í efstu deild hér á landi í rúman áratug.

Klippa: Fylkir 0-2 FH

Á milli marka FH fékk Unnar Steinn Ingvarsson tvö gul spjöld í liði Fylkis. Árbæingar því manni færri lungan úr leiknum.

Klippa: Unnar Steinn sá rautt

Stjarnan og Leiknir Reykjavík gerðu markalaust jafntefli í Garðabænum í gærkvöld. Einar Karl Ingvarsson fékk beint rautt spjald í liði Stjörnunnar undir lok leiks fyrir klaufalegt brot.

Klippa: Einar Karl sá rautt

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×