Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sindri Sverrisson skrifar 8. janúar 2026 21:29 Alfreð Gíslason er að undirbúa þýska liðið fyrir EM. Getty/Marco Wolf Króatar stappfylltu Zagreb Arena í kvöld þegar HM-silfurdrengir Dags Sigurðssonar tóku þar á móti Ólympíu-silfurdrengjum Alfreðs Gíslasonar, í hörkuleik. Liðin mættust þarna í vináttulandsleik til undirbúnings fyrir Evrópumótið sem er handan við hornið. Svo fór að Þýskaland vann að lokum þriggja marka sigur, 32-29, en það kom þó ekki í veg fyrir að króatískir stuðningsmenn brystu í söng í lokin og sýndu Degi og lærisveinum hans mikinn stuðning. Samkvæmt króatískum miðlum var fólk farið að streyma í höllina tveimur tímum fyrir leik og allt troðfullt þegar leikur hófst. Stemningin minnti þannig á HM fyrir ári síðan og ljóst að króatíska þjóðin bíður spennt eftir Evrópumótinu. Þjóðirnar mætast aftur á sunnudaginn en þá í Hannover í Þýskalandi. Miðað við leikinn í kvöld má búast við spennu þar en Króatar voru ívið betri til að byrja með og komust í 14-12 en skoruðu svo ekki síðustu átta mínútur fyrri hálfleiksins, á meðan Þjóðverjar komust í 17-14. Króatar voru hins vegar fljótir að jafna metin í seinni hálfleik en í lokin voru gestirnir sterkari og fögnuðu sigri. Mario Sostaric og Ivan Martinovic skoruðu sex mörk hvor fyrir Króatíu, og Luka Cindric þrjú. Johannes Golla, Renars Uscins og Juri Knorr skoruðu fimm mörk hver fyrir Þjóðverja. EM hefst 15. janúar og þar verður Þýskaland í riðli með Austurríki, Serbíu og Spáni. Króatía er hins vegar í riðli með Svíþjóð, Hollandi og Georgíu, og gæti mætt Íslandi í milliriðli. Handbolti EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Sjá meira
Liðin mættust þarna í vináttulandsleik til undirbúnings fyrir Evrópumótið sem er handan við hornið. Svo fór að Þýskaland vann að lokum þriggja marka sigur, 32-29, en það kom þó ekki í veg fyrir að króatískir stuðningsmenn brystu í söng í lokin og sýndu Degi og lærisveinum hans mikinn stuðning. Samkvæmt króatískum miðlum var fólk farið að streyma í höllina tveimur tímum fyrir leik og allt troðfullt þegar leikur hófst. Stemningin minnti þannig á HM fyrir ári síðan og ljóst að króatíska þjóðin bíður spennt eftir Evrópumótinu. Þjóðirnar mætast aftur á sunnudaginn en þá í Hannover í Þýskalandi. Miðað við leikinn í kvöld má búast við spennu þar en Króatar voru ívið betri til að byrja með og komust í 14-12 en skoruðu svo ekki síðustu átta mínútur fyrri hálfleiksins, á meðan Þjóðverjar komust í 17-14. Króatar voru hins vegar fljótir að jafna metin í seinni hálfleik en í lokin voru gestirnir sterkari og fögnuðu sigri. Mario Sostaric og Ivan Martinovic skoruðu sex mörk hvor fyrir Króatíu, og Luka Cindric þrjú. Johannes Golla, Renars Uscins og Juri Knorr skoruðu fimm mörk hver fyrir Þjóðverja. EM hefst 15. janúar og þar verður Þýskaland í riðli með Austurríki, Serbíu og Spáni. Króatía er hins vegar í riðli með Svíþjóð, Hollandi og Georgíu, og gæti mætt Íslandi í milliriðli.
Handbolti EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti