Skiptar skoðanir meðal lögreglumanna um handtöku í Hafnarfirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. apríl 2021 13:00 Fjölnir Sæmundsson, tilvonandi formaður Landssambands lögreglumanna, segir skiptar skoðanir meðal félagsmanna um mál lögreglumanns sem sakaður er um að hafa beitt ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði í vetur. Vísir Skiptar skoðanir eru meðal lögreglumanna vegna máls lögreglumanns sem sakaður var um ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði. Mál lögreglumannsins var látið niður falla hjá héraðssaksóknara en verður kært til ríkissaksóknara. „Auðvitað vilja sumir að við stöndum alltaf með okkar fólki en við getum auðvitað ekki farið að standa með lögreglumönnum sem brjóta af sér í starfi eða fara út fyrir sitt valdssvið. Ég get samt ekki tekið afstöðu til þess hvort það hafi átt sér stað í þessu máli,“ segir Fjölnir Sæmundsson, tilvonandi formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við fréttastofu. Lögreglumanninum sem um ræðir var tímabundið vikið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari hóf þá rannsókn á meintu ofbeldi lögreglumannsins við handtöku en málið var látið niður falla í síðustu viku þar sem sakfelling þótti ekki líkleg. Lögreglumaðurinn mætti aftur til starfa í byrjun þessarar viku. Þrír lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa lýst yfir óánægju vegna endurkomu lögreglumannsins til starfa. Fékk mikla áverka við handtökuna Í tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins, sem fréttastofa hefur undir höndum, eru samskipti mannsins sem var handtekinn og lögreglumanna rakin í smáatriðum. Er þar meðal annars byggt á myndbandsupptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna sem komu að handtökunni. Maðurinn var stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var einnig uppi grunur um að maðurinn væri smitaður af Covid. Beðið var eftir sérstakri Covid-bifreið en á meðan tók maðurinn niður vitgrímu sína til að reykja sígarettu. Lögreglumenn báðu hann um að slökkva í sígarettunni og setja grímuna aftur upp sem hann gerði ekki. Eftir það sprautaði lögreglumaðurinn á hann varnarúða og skipaði honum að fara út úr bílnum. Lögreglumaðurinn sem var til rannsóknar sló til mannsins með kylfu þar sem hann sat í bílnum. Maðurinn steig þá út úr bifreiðinni og kýldi lögreglumanninn. Í kjölfarið kom til stympinga milli mannsins og lögreglu sem endaði á því að lögreglumaðurinn sló manninn í höfuð og nokkrum sinnum í búk. Að lokum ýtti lögreglumaðurinn enda kylfu sinnar í bak mannsins sem þá lá í jörðinni. Í myndbandsupptökum sést blóðpollur í götunni við höfuð mannsins. Myndir af áverkum mannsins sýna stóra skurði á höfði hans og rispur á handleggjum. Hægt er að lesa nánar um málið hér: „Þetta lítur mjög illa út í fréttum“ Fjölnir segir erfitt að taka afstöðu til málsins. Landssambandið geti ekki ályktað um málið. „Þetta lítur auðvitað mjög illa út í fréttunum. Ég hef sagt áður að allar handtökur líta illa út og öll valdbeiting,“ segir Fjölnir. Hann segist ekki vilja tjá sig um það hvort lögreglumaðurinn hafi farið út fyrir sitt valdsvið eða ekki. „Héraðssaksóknari tekur afstöðu í þessu máli, ekki lögreglan sjálf. Lögreglan sjálf er ekki að fá hann aftur til starfa, hann var auðvitað settur í leyfi á meðan hann var að skoða málið, svo er hann kominn aftur til starfa fyrst að málið var látið niður falla. Ég veit enn ekki hvernig þetta mál mun enda,“ segir Fjölnir. „Auðvitað er það litið alvarlegum augum þegar eitthvað svona kemur upp á en Landssambandið sem slíkt getur ekki tekið afstöðu í einstökum málum eða handtökum.“ Lögreglan Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
„Auðvitað vilja sumir að við stöndum alltaf með okkar fólki en við getum auðvitað ekki farið að standa með lögreglumönnum sem brjóta af sér í starfi eða fara út fyrir sitt valdssvið. Ég get samt ekki tekið afstöðu til þess hvort það hafi átt sér stað í þessu máli,“ segir Fjölnir Sæmundsson, tilvonandi formaður Landssambands lögreglumanna, í samtali við fréttastofu. Lögreglumanninum sem um ræðir var tímabundið vikið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði í nóvember í fyrra. Héraðssaksóknari hóf þá rannsókn á meintu ofbeldi lögreglumannsins við handtöku en málið var látið niður falla í síðustu viku þar sem sakfelling þótti ekki líkleg. Lögreglumaðurinn mætti aftur til starfa í byrjun þessarar viku. Þrír lögreglumenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa lýst yfir óánægju vegna endurkomu lögreglumannsins til starfa. Fékk mikla áverka við handtökuna Í tilkynningu héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins, sem fréttastofa hefur undir höndum, eru samskipti mannsins sem var handtekinn og lögreglumanna rakin í smáatriðum. Er þar meðal annars byggt á myndbandsupptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna sem komu að handtökunni. Maðurinn var stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá var einnig uppi grunur um að maðurinn væri smitaður af Covid. Beðið var eftir sérstakri Covid-bifreið en á meðan tók maðurinn niður vitgrímu sína til að reykja sígarettu. Lögreglumenn báðu hann um að slökkva í sígarettunni og setja grímuna aftur upp sem hann gerði ekki. Eftir það sprautaði lögreglumaðurinn á hann varnarúða og skipaði honum að fara út úr bílnum. Lögreglumaðurinn sem var til rannsóknar sló til mannsins með kylfu þar sem hann sat í bílnum. Maðurinn steig þá út úr bifreiðinni og kýldi lögreglumanninn. Í kjölfarið kom til stympinga milli mannsins og lögreglu sem endaði á því að lögreglumaðurinn sló manninn í höfuð og nokkrum sinnum í búk. Að lokum ýtti lögreglumaðurinn enda kylfu sinnar í bak mannsins sem þá lá í jörðinni. Í myndbandsupptökum sést blóðpollur í götunni við höfuð mannsins. Myndir af áverkum mannsins sýna stóra skurði á höfði hans og rispur á handleggjum. Hægt er að lesa nánar um málið hér: „Þetta lítur mjög illa út í fréttum“ Fjölnir segir erfitt að taka afstöðu til málsins. Landssambandið geti ekki ályktað um málið. „Þetta lítur auðvitað mjög illa út í fréttunum. Ég hef sagt áður að allar handtökur líta illa út og öll valdbeiting,“ segir Fjölnir. Hann segist ekki vilja tjá sig um það hvort lögreglumaðurinn hafi farið út fyrir sitt valdsvið eða ekki. „Héraðssaksóknari tekur afstöðu í þessu máli, ekki lögreglan sjálf. Lögreglan sjálf er ekki að fá hann aftur til starfa, hann var auðvitað settur í leyfi á meðan hann var að skoða málið, svo er hann kominn aftur til starfa fyrst að málið var látið niður falla. Ég veit enn ekki hvernig þetta mál mun enda,“ segir Fjölnir. „Auðvitað er það litið alvarlegum augum þegar eitthvað svona kemur upp á en Landssambandið sem slíkt getur ekki tekið afstöðu í einstökum málum eða handtökum.“
Lögreglan Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira