Síminn hagnaðist um 2,8 milljarða króna Eiður Þór Árnason skrifar 28. apríl 2021 13:08 Orri Hauksson, forstjóri Símans. Aðsend Hagnaður Símans nam 2,8 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 762 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður Símans af sölu upplýsingatæknifyrirtækisins Sensa til hins norska Crayon Group AS nam 2,1 milljarði króna á ársfjórðungnum og skýrir því stærstan hluta hagnaðarins. Tekjur Símans á fyrsta ársfjórðungi hækkuðu um 1,6% og námu 6,4 milljörðum króna samanborið við 6,3 milljarða á sama tímabili í fyrra. Eigið fé Símans var 39,4 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 59,8% í lok fyrsta ársfjórðungs. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Símans. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) lækkaði milli ára og nam 2,5 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hann nam 2,6 milljörðum á sama tímabili árið 2020 og lækkar 3,7%. Lægri reikitekjur og aukinn erlendur kostnaður Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir í tilkynningu að umtalsverð lækkun reikitekna vegna erlendra ferðamanna milli ára og aukning í erlendum kostnaði valdi lækkun EBITDA. Þá hafi fyrsti ársfjórðungur 2020 verið einn sá besti í sögu félagsins. Hann segir að heildartekjur hafi aukist meðal annars vegna aukinnar búnaðarsölu, sem beri þó lága framlegð. Einnig tiltekur hann að tekjur af auglýsingasölu hafi aukist vegna breyttrar og sérsniðinnar þjónustu Símans við auglýsendur sem auðveldi þeim nú að ná til vel skilgreindra markhópa. Skoða framtíð Mílu Í tilkynningu frá félaginu er greint frá því að það hafi nú ráðið fjárfestingabankann Lazard og Íslandsbanka til að ráðleggja um stefnumarkmið og framtíðarmöguleika Mílu. „Mikil og ör þróun hefur átt sér stað síðustu misserin á samsetningu fjarskiptafélaga á alþjóðamörkuðum. Innlendir og erlendir fjárfestar sýna þannig aukinn áhuga á sérhæfingu í fjárfestingum, meðal annars með því að innviðaeignir séu aðskildar frá þjónustufélögum í smásölu,“ er haft eftir Orra sem segir að undanfarin misseri hafi verið unnið markvisst að því að auka sjálfstæði Mílu innan samstæðu Símans. Markaðir Fjarskipti Tengdar fréttir Síminn dæmdur til að greiða sekt fyrir ítrekað brot á fjölmiðlalögum Kröfum Símans hf. á hendur Póst- og fjarskiptastofnun, Gagnaveitu Reykjavíkur, Sýn og Mílu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 2. júlí 2020 13:32 Netárás olli truflunum á þjónustu Símans Netárás var gerð á Símann laugardagskvöldið 30. janúar og varð til þess að truflanir urðu á sjónvarpsþjónustu þess í rúma eina og hálfa klukkustund. Að sögn Símans var um að ræða svokallaða dreifða álagsárás eða DDoS-árás sem var gerð fyrirvaralaust á netkerfi fyrirtækisins. 1. febrúar 2021 13:55 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Tekjur Símans á fyrsta ársfjórðungi hækkuðu um 1,6% og námu 6,4 milljörðum króna samanborið við 6,3 milljarða á sama tímabili í fyrra. Eigið fé Símans var 39,4 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 59,8% í lok fyrsta ársfjórðungs. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Símans. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) lækkaði milli ára og nam 2,5 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hann nam 2,6 milljörðum á sama tímabili árið 2020 og lækkar 3,7%. Lægri reikitekjur og aukinn erlendur kostnaður Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir í tilkynningu að umtalsverð lækkun reikitekna vegna erlendra ferðamanna milli ára og aukning í erlendum kostnaði valdi lækkun EBITDA. Þá hafi fyrsti ársfjórðungur 2020 verið einn sá besti í sögu félagsins. Hann segir að heildartekjur hafi aukist meðal annars vegna aukinnar búnaðarsölu, sem beri þó lága framlegð. Einnig tiltekur hann að tekjur af auglýsingasölu hafi aukist vegna breyttrar og sérsniðinnar þjónustu Símans við auglýsendur sem auðveldi þeim nú að ná til vel skilgreindra markhópa. Skoða framtíð Mílu Í tilkynningu frá félaginu er greint frá því að það hafi nú ráðið fjárfestingabankann Lazard og Íslandsbanka til að ráðleggja um stefnumarkmið og framtíðarmöguleika Mílu. „Mikil og ör þróun hefur átt sér stað síðustu misserin á samsetningu fjarskiptafélaga á alþjóðamörkuðum. Innlendir og erlendir fjárfestar sýna þannig aukinn áhuga á sérhæfingu í fjárfestingum, meðal annars með því að innviðaeignir séu aðskildar frá þjónustufélögum í smásölu,“ er haft eftir Orra sem segir að undanfarin misseri hafi verið unnið markvisst að því að auka sjálfstæði Mílu innan samstæðu Símans.
Markaðir Fjarskipti Tengdar fréttir Síminn dæmdur til að greiða sekt fyrir ítrekað brot á fjölmiðlalögum Kröfum Símans hf. á hendur Póst- og fjarskiptastofnun, Gagnaveitu Reykjavíkur, Sýn og Mílu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 2. júlí 2020 13:32 Netárás olli truflunum á þjónustu Símans Netárás var gerð á Símann laugardagskvöldið 30. janúar og varð til þess að truflanir urðu á sjónvarpsþjónustu þess í rúma eina og hálfa klukkustund. Að sögn Símans var um að ræða svokallaða dreifða álagsárás eða DDoS-árás sem var gerð fyrirvaralaust á netkerfi fyrirtækisins. 1. febrúar 2021 13:55 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Síminn dæmdur til að greiða sekt fyrir ítrekað brot á fjölmiðlalögum Kröfum Símans hf. á hendur Póst- og fjarskiptastofnun, Gagnaveitu Reykjavíkur, Sýn og Mílu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 2. júlí 2020 13:32
Netárás olli truflunum á þjónustu Símans Netárás var gerð á Símann laugardagskvöldið 30. janúar og varð til þess að truflanir urðu á sjónvarpsþjónustu þess í rúma eina og hálfa klukkustund. Að sögn Símans var um að ræða svokallaða dreifða álagsárás eða DDoS-árás sem var gerð fyrirvaralaust á netkerfi fyrirtækisins. 1. febrúar 2021 13:55