Sif í skýjunum með stórkostlega Sveindísi: „Eitt stórt bros allan tímann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2021 11:00 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur komið með beinum hætti að öllum þremur mörkum Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni. INSTAGRAM/@SVEINDISSS Sif Atladóttir kveðst hæstánægð með nýjasta Íslendinginn hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad, hina nítján ára Sveindísi Jane Jónsdóttir. Sveindís hefur byrjað af fítonskrafti með Kristianstad og staðið undir þeim miklu væntingum sem gerðar voru til hennar. Keflvíkingurinn skoraði mark Kristianstad í 1-1 jafntefli við Eskilstuna United í 1. umferðinni. Í 2-1 sigrinum á Djurgården á laugardaginn lagði hún jöfnunarmark Kristianstad upp og skoraði svo sigurmark liðsins sex mínútum fyrir leikslok. Klippa: Mörk og stoðsending Sveindísar „Þetta hefur verið stórkostlegt. Maður hefur fylgst með henni í deildinni heima undanfarin ár. Hún er góð upp við markið og með einstakan hraða,“ sagði Sif. Hún hefur spilað með mörgum Íslendingum hjá Kristianstad og tekur löndum sínum alltaf fagnandi. „Það er gaman að fá nýjan Íslending og hvað þá hana sem er stórkostleg manneskja og eitt stórt bros allan tímann. Ég er viss um að hún á eftir að fara í gegnum tímabilið eins og stormsveipur. Svo eigum við eftir að hjálpa henni með ýmislegt sem ungur leikmaður á eftir að læra,“ sagði Sif. Pössum upp á ungu leikmennina Þýska stórliðið Wolfsburg keypti Sveindísi frá Keflavík í vetur en lánaði hana svo til Kristianstad þar sem hún spilar í sumar. Sif segir að það hafi verið farsælt skref fyrir Sveindísi að koma inn í Íslendingasamfélagið hjá Kristianstad. „Ég held að það sé ofboðslega gott að hún hafi komið til okkar og þetta hafi verið fyrsta skrefið áður en hún fer til Wolfsburg. Við reynum að passa upp á leikmennina, sérstaklega þessa ungu og félagið hefur verið þekkt fyrir að gefa þeim tækifæri,“ sagði Sif. „Hún fær stórt ábyrgðarhlutverk hjá okkur og ég held að hún eigi eftir að þroskast ofboðslega mikið og hratt. Hún er búin að láta vita af sér, það er mikið rætt um hana og liðin bera mikla virðingu fyrir henni. Það verður rosalega gaman að fylgjast með henni í sumar.“ Hefur auðgað hópinn Mikil spenna var fyrir Sveindísi fyrir tímabilið og talað um hana sem einn besta leikmann sænsku deildarinnar, áður en hún spilaði leik í henni. Sif hefur engar áhyggjur af því að athyglin stígi Sveindísi til höfuðs. „Hún er með ofboðslega flott hugarfar og einbeitir sér bara að því gera það gott fyrir liðið. Hún er heldur betur að setja mark sitt á það. Hún er frábær í fótbolta og stórkostlegur einstaklingur. Það er gott að hún hafi auðgað hópinn á þann þátt sem hún hefur gert,“ sagði Sif. Sænski boltinn Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Sveindís hefur byrjað af fítonskrafti með Kristianstad og staðið undir þeim miklu væntingum sem gerðar voru til hennar. Keflvíkingurinn skoraði mark Kristianstad í 1-1 jafntefli við Eskilstuna United í 1. umferðinni. Í 2-1 sigrinum á Djurgården á laugardaginn lagði hún jöfnunarmark Kristianstad upp og skoraði svo sigurmark liðsins sex mínútum fyrir leikslok. Klippa: Mörk og stoðsending Sveindísar „Þetta hefur verið stórkostlegt. Maður hefur fylgst með henni í deildinni heima undanfarin ár. Hún er góð upp við markið og með einstakan hraða,“ sagði Sif. Hún hefur spilað með mörgum Íslendingum hjá Kristianstad og tekur löndum sínum alltaf fagnandi. „Það er gaman að fá nýjan Íslending og hvað þá hana sem er stórkostleg manneskja og eitt stórt bros allan tímann. Ég er viss um að hún á eftir að fara í gegnum tímabilið eins og stormsveipur. Svo eigum við eftir að hjálpa henni með ýmislegt sem ungur leikmaður á eftir að læra,“ sagði Sif. Pössum upp á ungu leikmennina Þýska stórliðið Wolfsburg keypti Sveindísi frá Keflavík í vetur en lánaði hana svo til Kristianstad þar sem hún spilar í sumar. Sif segir að það hafi verið farsælt skref fyrir Sveindísi að koma inn í Íslendingasamfélagið hjá Kristianstad. „Ég held að það sé ofboðslega gott að hún hafi komið til okkar og þetta hafi verið fyrsta skrefið áður en hún fer til Wolfsburg. Við reynum að passa upp á leikmennina, sérstaklega þessa ungu og félagið hefur verið þekkt fyrir að gefa þeim tækifæri,“ sagði Sif. „Hún fær stórt ábyrgðarhlutverk hjá okkur og ég held að hún eigi eftir að þroskast ofboðslega mikið og hratt. Hún er búin að láta vita af sér, það er mikið rætt um hana og liðin bera mikla virðingu fyrir henni. Það verður rosalega gaman að fylgjast með henni í sumar.“ Hefur auðgað hópinn Mikil spenna var fyrir Sveindísi fyrir tímabilið og talað um hana sem einn besta leikmann sænsku deildarinnar, áður en hún spilaði leik í henni. Sif hefur engar áhyggjur af því að athyglin stígi Sveindísi til höfuðs. „Hún er með ofboðslega flott hugarfar og einbeitir sér bara að því gera það gott fyrir liðið. Hún er heldur betur að setja mark sitt á það. Hún er frábær í fótbolta og stórkostlegur einstaklingur. Það er gott að hún hafi auðgað hópinn á þann þátt sem hún hefur gert,“ sagði Sif.
Sænski boltinn Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira