Hlíðarbúar vilja smurbrauð í stað smurolíu Eiður Þór Árnason skrifar 23. apríl 2021 20:25 Smurstöðin er vel staðsett nærri íbúðabyggð og Bústaðavegi. Jóhanna Svala Rafnsdóttir Íbúar í Hlíðum vilja sjá veitingarekstur í gömlu smurstöðinni við Skógarhlíð og fá kaffi og kruðerí þar sem nú fæst bensín og smurolía. Á ýmist að skipta út einum svörtum vökva fyrir annan eða opna fjölorkustöð sem þjónar fýrum jafnt sem bílum. Umræða um stöðina kviknaði í Facebook-hópi hverfisins þar sem um 180 taka undir ákallið og láta sig dreyma um smurbrauð, bjór og bakkelsi í stílhreina húsinu sem hannað var af Þóri Sandholt arkitekt. Bragi Þorsteinsson, annar eigandi smurstöðvarinnar sem rekin er í húsnæðinu tekur nokkuð vel í hugmynd íbúanna og segist opinn fyrir því að reyna að finna lausn sem henti öllum aðilum. Hjón vildu opna kaffihús Bragi hefur rekið stöðina ásamt mági sínum Bent Helgasyni frá árinu 2016 en smurstöð hefur verið rekin í húsinu allt frá árinu 1955. Bragi kannast við áhugann segir að hjón nokkur hafi leitað til máganna og leigusalans Skeljungs með hugmynd um að hefja þar kaffihúsarekstur fyrir um tveimur árum. Þær viðræður hafi þó runnið út í sandinn. „Ég held að það hafi bara verið frekar erfitt í framkvæmd að koma þessu fyrir svo við myndum hafa afgreiðslu og annað. Við erum líka með búð þarna með olíuvörum og þyrftum eiginlega að fórna henni til að koma fyrir annarri starfsemi.“ Verslun má einnig finna í húsnæðinu.Jóhanna Svala Rafnsdóttir Sakar aldrei að setjast niður Bragi segist skilja vel að íbúum hverfisins þyki staðsetningin og sjarmerandi húsið vera eftirsóknarverður staður fyrir bar eða kaffihús. Slíkar hugmyndir þyrfti þó að útfæra í samvinnu við máganna og Skeljung. „Það þarf bara að hefja einhverja umræðu til að sjá hvort þetta sé gerlegt, það leit ekkert rosalega vel út síðast. Húsið er þannig uppsett að það þyrfti frekar mikið rask til að koma þessu fyrir en það sakar aldrei að setjast niður,“ bætir Bragi við. Hann á heldur erfitt með að sjá veitingadrauma íbúanna raungerast á meðan smurolían flæðir enn í húsnæðinu. „En ef þetta væri eitthvað sem virkaði fyrir alla aðila þá er ekki hægt að útiloka neitt.“ Reykjavík Veitingastaðir Bensín og olía Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira
Umræða um stöðina kviknaði í Facebook-hópi hverfisins þar sem um 180 taka undir ákallið og láta sig dreyma um smurbrauð, bjór og bakkelsi í stílhreina húsinu sem hannað var af Þóri Sandholt arkitekt. Bragi Þorsteinsson, annar eigandi smurstöðvarinnar sem rekin er í húsnæðinu tekur nokkuð vel í hugmynd íbúanna og segist opinn fyrir því að reyna að finna lausn sem henti öllum aðilum. Hjón vildu opna kaffihús Bragi hefur rekið stöðina ásamt mági sínum Bent Helgasyni frá árinu 2016 en smurstöð hefur verið rekin í húsinu allt frá árinu 1955. Bragi kannast við áhugann segir að hjón nokkur hafi leitað til máganna og leigusalans Skeljungs með hugmynd um að hefja þar kaffihúsarekstur fyrir um tveimur árum. Þær viðræður hafi þó runnið út í sandinn. „Ég held að það hafi bara verið frekar erfitt í framkvæmd að koma þessu fyrir svo við myndum hafa afgreiðslu og annað. Við erum líka með búð þarna með olíuvörum og þyrftum eiginlega að fórna henni til að koma fyrir annarri starfsemi.“ Verslun má einnig finna í húsnæðinu.Jóhanna Svala Rafnsdóttir Sakar aldrei að setjast niður Bragi segist skilja vel að íbúum hverfisins þyki staðsetningin og sjarmerandi húsið vera eftirsóknarverður staður fyrir bar eða kaffihús. Slíkar hugmyndir þyrfti þó að útfæra í samvinnu við máganna og Skeljung. „Það þarf bara að hefja einhverja umræðu til að sjá hvort þetta sé gerlegt, það leit ekkert rosalega vel út síðast. Húsið er þannig uppsett að það þyrfti frekar mikið rask til að koma þessu fyrir en það sakar aldrei að setjast niður,“ bætir Bragi við. Hann á heldur erfitt með að sjá veitingadrauma íbúanna raungerast á meðan smurolían flæðir enn í húsnæðinu. „En ef þetta væri eitthvað sem virkaði fyrir alla aðila þá er ekki hægt að útiloka neitt.“
Reykjavík Veitingastaðir Bensín og olía Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira