Af réttlátum og óréttlátum umskiptum Drífa Snædal skrifar 23. apríl 2021 16:00 Sumardagurinn fyrsti var hefðbundinn að þessu sinni hvað veðrið varðar, þótt hátíðarhöldin hafi vantað. Nú er um að gera að draga fram sólgleraugun og stuttbuxurnar og hefjast handa við að telja okkur sjálfum trú um að sumarið sé komið! Sumardaginn fyrsta bar upp á sama dag og dag jarðar, sem er alþjóðlegur dagur til áminningar um mikilvægi umhverfisverndar. Ef okkur á að verða ágengt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum þyrftu allir dagar að vera tileinkaðir jörðinni; gagngerar breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum eru óumflýjanlegar. Alþjóðlega verkalýðshreyfingin hefur þróað ramma utan um breytingar á vinnumarkaði undir yfirskriftinni réttlát umskipti. Markmiðið með réttlátum umskiptum er að tryggja réttindi og lífsviðurværi fólks í gegnum breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum vegna loftslagsbreytinga. Samhliða því er tekist á við áhrif nýrrar tækni, gervigreindar og sjálfvirknivæðingar. Grunnstefið er að breytingarnar þurfi að vera réttlátar gagnvart launafólki, ekki síst í þeim atvinnugreinum sem munu gjörbreytast eða jafnvel hverfa. Eins og staðan er í dag hefur skort á þessi gleraugu þegar ráðist er í aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og tæknibreytingar hafa heldur orðið til að auka á hlut hinna fáu í verðmætum samfélagsins. Þessari þróun þarf að snúa við. Ein af þeim starfsstéttum sem mun ekki hverfa vegna tæknibreytinga er umönnun. Reyndar er talið að til framtíðar muni vægi starfa í umönnun, heilbrigðisþjónustu og menntun sífellt aukast. Þar er ekki svo auðvelt að skipta manneskjunni út. Þetta þarf að hafa í huga við mótun framtíðarumhverfis öldrunarþjónustu, svo dæmi sé tekið. Þessi afstaða birtist þó hvergi í þeirri tilfærslu á rekstri hjúkrunarheimila sem nú stendur yfir, þar sem ríkið fríar sig ábyrgð á kjararýrnun starfsfólksins. Í vikunni sendi miðstjórn ASÍ frá sér ályktun þar sem minnt er á ábyrgð ríkisins á kjörum starfsfólks hjúkrunarheimila. Það er nefnilega ríkið sem setur rammann utan um reksturinn og ákvarðar daggjaldið, sem er svo lágt að það felur beinlínis í sér hvata til að greiða lægstu mögulegu laun. Hér eiga sér því stað óréttlát umskipti, þar sem starfsfólk er látið borga brúsann og stéttarfélög sem hafa barist duglega fyrir hagsmunum þessar láglaunahópa eru send ár og jafnvel áratugi aftur í tímann. Við þetta verður ekki unað! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Sumardagurinn fyrsti var hefðbundinn að þessu sinni hvað veðrið varðar, þótt hátíðarhöldin hafi vantað. Nú er um að gera að draga fram sólgleraugun og stuttbuxurnar og hefjast handa við að telja okkur sjálfum trú um að sumarið sé komið! Sumardaginn fyrsta bar upp á sama dag og dag jarðar, sem er alþjóðlegur dagur til áminningar um mikilvægi umhverfisverndar. Ef okkur á að verða ágengt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum þyrftu allir dagar að vera tileinkaðir jörðinni; gagngerar breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum eru óumflýjanlegar. Alþjóðlega verkalýðshreyfingin hefur þróað ramma utan um breytingar á vinnumarkaði undir yfirskriftinni réttlát umskipti. Markmiðið með réttlátum umskiptum er að tryggja réttindi og lífsviðurværi fólks í gegnum breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum vegna loftslagsbreytinga. Samhliða því er tekist á við áhrif nýrrar tækni, gervigreindar og sjálfvirknivæðingar. Grunnstefið er að breytingarnar þurfi að vera réttlátar gagnvart launafólki, ekki síst í þeim atvinnugreinum sem munu gjörbreytast eða jafnvel hverfa. Eins og staðan er í dag hefur skort á þessi gleraugu þegar ráðist er í aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og tæknibreytingar hafa heldur orðið til að auka á hlut hinna fáu í verðmætum samfélagsins. Þessari þróun þarf að snúa við. Ein af þeim starfsstéttum sem mun ekki hverfa vegna tæknibreytinga er umönnun. Reyndar er talið að til framtíðar muni vægi starfa í umönnun, heilbrigðisþjónustu og menntun sífellt aukast. Þar er ekki svo auðvelt að skipta manneskjunni út. Þetta þarf að hafa í huga við mótun framtíðarumhverfis öldrunarþjónustu, svo dæmi sé tekið. Þessi afstaða birtist þó hvergi í þeirri tilfærslu á rekstri hjúkrunarheimila sem nú stendur yfir, þar sem ríkið fríar sig ábyrgð á kjararýrnun starfsfólksins. Í vikunni sendi miðstjórn ASÍ frá sér ályktun þar sem minnt er á ábyrgð ríkisins á kjörum starfsfólks hjúkrunarheimila. Það er nefnilega ríkið sem setur rammann utan um reksturinn og ákvarðar daggjaldið, sem er svo lágt að það felur beinlínis í sér hvata til að greiða lægstu mögulegu laun. Hér eiga sér því stað óréttlát umskipti, þar sem starfsfólk er látið borga brúsann og stéttarfélög sem hafa barist duglega fyrir hagsmunum þessar láglaunahópa eru send ár og jafnvel áratugi aftur í tímann. Við þetta verður ekki unað! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun