Klopp: Meistaradeildarsætið mun ekki hafa áhrif á kaup Liverpool í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2021 16:31 Þetta tímabil hefur reynt mikið á Jürgen Klopp enda hefur lítið gengið upp við mark andstæðinganna. EPA-EFE/Clive Brunskill Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, talaði um það á blaðamannafundi í dag að félagið muni ekki breyta sínum plönum í sumar fari svo að liðinu mistakist að tryggja sig inn í meistaradeildina fyrir næsta tímabil. Liverpool er nú fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti eftir að hafa misst frá sér sigra í síðustu leikjum á móti Leeds United og Newcastle United en framundan er leikur á móti Manchester United á Old Trafford um helgina. Klopp var mjög ósáttur með frammistöðu leikmanna í síðasta leik á móti Newcastle United og talaði þar um að liðið ætti ekki Meistaradeildarsætið skilið með slíkri frammistöðu. Jurgen Klopp makes summer transfer admission as Liverpool face up to Champions League reality #LFC https://t.co/YTpsyrZNO8— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) April 30, 2021 „Meistaradeildin skiptir gríðarlega miklu máli fyrir félagið og þá sérstaklega fjárhagslega. Það er ekki gott ef við komust ekki þangað. Það er enginn vafi á því,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundinum. „En ég held að muni samt ekki breyta neinu. Staðan var erfið fyrir og verður það áfram. Þetta er alltaf erfitt,“ sagði Klopp. Klopp hefur hafnað þeim fréttum að lykilmenn muni yfirgefið félagið takist Liverpool ekki að tryggja sér Meistaradeildarsæti en Mohamed Salah hefur tvisvar neitað að útiloka það að hann fari til Spánar. 'We have to win'Jurgen Klopp on Liverpool's crucial clash at Manchester United... pic.twitter.com/N7U1yQcAqP— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) April 30, 2021 Klopp hefur ekki fengið að eyða miklu í nýja leikmenn undanfarin tímabil og kórónuveiran hefur haft neikvæð áhrif á rekstur Liverpool sem og annarra fótboltafélaga. Það efast samt enginn um það að það verður ekki eins spennandi að spila fyrir Liverpool ef að það verða engir Meistaradeildarleiki í boði á næstu leiktíð. Liverpool breytir því kannski ekki um taktík en væntanlegir leikmenn breyta aftur á móti möguleika um skoðun um hvort þeir vilji koma til félagsins. Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Liverpool er nú fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti eftir að hafa misst frá sér sigra í síðustu leikjum á móti Leeds United og Newcastle United en framundan er leikur á móti Manchester United á Old Trafford um helgina. Klopp var mjög ósáttur með frammistöðu leikmanna í síðasta leik á móti Newcastle United og talaði þar um að liðið ætti ekki Meistaradeildarsætið skilið með slíkri frammistöðu. Jurgen Klopp makes summer transfer admission as Liverpool face up to Champions League reality #LFC https://t.co/YTpsyrZNO8— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) April 30, 2021 „Meistaradeildin skiptir gríðarlega miklu máli fyrir félagið og þá sérstaklega fjárhagslega. Það er ekki gott ef við komust ekki þangað. Það er enginn vafi á því,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundinum. „En ég held að muni samt ekki breyta neinu. Staðan var erfið fyrir og verður það áfram. Þetta er alltaf erfitt,“ sagði Klopp. Klopp hefur hafnað þeim fréttum að lykilmenn muni yfirgefið félagið takist Liverpool ekki að tryggja sér Meistaradeildarsæti en Mohamed Salah hefur tvisvar neitað að útiloka það að hann fari til Spánar. 'We have to win'Jurgen Klopp on Liverpool's crucial clash at Manchester United... pic.twitter.com/N7U1yQcAqP— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) April 30, 2021 Klopp hefur ekki fengið að eyða miklu í nýja leikmenn undanfarin tímabil og kórónuveiran hefur haft neikvæð áhrif á rekstur Liverpool sem og annarra fótboltafélaga. Það efast samt enginn um það að það verður ekki eins spennandi að spila fyrir Liverpool ef að það verða engir Meistaradeildarleiki í boði á næstu leiktíð. Liverpool breytir því kannski ekki um taktík en væntanlegir leikmenn breyta aftur á móti möguleika um skoðun um hvort þeir vilji koma til félagsins.
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira