Þórður í Skógum er 100 ára í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. apríl 2021 16:43 Þórður Tómasson í Skógum, sem fagnar 100 ára afmæli sínu í dag, 28. apríl 2021. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þórður Tómasson í Skógum undir Eyjafjöllum fagnar 100 ára afmæli í dag. Hann er eldhress og segist ekkert spá í hvað hann sé gamall. Þórður sem hefur gefið út mikið af bókum á nú handrit í þrjár nýjar bækur. Þórður býr í Skógum með Guðrúnu systur sinni, sem er 90 ára en þau hafa búið í Skógum frá 1959. Systir þeirra, Þóra Sigríður, sem er 97 ára býr á Hvolsvelli og bróður þeirra, Kristinn var 96 ára þegar hann lést 2016. Þórður starfaði lengst af við safnið í Skógum en eftir að hann hætti að vinna þar fór hann að gefa út bækur á fullum krafti, nú síðast fyrir síðustu jól. „Ég var mjög ungur þegar ég byrjaði að skrifa. Upp úr fermingaraldri fór ég að hlusta eftir því sem gamla fólkið sagði mér og fór að skrifa það niður og það leiddi til þess að fyrsta bók mín kom út fyrir rúmum 70 árum, 1949, Eyfellskar sagnir,“ segir Þórður. Þórður er mjög vel á sig komin og kýrskýr í höfðinu. Hann segist ekkert spá í því hvað hann sé gamall. Á föstudaginn verður heiðurssamkoma í Skógum þar sem Þórður fær heiðursskjal fyrir sín störf að viðstöddum forseta Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverjar eru mestu breytingarnar sem Þórður hefur upplifað á þessum 100 árum? „Mestu breytingarnar eru þær að ég fæddist inn í samfélag þar sem öll vinnubrögð voru með fornum hætti. Það voru ýmsir bændur farnir að slá með hestasláttuvél en það voru margir, sem áttu bara orf og ljá.“ Þórður segir að eftirminnilegasti dagur sinn í Skógum hafi verið 14. Júní 1998 þegar kirkjan í Skógum var vígð. En hvernig líst honum á að hann sé að verða 100 ára gamall? „Ég leiði hugann ekki að því, ég tek bara hverjum góðum degi með þakklæti, sem við mig kemur og horfi lítt til framtíðar. Ég er mjög þakklátur fyrir það tækifæri, sem lífið gaf mér til þess að vinna að mínum áhugamálum,“ segir afmælisbarnið. Þórður er enn að skrifa bækur. „Já, ég hef verið að skrifa fram að þessu og á tilbúin handrit í kannski tvær, þrjár bækur til prentunar í dag.“ Þórður við eldhúsborðið í Skógum en hann hefur búið á staðnum með Guðrúnu systur sinni frá 1959.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Söfn Tímamót Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þórður býr í Skógum með Guðrúnu systur sinni, sem er 90 ára en þau hafa búið í Skógum frá 1959. Systir þeirra, Þóra Sigríður, sem er 97 ára býr á Hvolsvelli og bróður þeirra, Kristinn var 96 ára þegar hann lést 2016. Þórður starfaði lengst af við safnið í Skógum en eftir að hann hætti að vinna þar fór hann að gefa út bækur á fullum krafti, nú síðast fyrir síðustu jól. „Ég var mjög ungur þegar ég byrjaði að skrifa. Upp úr fermingaraldri fór ég að hlusta eftir því sem gamla fólkið sagði mér og fór að skrifa það niður og það leiddi til þess að fyrsta bók mín kom út fyrir rúmum 70 árum, 1949, Eyfellskar sagnir,“ segir Þórður. Þórður er mjög vel á sig komin og kýrskýr í höfðinu. Hann segist ekkert spá í því hvað hann sé gamall. Á föstudaginn verður heiðurssamkoma í Skógum þar sem Þórður fær heiðursskjal fyrir sín störf að viðstöddum forseta Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverjar eru mestu breytingarnar sem Þórður hefur upplifað á þessum 100 árum? „Mestu breytingarnar eru þær að ég fæddist inn í samfélag þar sem öll vinnubrögð voru með fornum hætti. Það voru ýmsir bændur farnir að slá með hestasláttuvél en það voru margir, sem áttu bara orf og ljá.“ Þórður segir að eftirminnilegasti dagur sinn í Skógum hafi verið 14. Júní 1998 þegar kirkjan í Skógum var vígð. En hvernig líst honum á að hann sé að verða 100 ára gamall? „Ég leiði hugann ekki að því, ég tek bara hverjum góðum degi með þakklæti, sem við mig kemur og horfi lítt til framtíðar. Ég er mjög þakklátur fyrir það tækifæri, sem lífið gaf mér til þess að vinna að mínum áhugamálum,“ segir afmælisbarnið. Þórður er enn að skrifa bækur. „Já, ég hef verið að skrifa fram að þessu og á tilbúin handrit í kannski tvær, þrjár bækur til prentunar í dag.“ Þórður við eldhúsborðið í Skógum en hann hefur búið á staðnum með Guðrúnu systur sinni frá 1959.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Söfn Tímamót Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira