Sif í skýjunum með stórkostlega Sveindísi: „Eitt stórt bros allan tímann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2021 11:00 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur komið með beinum hætti að öllum þremur mörkum Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni. INSTAGRAM/@SVEINDISSS Sif Atladóttir kveðst hæstánægð með nýjasta Íslendinginn hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad, hina nítján ára Sveindísi Jane Jónsdóttir. Sveindís hefur byrjað af fítonskrafti með Kristianstad og staðið undir þeim miklu væntingum sem gerðar voru til hennar. Keflvíkingurinn skoraði mark Kristianstad í 1-1 jafntefli við Eskilstuna United í 1. umferðinni. Í 2-1 sigrinum á Djurgården á laugardaginn lagði hún jöfnunarmark Kristianstad upp og skoraði svo sigurmark liðsins sex mínútum fyrir leikslok. Klippa: Mörk og stoðsending Sveindísar „Þetta hefur verið stórkostlegt. Maður hefur fylgst með henni í deildinni heima undanfarin ár. Hún er góð upp við markið og með einstakan hraða,“ sagði Sif. Hún hefur spilað með mörgum Íslendingum hjá Kristianstad og tekur löndum sínum alltaf fagnandi. „Það er gaman að fá nýjan Íslending og hvað þá hana sem er stórkostleg manneskja og eitt stórt bros allan tímann. Ég er viss um að hún á eftir að fara í gegnum tímabilið eins og stormsveipur. Svo eigum við eftir að hjálpa henni með ýmislegt sem ungur leikmaður á eftir að læra,“ sagði Sif. Pössum upp á ungu leikmennina Þýska stórliðið Wolfsburg keypti Sveindísi frá Keflavík í vetur en lánaði hana svo til Kristianstad þar sem hún spilar í sumar. Sif segir að það hafi verið farsælt skref fyrir Sveindísi að koma inn í Íslendingasamfélagið hjá Kristianstad. „Ég held að það sé ofboðslega gott að hún hafi komið til okkar og þetta hafi verið fyrsta skrefið áður en hún fer til Wolfsburg. Við reynum að passa upp á leikmennina, sérstaklega þessa ungu og félagið hefur verið þekkt fyrir að gefa þeim tækifæri,“ sagði Sif. „Hún fær stórt ábyrgðarhlutverk hjá okkur og ég held að hún eigi eftir að þroskast ofboðslega mikið og hratt. Hún er búin að láta vita af sér, það er mikið rætt um hana og liðin bera mikla virðingu fyrir henni. Það verður rosalega gaman að fylgjast með henni í sumar.“ Hefur auðgað hópinn Mikil spenna var fyrir Sveindísi fyrir tímabilið og talað um hana sem einn besta leikmann sænsku deildarinnar, áður en hún spilaði leik í henni. Sif hefur engar áhyggjur af því að athyglin stígi Sveindísi til höfuðs. „Hún er með ofboðslega flott hugarfar og einbeitir sér bara að því gera það gott fyrir liðið. Hún er heldur betur að setja mark sitt á það. Hún er frábær í fótbolta og stórkostlegur einstaklingur. Það er gott að hún hafi auðgað hópinn á þann þátt sem hún hefur gert,“ sagði Sif. Sænski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Sveindís hefur byrjað af fítonskrafti með Kristianstad og staðið undir þeim miklu væntingum sem gerðar voru til hennar. Keflvíkingurinn skoraði mark Kristianstad í 1-1 jafntefli við Eskilstuna United í 1. umferðinni. Í 2-1 sigrinum á Djurgården á laugardaginn lagði hún jöfnunarmark Kristianstad upp og skoraði svo sigurmark liðsins sex mínútum fyrir leikslok. Klippa: Mörk og stoðsending Sveindísar „Þetta hefur verið stórkostlegt. Maður hefur fylgst með henni í deildinni heima undanfarin ár. Hún er góð upp við markið og með einstakan hraða,“ sagði Sif. Hún hefur spilað með mörgum Íslendingum hjá Kristianstad og tekur löndum sínum alltaf fagnandi. „Það er gaman að fá nýjan Íslending og hvað þá hana sem er stórkostleg manneskja og eitt stórt bros allan tímann. Ég er viss um að hún á eftir að fara í gegnum tímabilið eins og stormsveipur. Svo eigum við eftir að hjálpa henni með ýmislegt sem ungur leikmaður á eftir að læra,“ sagði Sif. Pössum upp á ungu leikmennina Þýska stórliðið Wolfsburg keypti Sveindísi frá Keflavík í vetur en lánaði hana svo til Kristianstad þar sem hún spilar í sumar. Sif segir að það hafi verið farsælt skref fyrir Sveindísi að koma inn í Íslendingasamfélagið hjá Kristianstad. „Ég held að það sé ofboðslega gott að hún hafi komið til okkar og þetta hafi verið fyrsta skrefið áður en hún fer til Wolfsburg. Við reynum að passa upp á leikmennina, sérstaklega þessa ungu og félagið hefur verið þekkt fyrir að gefa þeim tækifæri,“ sagði Sif. „Hún fær stórt ábyrgðarhlutverk hjá okkur og ég held að hún eigi eftir að þroskast ofboðslega mikið og hratt. Hún er búin að láta vita af sér, það er mikið rætt um hana og liðin bera mikla virðingu fyrir henni. Það verður rosalega gaman að fylgjast með henni í sumar.“ Hefur auðgað hópinn Mikil spenna var fyrir Sveindísi fyrir tímabilið og talað um hana sem einn besta leikmann sænsku deildarinnar, áður en hún spilaði leik í henni. Sif hefur engar áhyggjur af því að athyglin stígi Sveindísi til höfuðs. „Hún er með ofboðslega flott hugarfar og einbeitir sér bara að því gera það gott fyrir liðið. Hún er heldur betur að setja mark sitt á það. Hún er frábær í fótbolta og stórkostlegur einstaklingur. Það er gott að hún hafi auðgað hópinn á þann þátt sem hún hefur gert,“ sagði Sif.
Sænski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti