Eftir markalausan fyrri hálfleik þá skoruðu Íslandsmeistarar Vals eftir rétt tæplega tíu mínútur í síðari hálfleik. Birkir Már Sævarsson vann Kaj Leó í Bartalsstovu sem renndi boltanum inn fyrir á Patrick Pedersen.
Danski markahrókurinn kláraði færið af stakri snilld þó þröngt væri. Staðan orðin 1-0 og ljóst hvert stigin væru að fara.
Annað mark Vals kom á 72. mínútu. Aftur spilaði Kaj Leó stóran þátt en hann lyfti boltanum inn á teig þar sem Pedersen lagði hann snyrtilega fyrir fætur Kristinn Frey Sigurðsson sem tók eina snertingu og skoraði svo með hnitmiðuðu vinstri fótar skoti.
Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Á milli marka fékk Ísak Snær Þorvaldsson tvö gul spjöld og þar með rautt. Eitthvað sem miðjumaðurinn var alls ekki sáttur með.
Eiga ekki Íslendingar að vera grjótharðir Víkingar... #pepsimaxdeildin þolir ekki smá hörku og það síður allt uppúr. #soft
— Ísak Snær Þorvaldson (@isaks10) May 1, 2021