Þetta staðfestir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu, í samtali við Vísi.
Nemendurnir þurfa að vera sjö daga í sóttkví, en miðað er við fyrsta daginn í gær. Nemendur muni því fara í sýnatöku 5. maí næstkomandi.
Ekki er ljóst hvort að umrætt smit tengist hópsmitinu sem kom upp í Ölfusi á dögunum. Umfangsmikil skimun fór fram í Þorlákshöfn í gær og greindi Elliði Vignisson bæjarstjóri frá því í gærkvöldi að fyrstu niðurstöður úr skimuninni benti til þess að minnst einn þeirra sem skimaðir voru hafi greinst með staðfest smit covid-19.
Um tvö hundruð voru skimaðir í grunnskólanum í Þorlákshöfn í tengslum við hópsmit sem þar kom upp.