Aðeins 33 ára en ráðinn þjálfari Bayern til næstu fimm ára Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2021 09:13 Julian Nagelsmann hefur þótt standa sig afar vel með RB Leipzig. Getty/Odd Andersen Hinn 33 ára gamli Julian Nagelsmann hefur verið ráðinn þjálfari Bayern München frá og með 1. júlí. Nagelsmann skrifaði undir samning til fimm ára við sigursælasta félag Þýskalands. Nagelsmann, sem stýrt hefur RB Leipzig síðustu ár, tekur við af Hansi Flick. Flick komst að samkomulagi við Bayern um að rifta samningi sínum við félagið í sumar, tveimur árum áður en hann átti að renna út, til að taka við þýska landsliðinu. Fjölmiðlamaðurinn og skúbbkóngurinn Fabrizio Romano segir á Twitter að Bayern greiði Leipzig 25 milljónir evra fyrir Nagelsmann, sem hafi hafnað Tottenham og fleiri félögum til að taka við Bayern. Julian Nagelsmann to Bayern Munich, confirmed and here we go! #FCBayernBayern will pay 25m [add ons included] to RB Leipzig as @cfbayern reported.Contract set to be signed until June 2026. No chance for #THFC and other clubs interested. https://t.co/TSOxouyQjJ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 27, 2021 Nagelsmann varð að leggja knattspyrnuskóna á hilluna árið 2008, þá aðeins 21 árs, vegna hnémeiðsla, og sneri sér þá að þjálfun. Fyrsta stóra starfið hans var hjá Hoffenheim sem hann tók við árið 2016 en hann varð þá yngsti þjálfarinn í sögu þýsku 1. deildarinnar, 28 ára gamall. Nagelsmann tók við Hoffenheim í 17. sæti en stýrði liðinu frá falli, og kom því svo í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Hann fékk samningi sínum við Hoffenheim rift árið 2019 til þess að taka við Leipzig sem hann kom meðal annars í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Enn einn þýski meistaratitillinn blasir við Bayern sem er með sjö stiga forskot á Leipzig þegar þrjár umferðir eru eftir. Bayern getur því landað titlinum á laugardag, annað hvort með því að Leipzig tapi á útivelli gegn Dortmund eða með því að vinna Borussia Mönchengladbach á heimavelli síðar um daginn. Núverandi og verðandi lið Nagelsmanns eru hins vegar bæði úr leik í Meistaradeild Evrópu en Leipzig féll út í 16-liða úrslitum gegn Liverpool og Bayern í 8-liða úrslitum gegn PSG. Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Nagelsmann, sem stýrt hefur RB Leipzig síðustu ár, tekur við af Hansi Flick. Flick komst að samkomulagi við Bayern um að rifta samningi sínum við félagið í sumar, tveimur árum áður en hann átti að renna út, til að taka við þýska landsliðinu. Fjölmiðlamaðurinn og skúbbkóngurinn Fabrizio Romano segir á Twitter að Bayern greiði Leipzig 25 milljónir evra fyrir Nagelsmann, sem hafi hafnað Tottenham og fleiri félögum til að taka við Bayern. Julian Nagelsmann to Bayern Munich, confirmed and here we go! #FCBayernBayern will pay 25m [add ons included] to RB Leipzig as @cfbayern reported.Contract set to be signed until June 2026. No chance for #THFC and other clubs interested. https://t.co/TSOxouyQjJ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 27, 2021 Nagelsmann varð að leggja knattspyrnuskóna á hilluna árið 2008, þá aðeins 21 árs, vegna hnémeiðsla, og sneri sér þá að þjálfun. Fyrsta stóra starfið hans var hjá Hoffenheim sem hann tók við árið 2016 en hann varð þá yngsti þjálfarinn í sögu þýsku 1. deildarinnar, 28 ára gamall. Nagelsmann tók við Hoffenheim í 17. sæti en stýrði liðinu frá falli, og kom því svo í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Hann fékk samningi sínum við Hoffenheim rift árið 2019 til þess að taka við Leipzig sem hann kom meðal annars í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Enn einn þýski meistaratitillinn blasir við Bayern sem er með sjö stiga forskot á Leipzig þegar þrjár umferðir eru eftir. Bayern getur því landað titlinum á laugardag, annað hvort með því að Leipzig tapi á útivelli gegn Dortmund eða með því að vinna Borussia Mönchengladbach á heimavelli síðar um daginn. Núverandi og verðandi lið Nagelsmanns eru hins vegar bæði úr leik í Meistaradeild Evrópu en Leipzig féll út í 16-liða úrslitum gegn Liverpool og Bayern í 8-liða úrslitum gegn PSG.
Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira