Eins ótrúlegt og það hljómar var staðan markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik skoruðu heimastúlkur í Hammarby fimm mörk gegn engu hjá Örebro.
Fyrstu þrjú mörkin komu á sex mínútna kafla snemma í síðari hálfleik og var ekki að spyrja að leikslokum eftir það.
Oj! @Hammarbyfotboll gör 3 mål på 5 minuter pic.twitter.com/BFuGG01FmM
— Sportbladet (@sportbladet) May 1, 2021
Lokatölur eins og áður sagði 5-0 Hammarby í vil. Berglind Rós Ágústsdóttir var í byrjunarliði Örebro en tekin af velli á 86. mínútu leiksins er staðan var 4-0. Cecilía Rán Rúnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Örebro.
Örebro er með þrjú stig eftir þrjá leiki.